Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 58

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 58
182 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 5. mynd. Gróður við suðurbakka Vatnshamravatns. (Ljósm. H. B., 1966). Næst bakkanum er belti, þar sem hrafnafífa vex í breiðum, en í lægðunum á milli og utan hrafnafífubeltisins er gróðurinn gisinn og mýrasef og lindasef aðaltegund- irnar. Vatnsbotninn er hér liallameiri og gróður með öðrum svip en við vestur- bakkann, sem sést fjær á myndinni. en vallarsveifgras virtist horfið. Skriðlíngresi var orðið allútbreitt, og hálmgresi og fjallapuntur höfðu náð góðri fótfestu. Hrafnafífa var algeng, þar sem heilgrös mynduðu ekki gróðurþekju. Ýmsar aðrar tegundir, svo sem vatnsnarfagras, naflagras, sauðlaukur og sef, höfðu hopað til muna. Sumarið 1974 heldur vallarfoxgrasið enn velli, en hefur ekki breiðst út. Gulstör, sem enn var sjaldséð 1969, hefur nú náð verulegri útbreiðslu. Tvær tegundir, sem ekki er getið um í fyrri athugunum, lokasjóður (Rhinanlhus minor) og vallhæra (Luzula multijlora), eru nú orðnar alláberandi. Aðrar tegundir, sem ekki hafa verið skráðar áður, eru: skarifífill (Leonlodon autum- nalis), hvítmaðra (Galium pumilum), túnsúra (Rumex acetosa) og snarrótarpuntur (Deschampsia caespitosa).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.