Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 42
136 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi: Eru fæturnir eina vopn íslenzka fálkans? Á elleftu stundu. Þrjár eru aðalástæður fyrir því, að ég bið Náttúrufræðinginn fyrir eftirfarandi athuganir og minningabrot. í fyrsta lagi tel ég þau bezt geymd þar, því frá byrjun hefur hann verið mér dásamleg dægradvöl og ótæmandi náma af ýmsum fyrirbærum, sem þar er frá greint úr ríki náttúrunnar. í öðru lagi hefur þetta dregizt fyrir mér fram á síðustu stund af ástæðum, sem hér verða ekki greindar. I þriðja lagi og það, sem mest rekur á eftir, er að greina frá hin- um ólíku aðferðum, sem ég hef horft á, þegar fálkar eru á veiðum, og sömuleiðis margir vinir mínir, sem sögðu mér frá nákvæmlega sömu fyrirbærum, en þeir eru nú allir komnir úr kallfæri. En það vil ég strax taka fram — til að fyrirbyggja misskilning — að hér verður þó aðeins sagt frá árásum fálka á rjúpur, sem eru tals- vert hátt í lofti. Við þær aðstæður tel ég, að þeir sýni hámark flug- listarinnar. Ólíkar veiðiaðferðir. Margir hafa séð íslenzka fálkann slá fugla á jörðu niðri. Öllum ber saman um, hvernig sú athöfn fer fram, en við xslenzka fálkann er hér allt miðað. Þá slær hann með krepptum fótum, og nær hraði hans hámarki á því augnabliki, er hann þýtur fram yfir fugl- inn. Nákvæmlega sömu aðferð notar fálkinn, þegar hann ætlar að slá fugla á flugi. Hraði hans er mestur, þegar fluglína hans og fuglsins, sem hann gerir árás á, skerast. Ákveði fálkinn aftur á móti á síðustu stund að grípa fuglinn, hvort heldur það er á landi, vatni eða í lofti, þá gjörbreytist aðför hans. Hann hemlar, áður en hann er kominn að fuglinum, á þann hátt að slá út vængjum að vissu marki og sömuleiðis stéli. Þetta er öfugt við það, sem hann gerir,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.