Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 22

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 22
116 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Það er auðvitað vonlaust nú að ætla að skera úr um stað fyrstu byggðarinnar; hún mun mjög snemma hafa verið báðum megin hafnar, samanber og hlutkestið. Mér hefur lengi verið það ráðgáta, hvers vegna Eyjarnar eru taldar byggjast seinast á landnámstíð, og margar spurningar vakna í tilefni af því. Landnámsmenn voru þó vanir eyjabyggð og hér var mikið kostaland, eina höfnin, sem hægt var að tala um fyrir allri suðurströndinni, gnægð fugls og fisks, og fé gat gengið hér sjálfala að kalla mátti. En skógur var sjálfsagt enginn og eldiviðar- skortur ef til vill fyrirsjáanlegur; reki ekki nægur? Eða var hér írsk byggð fyrir? Betri sumardvalarstað en þennan gátu Irar varla fundið við suðurströnd Islands. Var það ef til viil hér sem þrælar Hjörleifs sáu tækifæri til frelsis? Er ekki vel hugsanlegt, að góð sambúð hafi tekizt með írskri nýlendu og landmönnum, sem nutu þeirra þá á margan hátt við vermennsku og fugiaveiðar? Hiifðu Irar ef til vill fé og sauðamjólk og annað nýmeti til að veita að- komumönnum? Og úr þvi að Landnáma kallar Papa Vestmenn, var þá ekki nafn Eyjanna eðlilegt, ef frjálsir írar höfðu hér aðsetur á landnámstíð? En allt hljóta þetta að vera ágizkanir nema fornleifa- gröftur leiði eitthvað nýtt í Ijós. En loks kom að því, sem I.andnáma kallar landnám. Margar skoðanir hafa komið fram um landnámsstaðinn. Ræði ég þær að- eins að litlu leyti, en vísa til greinargerðar Jóhanns G. Ólafssonar í Árb. Ferðafél. ísl. 1948 og til Sögu Vestmannaeyja eftir Sigfús M. Johnsen 1946. Um sögulegar heimildir styðst ég verulega við greinargerð J. G. Ó. Samkvæmt Hauksbók og Melabók hét sá Herjólfur Bárðarson, er fyrstur byggði Vestmannaeyjar og bjó í Herjólfsdal fyrir innan Ægisdyr, jiar sem nú er hraun brunnið. Hans sonur var Ormur auðgi (aurgi), er bjó á Ormsstöðum við Hamar niðri, þar sem nú er blásið allt. í Sturlubók segir hinsvegar, að Ormur auðgi Bárðar- son hafi numið land í Eyjum, en J. G. Ó. (s. 98) segir fræðimenn sammála um, að fyrri frásögnin sé réttari. Skoðun mín er sú, að höfnin hafi frá upphafi hlotið að vera miðdepill byggðarinnar og bæði Herjólfur og Ormur hafi búið í nánd við hana. Hvað Dalinn snertir, sem Herjólfur á að hafa búið í og kenndur var við hann, álít ég, að menn hafi miklað óþarflega lyrir sér stærð þess dals. í uppvexti mínum var allt svæðið frá höfn

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.