Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 8

Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 8
102 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 2. mynd. Þverskurður af Sæfjalli frá suðaustri til norðvesturs. þar sem sjávareyðingin stóð um langan tíma, myndaði standbergin og sjávarhellana djúpu, sem áður var um rætt. En einnig sést mikið ris í Úteyjum og í Norðurklettum eins og Hánni. Jarðlagaröðin í Suðurfellunum er eins og lýst er í greininni 1948. Sæfjall er gert úr kjarna, myndun A, úr vestur- til norðvestur- hallandi sprengigoslögum, halli um 20° (í greininni hefur misprent- azt að hallinn sé austur til norðausturs og ætti villan að vera ljós af myndinni, sem fylgir). En þynnra goslag, myndun B, leggst utan um þennan kjarna (2. mynd). Eins er lagaskipun í Kervíkurfjalli, Litlhöfða og undir Stórhöfðahrauninu. Myndun A tel ég nú hluta úr gígvegg með miðju í Stakkarbót. Myndun B er nokkuð jafnþykk fínlagskipt kápa utan um A og leggst meðal annars inn- an á mjög brattan innvegg gíggarðsins A. Mældur halli lagsins þarna austan í Sæfjalli er um 40°, en austan í Kervíkurfjalli nær það ekki minni halla. í fyrsta lagi verð^ ég að telja, að B komi ekki löngu á eftir A, og í öðru lagi, að báðar þessar myndanir séu til orðnar og harðnaðar undir sjó. Laus gosöskulög, eins og B er í upphafi, sitja ekki um kyrrt í 40° halla unz þau hafa náð þeirri hörku, sem B-lögin hafa, né sitja slík lög í kryppu yfir brúnina á A í toppi Sæfjalls í meir en 6000 ár, ef þau mynduðust og voru allan tímann ofansjávar. Vindur og regn eyðir svona lögum ofansjávar á fáum árum, löngu áður en þau ná að harðna. Hefur slík eyðing goskeilanna í Surts- ey verið mjög greinileg og mikilvirk. Aðeins með því að liggja í sjó, og það alldjúpt ]>ar sem öldugangs gætir lítt, geta þau náð að sitja ótrufluð í 40° halla eða á kryppum og harðna í berg. í öðru lagi eru steinar og jafnvel stórbjörg innan um fín gosösku- lög bæði í A og B. Falli slíkir steinar í lofti niður á fín-lagskipta

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.