Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 129 Armarnir eru með sogskálum í einni röð, auk þess tvær raðir af þráðlaga broddum. Bolur er stuttur og pokalaga. Hausinn rennur saman við bolinn, svo að engin greinileg mörk eru þar á milli. Kápan er ílöng, lin og hlaupkennd með tveimur hliðstæðum ugg- um, sem minna á árablöð. Bleksekk og skráptungu vantar. Hjá lif- andi dýrum er liturinn gagnsær, rauðbrúnn. Við rætur sogskál- anna er dökkur blettur. Bikarsmokkurinn hefur áður fundizt á 400—3000 metra dýpi við Grænland (Jakobshöfn), í íslandshafi og millum Færeyja og Nor- egs. A.m.k einn mun hafa fundizt í Norðursjó. Lítið er vitað um lifnaðarhætti bikarsmokksins, en líklega not- ar hann uggana til sunds. Hann lifir á smáum svifkrabbadýrum, sem hann gleypir. Sá, sem veiddist hér við land, var 20 cm langur. HEIMILDARIT Bruun, A. Fr., 1945: Cephalopoda — The Zoology o£ Iceland, Vol. IV., Part 64. Muus, li. ./., 1959: Skallus, S0tænder, Blæksprutter — Danmarks Fauna, Bd. 65. SUMMARY Two new Cephalopods in Icelandic Waters by Gunnar Jónsson and Halldór Dagsson, Marine Research Institute, Reykjavík. In December 1969 two cephalopods Rossia macrosoma (Delle Chiaje) f. oweni (Ball) (Decapoda) and Cirroteuthis miilleri (Eschricht) (Octopoda) were caught at 500 m depth at 67^14'N—19°15'W.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.