Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
147
4. mynd. Afsteypa af tré frá Óslandi
í Hornafirði. Greina má miðkjarna úr
þéttu basalti, en umhverfis liann eru
stuðlar og vita þeir geislastefnu út frá
miðju líkt og í bólstrabergi. — Pseudo-
morph of a tree trunk from Tertiary
flow on Ósland in Hornajjörður,
Southeast Iceland. The pillow struc-
ture is noticeable. — Teikning Páll
Imsland.
bergið varð til, og aftur í kornastærð, sem er afleiðing mishraðrar
kólnunar. Hraunið, sem rann upp að trjábolunum, hefur storknað
utan um þá og þeir síðan brunnið það hægt, á meðan hraunið
var að kólna, að holrúmin hafa ekki fallið saman. Síðan hefur
kvika troðizt inn í holrúmin og kælzt tiltölulega hratt út við vegg-
ina og myndað þar gler, sem hindrað hefur hraða storknun kvik-
unnar fyrir innan. Hún hefur því haft tíma til þess að mynda gróf-
ara berg. Næst afsteypunum er hraunið talsvert sprungið, en þegar
fjær dregur fækkar sprungum og hraunið verður heillegra. Ef til
vill á bruni trjánna og sú vatnsgufa, sem gufaði út úr þeim, sinn
þátt í þessari sprungumyndun.
Afsteypurnar í Óslandi eru með greinilegan miðkjarna úr þéttu
basalti, en umhverfis hann eru síðan stuðlar og vita þeir í geisla-
stefnu út frá honum (4. mynd). Minnir þetta mjög á bólstraberg,
enda hefur kvikan storknað á mjög svipaðan hátt.
Til þess að undirstrika enn frekar, að hér hafi raunverulega verið
um tré að ræða, er rétt að geta þess, að á einni afsteypunni í Ós-
landi má sjá grein, sem skagar um það bil 20 cm upp í hraunið frá
láréttum bolnum.
Svo virðist sem afsteypum af þessu tagi hafi ekki áður verið lýst
úr íslenzkum jarðlögum. Aftur á móti hefur Friedrich (1968 bls.
273—274) greint frá lóðréttri pípu eftir trjástofn við Grýlufoss hjá