Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
105
um garð gengið og sjór stendur um 40 m neðar en nú. Þannig er
ótvírætt um að ræða misgömul gos í Norðurklettunum.
5. Surtsey. Hér víkur nú í bili sögunni til Surtseyjar. Við fyrstu
athuganir mínar frá skipi á öðrum degi gossins veitti ég því sér-
staka athygli, að mikill hluti efnisins, senr kastaðist upp úr gíg-
unum við sprengingar, féll niður í þá aftur. Þannig varð það ljóst,
að sama efnið hlaut að kastast upp mörgunr sinnum, en þvælast
á milli sprenginga í sjóblönduðum graut úr ösku og vikri. Afleið-
ing Jressa varð mér svo aftur ljós, er ég konr fyrst í land og fór
að athuga gerð gosefnanna í upphaflegu sprengigígunum. Sá ég þá,
að efnið var mjög Jrvælt og vikurnrolar yfirleitt lrnöttóttir að lögun
og nrátti kalla þá nreð aljrjóðlegu orði lapilli. Eftir rannsóknunr
nrínunr á móbergi íslands að dæma er þetta mjög óvenjuleg gerð
í Jrví, en Jressi gerð er einnritt ríkjandi í móbergi Suðurfellanna á
Heimaey. Var mér sú gerð torskilin, er ég ritaði unr málið 1948, en
nú liggur skýringin í augunr uppi: Þegar goskeila á sjávarbotni
nær upp úr sjó, verður innan í gígnum hrærigrautur Jrar sem
efnið þvælist. I Norðurklettunum er nreginmóbergið ekki af Jress-
ari gerð eftir því sem ég hefi tekið eftir, og mun efnið, í samræmi
við fína gerð, vera aska sem barst í lofti nokkuð frá gíg í stað Jress
að falla niður í gíg aftur og aftur og þvælast þar.
Annað megin-atriði varð ljóst í Surtseyjargosinu, senr sé að hin-
ar lausu gosöskukeilur, sem sprengigosin nrynduðu, standast ekki
ágang hafsins nema mjög stuttan tíma. Bæði Jólnir og Syrtlingur
hurfu í vetrarbrimum á örstuttri stirnd, eins og kunnugt er, og
má telja vafalaust, að; einnig Surtseyjar-keilnrnar væru nri horfnar
fyrir nokkrum árunr, ef ekki hefði komið til hraungoss að lokum,
sem byggði varnarvegg gegn ágangi hafsins. Það er m.a. með þessa
reynslu í huga, að ég tel óhjákvæmilegt að, gera ráð fyrir, að A og
B lögin í Suðurfellum séu mynduð og hafi náð að lrarðna neðan-
sjávar. Og um Uteyjarnar verður alveg sömu sögu að segja, við
verðunr að reikna með að þær hafi harðnað neðansjávar. í Jressu
sambandi er það t.d. athyglisvert, að Álsey og Suðurey eru leifar
af bröttum gígbarmi, sem gengur nærri lárétt eftir háhrygg eyj-
anna, og eru hæðir svipaðar, 144 m í Álsey og nrest 161 nr í Suður-
ey. Súlnasker og Geldungur virðast gerð úr hallalitlum móbergs-
lögunr og leifar stærri fláka með unr 80—90 m hæð. Trúlega mun