Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
115
skilyrði íyrir slægjulönd. Hefi ég hér í huga svæðið frá Garðinum
eða Skansinum og upp til Gerðis og Kirkjubæjar, en meiri jarð-
vegskannanir eru nauðsyrilegar til að rekja þessa sögu nánar.
8. Landnámið. Þannig virðast mér þá aðstæður hafa verið við
og í nágrenni við hafnarsvæðið á 9. öld og næstu aldir. Grunnt
sund, sem aðeins er fært bátum og skipum þeirra tíma á flóði, en
hugsanlega gengt um fjöru, liggur inn á vík innan við Hafnareyri.
Að víkinni liggur víðáttumikið, gróið sléttlendi að norðan og vest-
an, frá Hörgaeyri og inn undir Hlíðarbrekkur. Orðið Hafn-
areyri m.a. gefur bendingu um, að dýpið er mest að sunnan, innan
við Hafnareyri. Að norðan var útfiri væntanlega mikið, en innan
á Hafnareyri kann að hafa verið gott uppsátur, en bezt var það þó
væntanlega í Sandinum vestan Nausthamars. Um síðustu aldamót
komust bátar ekki alltaf gegnum Leiðina, innsiglinguna, á stór-
straumsfjöru, en innan við grynninguna Skötu og allt að Básaskeri
var nægilegt dýpi fyrir hafskip. Að sandur hafi étist hér upp eftir
landnám og borizt út um Leiðina Iiljómar ekki sennilega; hið
gagnstæða hefði verið eðlilegra. Bezta uppsátrið hefur því líklega
frá öndverðri byggð verið sunnan vogsins þótt útfiri væri þar
einnig talsvert, en þar í nánd var höfnin sjálfsagt eins djúp og um
síðustu aldamót og þó öllu heldur dýpri. Um 1400 voru skipa-
ferðir hér miklar (Þork. Jóhannesson, 1938). Elzta verzlunin var
við bæinn Höfn eða þar sem síðar hét Austurbúð (Sigfús M. John-
sen, 1946). Þar var nægilegt dýpi skammt frá landi og því stutt að
flytja vöru frá skipi og til.
Byggð sunnan hafnar hafði jiví marga kosti. En undir Löngu
eða við Kleifnaberg hefur einnig verið ágætt bæjarstæði. Steina í
hleðslu mátti sækja í Hörgaeyri, eða kljúfa móbergsstórgrýtið eða
jafnvel nota stór björg sem hliðarveggi í gripahús. En menn kynnu
að hafa óttazt framhrun úr standberginu fvrir ofan Löngu, nóg
voru verksummerkin um slíkt hrun. Og svo er ég hræddur um, að
særokið í austanveðrum hefði þótt mikill ókostur Undir Löngu,
ef það helur ekki blátt áfram verið búið að gera gróður þarna
nokkuð einhæfan. Bæjarstæði við Kleifnaberg hefði hinsvegar
þann kost, að ýmist mátti sækja sjó frá Eiðinu eða austur gegnum
Leiðina eftir því hvernig vindur stóð. Og þarna liafa fundizt manna-
bein.