Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 10

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 10
104 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN /íV»i 3. mynd. Bjarnarey séð vestan írá. Gjallgígur situr ofan á mishallandi mó- bergslögum, sem myndazt hafa undir sjávarborði. a£ lögunum í Há-Hánni og Fiskhellum; lagahalli til austurs er þar nærri 40°; austan á Hánni liggur með þessum halla fíngerðara lag allt upp í 200 m hæð. Ketill heitir hvilft í þessum lögum. 4. Norðurklettar. Um þá er það annars að segja, að suðurhlíð Heimakletts er lilíð á gíggarði. Yztu móbergslög hlíðarinnar hafa sama halla og hún, þ.e. um 40°. Strax ofan við standbergið, í 150 m hæð, eru víða leifar láréttra hrauna utan í þessari hlíð og eru Hettuliraunin mest áberandi. Á Hákollum sjálfum situr um 20 m þykk lárétt kaka af hraunum. í Yztakletti eru suður- og suðaustur- hallandi móberglög og ofan á þeim, með sama halla, hraunlög upp á topp í 209 m hæð. Hafa þessi hraun sýnilega runnið niður hlíð norðan frá. Sennilega er því Heimaklettur ofan standbergs úthlíð á sama gíg og Yztiklettur; hafa hraunin þá runnið eftir krókaleið og lagzt upp að suðurhlíð Heimakletts. Varla getur sjór hafa staðið hærra en um 150 m, er þessi hraun runnu. í Hánni, upp á Molda, í Fiskhellum og að nokkru í Skiphellum, er gosaska frá neðansjávargosum eins og í austur-klettunum. En upp í gegnum þessar móbergsmyndanir liggur gossprunga eftir Eggjum, Stóra- Klifi og líklega áfram í Miðklett. Eru basaltinnskot hér ráðandi. Frá þessari gossprungu runnu svo hraun út yfir móbergið í Molda og í Dalfjalli. Lárétt hraun myndar yfirborð Litla-Klifs og lárétt yfirborð sker gossprungulögin í Stóraklifi í 226 m hæð. Ég verð að álíta, að þessi slétti flötur sé mótaður við sjávarmál áður en risið mikla átti sér stað. Vera má, að Heimakletts- og Yztaklettslög séu ekki mynduð fyrr en seinna, er risið var hafið, en ég hefi ekki getað athugað það náið. Hitt virðist ljóst, eins og fyrr var að vikið, að gosið, sem myndar Austur-Há verður ekki fyrr en risið mikla er

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.