Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1975, Qupperneq 14

Náttúrufræðingurinn - 1975, Qupperneq 14
140 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Leifur A. Símonarson, Walter L. Friedrich og Páll Imsland: Hraunafsteypur af trjám í íslenzkum tertíerlögum Elzta jarðmyndun landsins er blágrýtismyndunin, sem er hluti af víðáttumiklu blágrýtissvæði, er myndaðist við mikil eldsumbrot á Norður-Atlantshafssvæðinu á tertíer. íslenzka blágrýtismyndunin nær aðallega yfir tvö svæði, annars vegar Vestur- og Norðurland frá Hvalfirði til Bárðardals, og hins vegar Austurland frá Þistilfirði til Skeiðarársands. Þessi elzta jarðmyndun landsins er að megin- hluta gerð úr hraunlögum, einkum úr blágrýti, eins og nafnið gefur til kynna. A milli hraunlaganna eru víða misþykk millilög úr seti og gjósku. Millilög þessi eru æði forvitnileg, meðal annars af því að víða í þeim finnast steingerðar leifar gróðurs, sem óx hér á tertíer. Trjá- stofnar og blaðför, aldin og fræ ásamt smásæjum frjókornum og gróum eru sums staðar svo vel varðveitt, að greina má þau til ætt- kvísla eða jafnvel tegunda. Plöntusteingervingar eru bezt varðveitt- ir á Vestfjörðum og eru helztu fundarstaðirnir í Surtarbrandsgili við Brjánslæk, Þórishlíðarfjalli í Selárdal, Húsavíkurkleif og Trölla- tungu í Steingrímsfirði og Mókollsdal í Kollafirði í Strandasýslu. Á síðastnefnda staðnum hafa nú fyrir skemmstu fundizt steingerð skordýr, en landdýraleifar virðast mjög sjaldgæfar í millilögunum. Eins og áður gat, finnast plöntuleifar allvíða í millilögum íslenzku blágrýtismyndunarinnar, en sjálf hraunlögin geyma einnig menjar um þann gróður, sem klæddi landið á tertíer, og þegar betur er að gáð eru slíkar menjar alls ekki eins sjaldgæfar og halda mætti. Hér verður ekki farið út í neina almenna lýsingu á þeim menj- nm um lífverur, sem fundizt hafa í tertíerum hraunlögum, en vísað til greina eftir Sigurð Þórarinsson (1966) og W. L. Friederich (1968). Megintilgangur þessara skrifa er hins vegar sá, að greina frá athugunum, sem nýlega voru gerðar í Húsavíkurkleif við Stein- grímsfjörð og í Óslandi í Hornafirði, þar sem hraun hafa umlukið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.