Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 53

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 53
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 177 Sumarið 1966 voru helstu breytingar orðnar þær, að gróðurinn var orðinn þéttari surns staðar. Einkum myndaði sauðlaukur þéttar smábreiður. Ekki liggja þó fyrir neinar talningar á gróðurþéttleika, og enn voru allstórir blettir nær gróðurlausir. Hnúskakrækill var nú orðinn minna áberandi. Þegar nær dregur að hinu nýja vatnsborði verður gróðurinn mjög gisinn. Auk áðurnefndrar þéttleikaathugunar var talið á þremur stöðum mn eða neðan við hæsta vatnsyfirborð. Reyndist þéttleik- inn þar 8,19 og 13 pl/m2, aðallega mýrasauðlaukur og lindasef. Á sex af fimmtán athugunarstöðum, senr hærra lágu, reyndist þétt- leikinn 22 pl/m2 eða minna. Auk þeirra tegunda, sem áður getur, hefur skriðlíngresi (Agrostis stolonifera) víða fest rætur, en livergi mikið, og í þúfum þeinr, sem myndast liafa, má finna nokkrar fleiri tegundir (1964—1966). Lýsing sú, sem hér hefur verið gefin, nær aðallega til vesturhluta vatnsbotnsins, senr er hallalítill. Er hallinn þar um 1:250. Að sunn- anverðu er botninn hallameiri og því nrjórra belti komið á þurrt. Má þar tilgreina eftirtalin gróðurbelti eftir aðaltegundinni: I. Hrafnafífa, II. Mýrasef, III. Lindasef, IV. Gróðurlítið. Ekki var gerð nema lausleg athugun á þessum beltum. Hrafna- fífubeltið er nreð sönru einkennum og áður getur. E. t. v. mætti þó tala um sérstakt gróðurbelti næst bakkanum þar senr klófífa er ríkjandi og þurrlendistegundir hafa fest rætur. Inn á milli fífu- breiðanna kvíslast lægðir svipaðar að flatarmáli, þar sem seftegund- irnar báðar eru ríkjandi. Mýrasefsbeltið einkennist af mýrasefs- þúfunr, sem eru allþéttar og þekja um helming yfirborðsins. Auk þess vaxa þar þær tegundir, senr einkenna lægri lrluta vatnsbotns- ins. Lindasefsbeltið er hallamest og algrænt yfir að líta, og þar er mjög lítið um aðrar tegundir. Þéttleiki gróðurs er þó mjög lítill þar. í fjórða beltinu sjást aðeins stöku plöntur af sauðlauk, linda- sefi og mýrasefi á stangli. Mixrna ber á sauðlauk og íraflagrasi á þessum hluta vatirsbotirsins eir að vestanverðu. Breidd beltanna var mæld í ágústlok árið 1966 á einum stað, þar sem beltaskiptingiir er hvað greinilegust. Var fífubeltið þar 26 m á breidd, mýrasefsbeltið 18 m, lindasefsbeltið 16 m, en þaðair að vatnsboi'ði voru þá um 35 m. Þessi hluti vatirsbotnsins er ekki friðaður fyrir ágangi búfjár. Bíst sefið vel af fénaði og líklega eiirnig sauðlaukurinn. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.