Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 3

Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 3
Nátturufr. — 40. árgangur — 2. hefti — 97.-144. siða — Reykjavik, sept. 1970 Trausti Einarsson: Yfirlit yfir jarðsögu Vestmannaeyja Nýlega var ég beðinn að semja ágrip a£ myndunarsögu Vest- mannaeyja, en til þess að geta jrað þurfti ég að fara yfir og bera saman þau gögn, sem komið hafa til sögunnar eftir að ég skrifaði kafla um þetta efni í Vestmannaeyjabók Ferðafélags íslands 1948. Flest gögnin þekkti ég að vísu, en ég hafði ekki borið þau saman í heild áður. Við; samanburðinn kom ýmislegt nýtt fram í huga mér, ný og ljósari mynd, sem þó var ekkert rúm til að rökstyðja x áðurnefndu ágripi. Skal það því gert hér á eðlilegri vettvangi. Til jress að lengja málið ekki um of, nota ég ritgerðina frá 1948 sem undirstöðu eða bakgrunn og vitna til heita og merkinga á jarðlögum, sem jxar eru notuð. Fyist vil ég geta þess, að sumarið 1959 fór ég sérstaka könnunar- ferðj til Eyja og sá þá ýmislegt í nýju ljósi. Hið hallandi lag A undir Suðurfellunum (2. mynd) sá ég nú að var ekki umturnuð, upphaflega lárétt spilda, heldur eðlilega hallandi útveggir á neð- ansjávargíg í Stakkabótinni. Ennfremur var ljóst, að Norðurklett- arnir eru einnig leifar af gígum og gossprungufyllingum og ekki nauðsynlega neitt teljandi eldri en neðstu lög Suðurfellanna. Hinsvegar taldi ég enn Ijóst, að miklar lóðréttar hreyfingar hefðu orðið á öllu Eyjasvæðinu meðan á myndun þeirra stóð. Þegar svo Surtseyjargosið konx til sögunnar, gafst bæði mér og öðrum tækifæri til að fylgjast með neðansjávargosi, sem líkjast mun þeim gosum, er skópu xnóberg og hraun í eldri eyjunum. Og nú lögðu fleiri hönd á plóginn við könnun Eyjanna í heild, eins og ég mun víkja að á viðeigandi stöðum. 1. Garðsendagróðurinn. Fyist vil ég geta þess. að Guðmuirdur Kjartansson jarðfræðingur sendi 3 sýnishorn af Garðsendagróðr-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.