Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 119 áfram bundinn við móberg og skreið' hann um raka, lóðrétta móbergsveggi. Við móberg eru og heimkynni hans í Eyjum, og á litlu svæði. Á Suðurlandi virðist hann alls enga útbreiðsluhæfi- leika hafa og stingur þannig mjög í stúf við Austfjarðaafbrigðið. Hugsanlegt er, að fyrrnefnda afbrigðið hefði getað 1 iíað, af ísöld á Sveifluhálsi og ef til vill víðar á þeim slóðum, en hefur ekki fundizt þar. Hinsvegar taldi Guðmundur Bárðarson sig hafa fund- ið hann í fjörumó við Garðsskagavita. Sýnishorn Guðmundar hefur ekki fundizt á Náttúrugripasafninu, en 1960 skoðaði ég síðustu leifarnar af þessum mó og fann engin merki um bobbann, og er frá þessu skýrt í smágrein síðar í þessu hefti. Á Eyjafjallasvæðinu tel ég, að bobbinn muni hafa haft skilyrði til þess að lifa af síðustu ísöld. En hvernig stendur á veru hans í Vestmannaeyjum? Var landsamband, eða lifði hann af ísöld í Heimakletti? Þá mundi hann snerta jarðsögu eyjanna á síðustu ísöld eða eftir lok ísaldar, og því er hér vakin athygli á honurn. En vissulega kemur allt önnur skýring til greina, nefnilega sú, að bobbinn eða lirfur hans hafi borizt til Eyja í heyflutningum. Slík- ir heyflutningar voru mjög tíðkaðir snemma á þessari öld, en áttu þeir sér stað snemrna á öldum meðan byggð var við Kleifnaberg? Spurningunni um bobbann verður vart svarað með vissu, en hún heyrir til sögu Eyjanna á einhvern hátt, jarðsögunni eða byggða- sögunni. HFJMILDARIT Trausti Einarsson: Bergmyndunarsaga Vestmannaeyja. Árb. Ferðafél. ísl. 1948, s. 131—157. (Með kafla um öskulög í jarðvegi eftir dr. Sigurð Þórarinsson). Guðrnundur Kjartansson: Nokkrar nýjar C't aldursákvarðanir. Náttúrufræð- ingurinn 36, 1966, s. 126—141. Trausti Einarsson: Upper Tertiary and Pleistocene Rocks in Iceland. Vís. ísl. 36, 1962. Tilvitnun á síðu 168—9. Guðmundur Pálmason, Jens Tómasson, Jón Jónsson, ísleifur Jónsson: Djúp- borun í Vestmannaeyjum. Fjölriluð skýrsla á vegum Raforkumálastjóra, febrúar 1965. Trausti Einarsson: Late and Post-Glacial Rise in Iceland and Sub-crustal Vis- cosity. Jökull, 16. ár, 1966, s. 157—166. Trausti Einarsson: Submarine Ridges as an Effect of Stress Fields. Journ. of Geophys. Research, 72, 1968, pp. 7561—7576.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.