Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 4
98 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN inum til aldursákvörðunar í Svíþjóð, eftir C14-aðferðinni (Náttúru- fræðingurinn, 1966). í þessari grein er einnig birt frjógreining á þessum gróðri eftir dr. Þorleif Einarsson. Niðurstaðan varð sú, að^ aldurinn lægi á bilinu 5000 til 6000 ár, þegar óvissa í mæling- unum er tekin til greina. Það var einmitt þessi Garðsendagróður, sem var tilefni könnun- ar minnar 1959. Ég hafði sent sýnishorn til frjógreiningar til Þýzka- lands, og sérfræðingurinn, dr. Pflug, sem framkvæmdi greininguna, lét í ljós það álit, að gróðurinn væri nokkuð gamall, eða frá fyrri hluta ísaldartímans, sem var mun hærri aldur en ég hafði búizt við. En væri þetta rétt áætlun á aldrinum, kom til greina að finna mætti berg með öfugri segulstefnu í Eyjum, og mundi það þá stað- festa aldurinn eftir því sem bezt var vitað um tilveru öfugrar seg- ulstefnu í berginu. Einnig þóttu mér gígaleifar, svo sent í Heima- kletti, ærið( ungiegar, en taldi mig þó ekki hafa rétt til að afneita niðurstöðu Pflugs og hafði hliðsjón af henni í ritgerð 1962. Nið- urstöður C14 aldursgreininganna komu mér því auðvitað á óvart, en ég sé enga ástæðu til að véfengja þær. Með þeim eru Eyjarnar fluttar inn á nútímann, að minnsta kosti verulegur hluti jress bergs, sem þar er að finna, en elzti hlutinn, sem dýpra liggur, nær þó inn á ísöld, eins og borholugögn benda til. Helgafellsgosið ætti nú að vera 4—5 þúsund ára gamalt. 2. Borholan. 1964 var boruð 1565 m djúp hola austan undir Hánni í þeim tilgangi að leita að neyzluvatni. Boruninni er lýst í fjölritaðri skýrslu, Djúpborun í Vestmannaeyjum, og lýsir Jens Tómasson bergfræðingur þar borkjarnanum. Gosberg Vestmanna- eyja nær samkvæmt því rúmlega 200 m niður fyrir sjávarmál og liggur þar á sjávarbotnslögum. Á 1. mynd er sýndur þessi efsti liluti kjarnans eftir lýsingu Jens og með leyfi hans. Borunarstafjurinn liggur um 18 m yfir sjó. Rétt við sjávarmál, á 19—21 m dýpi í holunni, er hraunlag, sem mér skylst að sé Helga- fellshraun. Gerð neðri hluta lagsins telur ]ens benda til þess, að hraunið hafi runnið út í sjó, sem þá hefur staðið mjög nærri nú- verandi sjávarhæð. Fjörusandur ofan á lirauninu styrkir þetta og. Það er mikilvægt atriði að fá svo sterk rök fyrir því, að nær engin lóðrétt hreyfing hefur orðiíj á Eleimaey á síðustu 4000—5000 ár- um, en þá ályktun leiðir nú af því, að á þessum tíma hefur sjávar-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.