Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 27

Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 27
NÁTTÚRUFRÆ.ÐINGURINN 121 Ingólfur Daviðsson: Ætifífill Oft aðeins nefndur fífill eða túnfífill og þekkir hann hvert mannsbarn. Algengur kringum hús og bæi, á túnum og gras- blettum, en vex einnig víða út um hagann. Fífillinn er fjölær jurt með flipótt blöð í hvirfingu við jörð, hola, greinalausa stöngla með beizkum, hvítum mjólkursafa og stórar gular körfur, eina á hverjum legg. Fífillinn hefur gildan, lóðréttan jarðstöngul, sem endar í Jrroskamikilli stólparót, sem vex 30—50 cm djúpt niður að jafnaði, stöku sinnum allt að 1 metra. Sprotar vaxa út úr brumum á jarðstöngli og rót og er erfitt að grafa rótina upp þannig, að ekki séu brum og sprotar eftir. Fífillinn safnar nær- ingarforða á sumrin og geymir hann til vors í jarðstöngli og rót. — Karfa fífilsins líkist stóru, fagurgulu blómi til að sjá, en er í raun og veru safn fjölda rnargra lítilla, gulra blóma. Geta blóm einnar fífilkörfu skipt tugum eða hundruðium. (Reynið að telja Jrau.) Það, senr í fljótu bragði sýnist vera gult krónublað, er raunveru- lega lieil blómkróna, Jr.e. 5 krónublöð vaxin saman á jöðrunum (nema blábroddarnir) og breidd út til einnar hliðar líkt og tunga. Það er hlýrra fyrir blómin að sitja svo Jrétt saman. Skordýrin sjá hin smáu blóm saman í einni körfu betur en ella og fá meira hunang á einum stað. Stuðlar Jrað auðvitað að öruggari frævun og fjölgun. Utan með körfunni neðan til eru græn reifablöð til hlífð- ar. Þau lykja um alla körfuna, áður en blómin springa út. í stað bikarblaða eru lítil hár við fætur krónublaðanna og verða seinna að svifhárakransi, sem situr á dálitlum legg upp af aldininu, sem er hneta og getur borizt langar leiðir með vindi. — Eftir frævun- ina falla krónublöðin og fræflarnir, en aldinið þroskast. Þá verður fífillinn gráhærður og kallast biðukolla. Loks fjúka aldinin burt, en eftir situr bert aldinstæðið. í körfunni springa jafnan jaðar- blómin fyrst út. Hin smáu blóm er bezt að skoða í stækkunargleri.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.