Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 14
140 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Leifur A. Símonarson, Walter L. Friedrich og Páll Imsland: Hraunafsteypur af trjám í íslenzkum tertíerlögum Elzta jarðmyndun landsins er blágrýtismyndunin, sem er hluti af víðáttumiklu blágrýtissvæði, er myndaðist við mikil eldsumbrot á Norður-Atlantshafssvæðinu á tertíer. íslenzka blágrýtismyndunin nær aðallega yfir tvö svæði, annars vegar Vestur- og Norðurland frá Hvalfirði til Bárðardals, og hins vegar Austurland frá Þistilfirði til Skeiðarársands. Þessi elzta jarðmyndun landsins er að megin- hluta gerð úr hraunlögum, einkum úr blágrýti, eins og nafnið gefur til kynna. A milli hraunlaganna eru víða misþykk millilög úr seti og gjósku. Millilög þessi eru æði forvitnileg, meðal annars af því að víða í þeim finnast steingerðar leifar gróðurs, sem óx hér á tertíer. Trjá- stofnar og blaðför, aldin og fræ ásamt smásæjum frjókornum og gróum eru sums staðar svo vel varðveitt, að greina má þau til ætt- kvísla eða jafnvel tegunda. Plöntusteingervingar eru bezt varðveitt- ir á Vestfjörðum og eru helztu fundarstaðirnir í Surtarbrandsgili við Brjánslæk, Þórishlíðarfjalli í Selárdal, Húsavíkurkleif og Trölla- tungu í Steingrímsfirði og Mókollsdal í Kollafirði í Strandasýslu. Á síðastnefnda staðnum hafa nú fyrir skemmstu fundizt steingerð skordýr, en landdýraleifar virðast mjög sjaldgæfar í millilögunum. Eins og áður gat, finnast plöntuleifar allvíða í millilögum íslenzku blágrýtismyndunarinnar, en sjálf hraunlögin geyma einnig menjar um þann gróður, sem klæddi landið á tertíer, og þegar betur er að gáð eru slíkar menjar alls ekki eins sjaldgæfar og halda mætti. Hér verður ekki farið út í neina almenna lýsingu á þeim menj- nm um lífverur, sem fundizt hafa í tertíerum hraunlögum, en vísað til greina eftir Sigurð Þórarinsson (1966) og W. L. Friederich (1968). Megintilgangur þessara skrifa er hins vegar sá, að greina frá athugunum, sem nýlega voru gerðar í Húsavíkurkleif við Stein- grímsfjörð og í Óslandi í Hornafirði, þar sem hraun hafa umlukið

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.