Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 30

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 30
124 NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN lækninga síðan á dögum Grikkja og Rómverja, rót og blöð t.a.m. gegn meltingarkvillum.*) Falleg jurt er íífillinn. Málarar hafa gert hann víðfrægan og ævintýri eru um hann sögð. Gömul matjurt er hann einnig, eins og forna nafnið ætifífill bendir til. Fífilblöð hafa frá fornu fari verið borðuð á íslandi á vorin, enda eru þau auðug af fjörefnum og góð í salöt, eða söxuð saman við skyr. Þau verða beizk mjög og oft skemmd af sveppum, þegar líður á sumarið. Franskir sjómenn fóru hér oft í fífilleit á vorin og skáru upp blaðskúfinn til matar. Frakkar, Bandaríkjamenn o.fl. þjóðir rækta blaðrík afbrigði fífils- ins í görðum. Þeir bleikja og mýkja oft blöðin með því að leggja lauf, greinar eða annað yfir til að skyggja á um tíma áður en upp- skorið er. Fífilsalat er framreitt á fínustu matsölustöðum í París og víðar. Líka má matreiða blöðin eins og grænkál og spínat, eða borða þau með bræddu smjöri, ediki og pipar. Fyrrum var gert brauð úr rótunum eftir að þær höfðu verið soðnar í mjólk. Rang- vellingar grófu þær upp vor og haust, steiktu þær á glóð og borð- uðu heitar með smjöri. Ræturnar voru einnig etnar hráar, eða soðnar í mjólk. Fífilrætur hafa verið hafðar í kaffibæti líkt og síkorírætur. Fífilblöð þykja og ágætt kanínufóður — og fé bítur þau talsvert og verður gott af. Fleiri góðar náttúrur fylgja fíflinum. Hann er líka gömul lækningajurt. „Blöðin eru góð við skyrbjúgi og útbrotum á hörundi, þau örva vallgang og þvag,“ segir í gamalli grasalækningabók. Munu kalísölt í blöðum verka á þann veg, ef mikils er neytt. Fyrr á öldum var fegurðarlyf unnið úr fíflinum, t.d. með því að sjóða hann í vatni. Upp úr þeim legi þvoðu konur sér í andliti og einkum kringum augun til húð- og augnafegurðar. —■ Skordýrin kunna vel að meta fíflahunangið og hægt er að brugga ilmandi vín úr fallegu fífilkörfunum, helzt ungum. Biðukollan var notuð til spádóma. Menn blésu snöggvast á hana og töldu svo hve mörg aldin toldu ennþá. Jafnmörg börn áttu þeir að eignast! Fífillinn flytzt með mönnum og varningi þeirra víða um lönd. Enskir útflytjendur fluttu hann með sér til Ástralíu o. fl. landa, því að þeir vildu sjá hann á grasblettunum sfnum þar, eins og heima á gamla Englandi. *) Blöð fífilsins eru kölluð hrafnablöðkur á Vestfjörðum frá fornu fari. Þótti gott að leggja nýteknar, marðar hrafnablöðkur við smásár og fleiður lil græðslu.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.