Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 69

Náttúrufræðingurinn - 1955, Side 69
SKtRSLA NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAGSINS 61 Aðalfundur Aðalfundur fyrir árið 1934 var haldinn í 1. kennslustofu Iláskólans laugardag- inn 26. febrúar 1955. Fundinn sátu 14 félagsmenn. Fundarstjóri var kosinn Finnur Guðmundsson, dr. rer. nat., og fundarritari Ástvaldur Eydal, fil. lic. Fráfarandi stjórn tilkynnti, að vegna góðs fjárhags Náttúrufræðingsins hefði hún ákveðið að stækka ritið úr 12 örkum í 14 arkir á ári, án þess að hækka áskrift- argjaldið. Samþykkt var áskorun til rikisstjómarinnar um að stuðla að afgreiðslu laga um náttúruvemd á næsta Alþingi. Kosnir vom i stjóm fyrir árið 1955, þeir Sigurður H. Pétursson, Sturla Friðriks- son, Gunnar Ámason, Guðfnundur Kjartansson og Ingólfur Davíðsson. Varamenn í stjórn voru kosnir þeir Ástvaldur Eydal og Ingvar Hallgrimsson, mag. scient. End- ur skoðendur reikninga voru endurkosnir, þeir Ársæll Árnason og Ölafur Þórarins- son, og til vara Kristján Á. Kristjánsson. FræSslustarfsenii Félagið gekkst fyrir 8 samkomum í 1. kennslustofu Iláskólans. Þar voru flutt þessi erindi: 4. janúar: H. J. Munger, prófessor, og Ástvaldur Eydal, fil. lic.: Jarðfræðilegar athuganir á Reykjanesi. 25. janúar: Sigurjón Rist, vatnamælingamaður: Vatnamælingar á Islandi. 22. febrúar: Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri, og dr. Sigurður H. Pétursson: Um rannsóknir á Meðalfellsvatni. 29. marz: Dr. Finnur Guðmundsson: Pribiloffeyjar í Beringshafi. Með kvikmynd. 26. apríl: Dr. Bjöm Jóhannesson: Um jarðvegskoi tagerð. 31.mai: Guðmundur Kjartansson, mag. scient., og Ólafur Ólafsson, kristniboði, útskýrðu tvær myndir úr dýrafræði, var önnur rússnesk, en hin amerísk. 25. október: Guðmundur Kjartansson, mag. scient. og Þorbjöm Sigurgeirsson, mag. scient.: Ferð um Sovétríkin sumarið 1954. 29. nóvember: Hákon Bjamason, skógræktarstjóri: Gróðurskilyrði á Islandi. Erindunum fylgdu yfirleitt skuggamyndir og um þau urðu oftast nokkrar um- ræður. Meðalfundarsókn var 53 manns, fæstir 28 flestir 99. Efnt var til tveggja ferða á sumrinu, og voru þær þessar: 29. maí: Farið í Heiðmörk og gróðursettar 1200 trjáplöntur í landi félagsins. Þátttakendur vom 12. 29. júni: Farið austur að Dyrhólaey, gist þar um nóttina, en daginn eftir skoð- aður almyrkvi á sólu, er var sjáanlegur frá þeim stað. Leiðbeinandi var Trausti Einarsson, prófessor, en fararstjóri dr. Sigurður H. Pétursson. Þátttakendur voru 40. Haldið var uppi þættinum „Náttúrlegir hlutir" i Ríkisútvarpinu. Barst þættin- um mikill fjöldi bréfa, og var þeim svarað af eftirtöldum félagsmönnum: Ástvaldi Eydal, fil. lic., Geir Gígja, skordýrafræðingi, Guðmundi Kjartanssyni, mag. scient., Guðmundi Þorlákssyni, mag. scient., Ingólfi Davíðssyni, mag. scient., Ingimar Ósk- arssyni, grasafræðingi, Jóni Eyþórssyni, veðurfræðingi, Sigurði H. Péturssyni, dr. phil., Trausta Einarssyni, prófessor, og Þorbimi Sigurgeirssyni, mag. scient. Utgáf ustarf semi Utgáfa tímaritsins „Náttúmfræðingurinn" var með sama hætti og áður. Fjárhag- ur ritsins var góður á árinu, svo að ekkert þurfti að leggja því til úr félagssjóði.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.