Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 44
168 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN saman við þá kenningu, að eystra gosbeltið byrji virkni fyrir 3 mill- jónum árum síðan. Með uppruna Heklubergs í huga er hægt að styðjast við þessa mynd og gera líkan, sem byggist á deilibráðnun skorpuplötunnar. Við látum hraunlagastafla, sem myndast á vestra gosbeltinu graf- ast niður á nokkurra kílómetra dýpi jafnframt því að staflinn mjak- ast til austurs. Á um það bil 7 km dýpi er hitastig hraunlagastafl- ans nægjanlega hátt til þess að deilibráðnun geti hafist. Fyrsta kvikan, sem myndast, hefir efnasamsetningu sem hugsanlega líkist súrri Heklugjósku. Þessi kvika leitar upp en storknar fljótlega aftur án þess að ná til yfirborðsins. Þannig safnast kísilrík innskot fyrir í plötunni á ákveðnu dýptarbili, þar sem hitastig er jafnt og aðeins undir bræðslumarki súru kvikunnar. Þegar skorpuplatan berst inn yfir eystra gosbeltið færast jafnhitaferlarnir nær yfirborði, kísilríku innskotin bráðna á ný og gjósa upp á yfirborðið. Líkanið gefur til kynna að súr eldvirkni verði einkum á vestur- jaðri eystra gosbeltisins. Strax og rásir hafa myndast til yfirborðs frá ákveðnum skorpuhluta tæmist súra kvikan út á tiltölulega skömmum tíma, en áframhaldandi deilibráðnun getur leitt til myndunar ísúrrar kviku. Þessi mynd er í góðu samræmi við gossögu Heklu. í upphafi mun Hekla hafa gosið hlutfallslega mun meiru af súrri gjósku en ísúrum hraunum. Nú eru ísúru hraunin algengust. Hekla liggur á vestur- jaðri eystra gosbeltisins, en austar liggja eldfjöll sem hafa gosið kísilríku bergi fyrr á tímum en eru sennilega útdauð nú. Þetta líkan ber að taka með mikilli varúð. Hugmyndir um deilibráðnun jarðskorpunnar undir Islandi eru reikular og byggð- ar á tilraunum, sem voru gerðar við allt aðrar aðstæður en þær, sem eru fyrir hendi í Heklurótum. Ástæðan til þess að líkan þetta er sett fram til umhugsunar er sú fyrst og fremst, að fyrri kenn- ingar um kristaldiffrun eiga við erfiðleika að etja, sem hverfa að einhverju leyti ef reynt er að skýra samsetningu Heklubergs á grundvelli deilibráðnunar. Enda þótt eitthvað hafi skýrst við þessa skoðun á bergtegundum Heklu eru þó enn ekki öll kurl komin til grafar. Efnagreiningar voru allar framkvæmdar af Nielsi Óskarssyni og kann ég honum miklar þakkir fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.