Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 135 Vitað er að P. cingulatus hefur verið hérlendis í nokkra áratugi, því margt aldrað fólk á Borgarfirði eystra man eftir lirfum þessum frá æsku og nefndi það lirfurnar hýðorma. Skýringar á því hvers vegna P. cingulatus hefur ekki fundizt áður gætu verið margar. Austfirðir eru mjög illa kannað svæði dýrafræðilega og skordýra- fræðingar, sem farið hafa þar um, hafa nær eingöngu leitað að full- orðnum dvrum, en leitað minna að lirfum, og gæti þessi tegund hafa farið fram hjá þeim, þótt stór sé, þar sem talið er, að flugan fljúgi nær eingöngu á nóttunni og einnig er möguleiki, að hún hafi haft mjög staðbundna dreifingu þar til nýlega. Lindroth (1931) nefnir nokkra fundarstaði fyrir A. zonella á núverandi útbreiðslu- svæði P. cingulatus. Getur hann flugna frá Vaglaskógi við Fnjóská, Húsavík, Goðafossi og Egilsstöðum, en Fristrup (1942) bætir við nokkrum fundarstöðum fyrir A. zonella á þessu svæði. Fundust flugur við Mývatn, í Hallormsstaðaskógi og lirfur í Mývatni, Ljósa- vatni, við Rif, í Klifatjörn hjá Kópaskeri, Baðstofutjörn suður af Víkingavatni og á Norðfirði. Það er mjög ólíklegt að P. cingulatus hefði ekki fundizt í þessum söfnunarferðum, ef hún hefur verið þar til, því sumarið 1974 fannst P. cingulatus nálægt eða á sömu stöðum, t. d. við Fnjóská, Ljósavatn, Kópasker, í Hallormsstaða- skógi, nálægt Egilsstöðum og á Norðfirði. Verður að telja líklegast að P. cingulatus hafi annað hvort borizt að Austurlandi frá Færeyjum, Skandinavíu eða Bretlandseyjum fyr- ir nokkrum áratugum og sé núna stöðugt að auka útbreiðslu sína vestur á bóginn, eða að lengra sé síðan hún barst til landsins og hafi þá haft staðbundna útbreiðslu þar til fyrir stuttu, að hún fór að dreifast um Austur- og Norðausturland. Ekki er útilokað að P. cingulatus útrými A. zonella með samkeppni úr ám og lækjum, sem P. cingulatus tekur sér bólfestu í. Það er ekki vitað til þess að þær lifi saman í ám erlendis, en þær eru stundum í nærliggjandi ám í Norðui'-Svíþjóð (Göthberg pers. uppl.). A. zonella tímgast með meyfæðingu. Hún er því lengi að aðlagast nýjum aðstæðum, t. d. þegar nýr samkeppnisaðili bætist í hópinn. I Englandi nærast lirfur P. cingulatus á laufblöðum, sem fjúka út í árnar, og á blöðum vatna- plantna, en kísilþörungar eru einnig hluti fæðunnar (Scott 1958, Elliott 1970). Kísilþörungar eru aðalfæða lirfa A. zonella (Nielsen 1943). Þar sem lítið berst af landrænum plöntuleifum út í árnar hér á landi og fáar vatnaplöntur eru í ánum, verður að teljast líklegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.