Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 47

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 141 um það var aðeins vitað um eitt fálkahreiður, með þremur ung- um, í Jökursárgljúfrum síðastliðið sumar,*) og annað sumarið 1968, en hvergi annars staðar í Þingeyjarsýslum, svo öruggt væri. Aftur mátti segja, að fálkar sæjust daglega á veiðum, þegar rjúpur voru flestar, á fyrrnefndum svæðum og tíma. En óskandi væri, að fórn- fúsir náttúruunnendur fái samt tækifæri til að ná góðum kvik- myndum af þeim fyrirbærum, sem hér hefur verið lýst, af fálkum, sem gera árásir á rjúpur hátt í lofti og þjóta langt niður fyrir þær, áður en þeir beygja upp aftur. Og þá gæti einnig svo farið, að fyrir auga þeirra bæri tvo fálka, sem hefðu samvinnu á veiðum í skóg- lendi í bröttum fjallahlíðum. Annar þeirra hlassar sér niður í skóg- inn, til að reka upp rjúpu, sem komizt hefur þar til jarðar á flótt- anum. Þegar hún flýgur upp, kemur hinn fálkinn, sem beðið hef- ur hátt í lofti, niður eins og örskot og slær hana. eða grípur í klærnar. Mestur fengur væri þó í því að ná góðum myndum af þeim aðförum hans, þar sem hann slær rjúpur á flugi hátt í lofti, og fluglína hans myndar minnst fjörutíu og fimm gráða horn við fluglínu rjúpunnar. Slíkar kvikmyndir gætu einar skýrt muninn á þeim aðförum — og þeirri flugsnilli, sem þar nær hámarki — miðað við aðfarir hans við fugla á jörðu niðri eða á flugi, þar sem hann þýtur fram yfir þá á svipaðri fluglínu og fuglarnir, sem hann gerir árásina á. Fróðlegt væri það og spennandi, ef í Náttúrufræðingnum væri skýrt frá þeim árangri, sem náðst hefur á þessu sviði, með því að kvikmynda grænlenzka fálkann á rjúpnaveiðum í lofti. Því hef ég ekki kynnst sjállur, en nokkrum sinnum séð hann renna sér niður að fuglum á jörðu niðri, án þess að beita fótunum. Mér virðist hann gera það í þeim eina tilgangi að fá þá til að fljúga, á sama hátt og ég hef svo oft séð íslenzka fálkann gera við rjúpu á ber- svæði. Að síðustu er það svo ósk mín og von, að takast megi að fá fulkomnar sannanir fyrir Jrví á hvern hátt íslenzki fálkinn fær gert þá áverka, sem áður er lýst. Og ég hef aldrei getað skilið, að Jrað geri hann með fótunum einum saman. ) Þ.e. sumarið 1969. Greinin er skrifuð í fyrrahaust. Ritstj.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.