Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 41

Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 135 Svona sandlag með skeljum og kuðúngum finnst ekki í Sel- tjarnarmónum og er ekki ástæða til að skýra lagið með skamm- vinnri hækkun sjávar. Ekki er heldur ástæða til að gera ráð fyrir almennu flæði inn yfir mýrina, sem mórinn var að myndast í, því slíkt hefði haft í för með sér almennara sand- og malarlag. í þess stað eru bobbar og skeljar innan um gróðurtrefjar. Tel ég því lík- legast, að um fok sé að ræða frá fjörunni, líklega að einhverju leyti inn eftir ís á tjörn eða mýri að vetri til, sbr. basaltmolann, enda hvassviðri þá mest. Mundi skeljalagið þá svara til hvassviðra- skeiðs. Þessi mór er sýnilega myndaður að baki malarkambs við strönd og hafa hér varla verið lífsskilyrði fyrir brekkubobbann (Helix hortensis), enda fann ég engin merki hans. Guðmundnr G. Bárðar- son taldi sig hafa fundið hann í þessum lögum neðst í fjörunni. Ég komst líka neðst í móinn án þess að finna nokkur ummerki bobbans. Ég verð að álíta, að um einhvern misskilning muni hafa verið að ræða hjá Guðmundi. Gat hann ekki hafa fundiðj bobba í Núpshlíðar- eða Sveifluhálsi, en efnið blandast saman, eða mis- minni komið til? LEIÐRÉTTING í grein Ævars Petersens í síðasta hefti Náttúrufr., um fuglalíf í Skógum á óshólmasvæði Héraðsvatna í Skagafirði, hefur meinleg villa slæðzt inn í töfluna á bl. 36. Þar er talin fyrst tegunda heiða- gæs (Anser brachyrhynchus), en á að vera grágæs (Anser anser). Correction In llie article by Ævar Petersen in the last number of this journal an un- fortunate error has inadvertently crept into the table on page 36. The first species listed there is lieidagæs (Anser brachyrhynchus) but this should be subtituted by grágæs (Anser anser).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.