Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 67

Náttúrufræðingurinn - 1955, Page 67
RITFREGNIR 59 Explorations in Science eftir W. Kaempffert. Viking Press. New York 1953. 1 Bandaríkjunum er heil stétt manna, sem einvörðungu rita alþýðlegar greinar og bækur um vísindaleg efni. Höfundur þessarar bókar er einn bezti fulltrúi þeirr- ar stéttar, og fjallar hún um hin fjarskyldustu efni, kjarnorkuvisindi, stjörnufræði, efnafræði og læknisfræði. Fugletrækket og dets gáder eftir Finn Salomonsen. Ejnar Munks- gaards Forlag, Köbenhavn. Höfundur þessarar bókar er fuglafræðingur danska dýrafræðisafnsins, og er vel kunnur norrænu fuglalifi. f bók þessari lýsir hann farfuglunum og ferðum þeirra og ræðir fjölmargar kenningar í fuglafræði um ástæðurnar fyrir ratvisi fugla. Ætla má, að bók þessi henti áhugamönnum mjög vel, enda hafa miklar rannsóknir ver- ið gerðar á þessu sviði undanfarin ár. fslenzkar fuglamerkingar eru nú injög um- fangsmiklar, og taka margir áhugamenn þátt i þeim, og ætti bók þessi að koma öllum þeim mönnum að góðum notum, Higli Altilude Rocket Rescarcli eftir dr. Homer E. Newell jr. Aca- demic Press Inc., Publishers, NewYork, N.Y. 1953. Er það mögulegt að ferðast út í himingeiminn? Þessi spurning hefur æ tiðar borið á góma eftir síðustu styrjöld, einkum eftir að Þjóðverjum tókst að smiða kraftmikil flugskeyti, sem þekkt eru undir nafninu V-2. Dagblöðunum hefur orð- ið tiðrætt um möguleikana á geimflugi, en oftast hefur það verið i æsifregnastil. Þessi flugskeyti hafa síðustu árin verið notuð í þágu veðurfræðirannsókna og mark- verður árangur náðst. Bók dr. Newells segir frá nýjustu framförum i rannsóknum hærri laga lofthjúpsins, og er bókin án efa mjög fróðleg fyrir þá, sem áhuga hafa á veðurfræði. The Personality of Aniinals eftir H. Munro Fox. Pelican Books A. 78. London 1952. 154 siður, með 20 myndum. Ekki er að efa, að þeir, sem lásu bók Konrad Lorenz, Dýrin tala, fýsi að lesa meira um dýrasálarfræði. Þetta er skemmtileg bók, auðveld aflestrar, og vekur áhuga lesandans á þessari grein náttúrufræðinnar. Hér er rætt um mál dýranna, hvað þau sjá og heyra, ratvísi þeirra og eðlishvatir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.