Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 44
168 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN saman við þá kenningu, að eystra gosbeltið byrji virkni fyrir 3 mill- jónum árum síðan. Með uppruna Heklubergs í huga er hægt að styðjast við þessa mynd og gera líkan, sem byggist á deilibráðnun skorpuplötunnar. Við látum hraunlagastafla, sem myndast á vestra gosbeltinu graf- ast niður á nokkurra kílómetra dýpi jafnframt því að staflinn mjak- ast til austurs. Á um það bil 7 km dýpi er hitastig hraunlagastafl- ans nægjanlega hátt til þess að deilibráðnun geti hafist. Fyrsta kvikan, sem myndast, hefir efnasamsetningu sem hugsanlega líkist súrri Heklugjósku. Þessi kvika leitar upp en storknar fljótlega aftur án þess að ná til yfirborðsins. Þannig safnast kísilrík innskot fyrir í plötunni á ákveðnu dýptarbili, þar sem hitastig er jafnt og aðeins undir bræðslumarki súru kvikunnar. Þegar skorpuplatan berst inn yfir eystra gosbeltið færast jafnhitaferlarnir nær yfirborði, kísilríku innskotin bráðna á ný og gjósa upp á yfirborðið. Líkanið gefur til kynna að súr eldvirkni verði einkum á vestur- jaðri eystra gosbeltisins. Strax og rásir hafa myndast til yfirborðs frá ákveðnum skorpuhluta tæmist súra kvikan út á tiltölulega skömmum tíma, en áframhaldandi deilibráðnun getur leitt til myndunar ísúrrar kviku. Þessi mynd er í góðu samræmi við gossögu Heklu. í upphafi mun Hekla hafa gosið hlutfallslega mun meiru af súrri gjósku en ísúrum hraunum. Nú eru ísúru hraunin algengust. Hekla liggur á vestur- jaðri eystra gosbeltisins, en austar liggja eldfjöll sem hafa gosið kísilríku bergi fyrr á tímum en eru sennilega útdauð nú. Þetta líkan ber að taka með mikilli varúð. Hugmyndir um deilibráðnun jarðskorpunnar undir Islandi eru reikular og byggð- ar á tilraunum, sem voru gerðar við allt aðrar aðstæður en þær, sem eru fyrir hendi í Heklurótum. Ástæðan til þess að líkan þetta er sett fram til umhugsunar er sú fyrst og fremst, að fyrri kenn- ingar um kristaldiffrun eiga við erfiðleika að etja, sem hverfa að einhverju leyti ef reynt er að skýra samsetningu Heklubergs á grundvelli deilibráðnunar. Enda þótt eitthvað hafi skýrst við þessa skoðun á bergtegundum Heklu eru þó enn ekki öll kurl komin til grafar. Efnagreiningar voru allar framkvæmdar af Nielsi Óskarssyni og kann ég honum miklar þakkir fyrir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.