Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 66

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 66
58 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Nú hefur Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, bætt úr brýnni ])örf með því að semja og gefa út handhæga kennslubók í veðurfræði. Bókin, sem er 84 bls., er einkum ætluð til kennslu í menntaskólunum, en einnig hugsuð sem fræðslurit við almenn- ings hæfi. Það er erfitt að sameina fyllilega þessi tvö sjónarmið og mun bókin nokkuð yfirgripsmikil sem kennslubók í menntaskólunum, en þó ætti að vera hæg- urinn hjá fyrir kennara að fella eitthvað úr, ef nauðsyn krefur, og raunar finnst mér, að fátt sé það í bókinni, sem stúdent ætti ekki að þurfa að kunna skil á. En tíminn, sem ætla má til veðurfræðináms í menntaskólunum, er næsta takmarkaður. Bók Jóns er hið prýðilegasta fræðslurit. Efnið er skipulega og skýrt framsett og málið gott. Fyrst er fjallað um lofthjúp jarðar. Þarnæst er lýst mælitækjum og áhöldum og síðan raktir hinir einstöku þættir veðurfarsins, hitafar, loftþrýsting og vindur, raki, ský og úrkoma. Þá kemur kafli, sem fjallar um veðurbreytingar og veð- urspár, en spárnar byggjast að mestu á athugunum á eiginleikum loftmassa og þró- un lægðanna og leiðum þeim, er þær fara. Smákaflar eru um þrumuveður og ljós- fyrirbrigði og veðurfar á jörðinni, og að lokum er kafli um veðurfar og veðráttu á Islandi, prýðilegur kafli, þótt stuttur sé, en hefði mátt vera nokkuð lengri. Mikill fjöldi mynda og korta eykur mjög gildi bókarinnar sem kennslubókar og fræðslu- rits. Kortin yfir jafnhitalínur og meðallagsúrkomu á íslandi eru vafalitið þau rétt- ustu, sem gerð hafa verið til þessa. Þá smáathugasemd vildi ég þó gera, að dálítið villandi er að setja úrkomutöluna ýt 4000 á miðjan Vatnajökul, því þar mun úr- koma vart svo mikil, þótt hún sé það í suðurhliðum jökulsins. Allur er frágangur bókarinnar hinn snyrtilegasti. Nýyrðin virðast mér flest við- felldin og vænleg til lífs. Verðið má telja mjög í hóf stillt. Þetta er sannarlega þörf bók og á erindi til margra. SigurSur Þúrarinxson. Nokkrar erlendar frœðibœkur um náttúrufrœði Það er mjög tilviljunarkennt, hvaða erlendar fræðibækur í náttúrufræði íslenzkir bóksalar hafa á boðstólum. Framvegis mun Náttúrufræðingurinn birta fregnir um helztu bækur um þessi efni, sem út koma í nágrannalöndunum. Að þessu sinni verður hér birt stutt yfirlit um nokkrar bækur, sem „Naturen", tímarit noi'skra náttúrufræðinga, kynnir fyrir lesendum sinum á s.l. ári. Den danskc dypliavsekspeditions virke og resnltater, skildret af deltagerne under redaktion af A. F. Bruun, Sv. Greve, FI. Mielche og R. Spárck. J. H. Schultz’s forlag (Köbenhavn) 1953. 306. síður. Bók þessi skýrir frá Galathea-leiðangrinum og árangri hans, en um það efni hefur Náttúrufræðingurinn birt grein eftir dr. Bruun. Hér gefst tækifæri til að kynnast flestum þátttakendum leiðangursins, verkaskiptingu og starfinu um borð. Margir kaflarnir eru fjörlega ritaðir og greinagóðir, og um það verður varla deilt, að framkvæmd leiðangursins tókst með miklum ágætum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.