Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 48
142
NÁTTÚRUFRÆÐIN GU R 1 N N
Jóhann Þorsteinsson:
Glatað tækifæri
Um aldaraðir hafa Landeyjarnar verið alleftirsóttar sem varp-
land margra farfuglategunda, auk þess eru þær í flugleið margra
farfuglategunda og flækingar hafa oft komið þar við og dvalið þar
lengur eða skemur eftir ástæðum.
Land það, er liér kemur við sögu, er graslendi næst sjó á austur-
bakka Affallsins, er á þessum tíma var jökulvatn og átti það til
að vera viðsjált yfirferðar, ef vöxtur var í því. Þarna er landslagi
svo háttað, að næst Affallinu eru sendnar valllendisflatir með rof-
bökkum hér og þar. Víðast hvar er landið þarna hærra á árbakk-
anum, eða skammt frá honum, en þar sem hallann þrýtur tóku við
mýrarsund á milli lágxa ása, sem þarna voru kalla;ðir rimar,
t.d. Fjárhúsrimi og Stöðulrimi, svo dæmi séu nefnd.
Nú er landið óðum að breytast þarna af völdum stórfelldrar fram-
ræslu. Þar sem áður voru ótræð mýrarfen, er nú lieyjað með vinnu-
vélum.
Þessi mikla breyting á landinu hlýtur að umturna svo kjörlendi
margra varpfugla til hins verra, að þeir hætta að verpa þarna.
Á æskuárum mínum urpu á þessum slóðum margar tegundir af
fuglum, einkum voru það sund- og vaðfuglar. Flórgoðinn, sem
þarna var almennt nefndur flóðseti, var á næstum því liverri tjörn,
eitt eða fleiri pör, allt eftir stærð og lögun tjarnanna.
Mikið var þarna af stelk og hrossagauki, er ávallt var kallaður
mýrispíta þarna. Þá var töluvert af lóuþræl og jaðrakan, er þar
kallaðist jaðrikja, svo og spóa, óðinshana og lóu, en aðeins einstaka
keldusvín.
Á malareyrum Affallsins áttu sandlóa og tjaldur oft hreiður.
Mest áberandi fuglar þarna voru spói, stelkur og jaðrakan.
Þessar tegundir eru allar nokkuð hávaðasamar á varpstöðvum sín-
um.
Sá, er vel þekkir háttalag spóans, getur auðveldlega áætlað varp-