Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 29
N A T T Ú R U F R Æ ÐIN G U RIN N
123
þó einnig dálítið af blómum langt fram á haust. Hann blómgast
í rauninni allt sumarið. Hunangsflugur, býflugur o.fl. skordýr
sækja mikið í hunang blómanna. (Athugið hvaða skordýrategundir
jiið sjáið sjúga hunang úr körfu fífilsins).
Fífillinn er ekki allur Jrar sem hann er séður! Hann var lengi tal-
inn ein tegund, æði breytileg að vísu. En skömmu eftir aldamótin
síðustu uppgötvaði danski grasafræðingurinn, Raunkiær, atSfífillmn
myndar oft frœ án frjóvgunar. Þá líkist afkvæmið móðurjurtinni al-
gerlega, hvað erfðaeiginleika snertir, líkt og kartöflur undan einu
grasi líkjast móðurinni. Eiginleikarnir haldast óbreyttir kynslóð eft-
ir kynslóð, þeir koma frá einu foreldri. Aðeins getur brugðið út af
við stökkbreytingar. Undafíflum er svipað farið og hafa bæði túnfífl-
ar og undafíflar á síðari tímum verið klofnir í fjölda tegunda eða
smátegunda. Munu smátegundir túnfífils nú vera taldar hátt á annað
hundrað hér á landi og alls um 450 á Norðurlönduxn. En deilt
er um, hvað telja skal tegund, Jregar svona stendur á, og er aðeins
á færi sériræðinga að fást við hinar fjölmörgu „£ífiltegundir“.
Samkvæmt Flóru Islands er íslenzku fífiltegundunum skipt í 3
aðaldeildir og vísast hér til jress. — Margir grasblettaeigendur bölva
fíflinum, en börnunum þykir vænt um liann, safna körfunum
og gera sér festar úr holum leggjum lians. Mjólkursafinn getur
sett dökka bletti á fatnað. Fyrrum var fífillinn ekki talinn ill-
gresi, síður en svo. En hann hefur orðið það síðar með breyttum
ræktunaiaðfeiðum og e.t.v. tilkomu nýrra afbrigða. Fífilfræ berast
auðvekllega með varningi og munu öðru hvoru nema hér land,
einkuin í kaupstöðum. Berast fræ margra jurta hingað með gras-
fræi og hænsnafóðri. Fífillinn vex víða um Evrópu og Asíu og
N.-Ameríku og dreifist stöðugt. ,,Þó munur sé mikill á Frakklandi
og Grænlandi, eru jxó fífilblöðin etin á báðum stöðunum,“ sagði
hagfræðilega sinnaður prestur á 18. öld.
Menn hafa gefið fíflinum mörg nöfn í ýmsum löndum. Danir kalla
hann Fandens mælkebötte, jx.e. mjólkurfötu fjandans. Norðmenn
kalla hann víðast Ijónstönn (lövetann), enda eru blöð sumra tegunda
hvassflipótt. Nork fíflanöfn eru líka hestablóm, gullbursti, hárkall,
kvöldsvæva o.fl. Frakkar kalla hann pissenlit og segja, að krökkum
hætti til að væta rúmið, ef þau eta xnikið af fífilblöðum seint á kvöld-
in. Enska nafnið er dandelion o.s.frv. Nöfnin er fjölmörg, jrví
að fjöldi jyjóða Jrekkir fífilinn. Fífillinn hefur verið notaður til