Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 62

Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 62
180 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Jón Jónsson: Sandfellsklofagígir og Hraunhóll Vestan við norðurendann á Sveifluhálsi gengur dálítill dalur til suðurs. Hann er að nokkru leyti myndaður við misgengi og má vel greina sprungurnar vestan megin dalsins þar, sem þær hafa náð að brjóta hraun, sem runnin eru á nútíma. Austan megin dalsins er móberg, sem mjög heiur veðrast og er því erfiðara að greina sprung- urnar þar. Dalur þessi heitir Sandfellsklofi og tekur nafn af mó- bergshnúk, sem raunar að nokkru er með grágrýtisþekju og er vest- an megin dalsins syðst. Á þessu svæði og raunar víða á Reykjanesskaga má sjá hversu náið samband er milli sprungumyndana og eldvirkni því syðst í Sandfellsklofa og þar suður af hefur gos orðið á sprungu, vafalaust þeirri sömu, sem átti sinn hlut í myndun dalsins. Nyrstu gígirnir tveir eru í brekkunni fyrir stafni dalsins og hef ég því nefnt gíga- röðina í heild Sandfellsklofagígi, en um nafn á þeim er mér ekki kunnugt og ekki eru þeir merktir á neinu korti fram að þessu. Engum efa er bundið, að megin hraunrennslið hefur verið úr þessum nyrstu gígum, enda eru þeir á þeim hluta gígaraðarinnar, sem lægst liggur. Þaðan hefur hraunið runnið norður dalinn og þekur dalbotninn hlíða milli. Hafa þar myndast hrauntraðir mikl- ar, sem nú eru að mestu sandorpnar, en sem þó má rekja norður eftir öllum Sandfellsklofa. Þar sem sandur hefur nýlega verið tek- inn úr hrauntröðunum kemur í ljós, að þær hafa verið óvenjulega djúpar. Nyrsti hluti þeirra og þar með hraunið sjálft hverfur inn undir Kapelluhraun vestur af Vatnsskarði. Suður af Sandfellsklofa eru gosstöðvarnar vestan í Sveifluhálsi og þar hafa gígir hlaðist upp utan í móberginu. Vestan við gígina er móbergið á köflum brynjað hrauni, sem fallið hefur í þrem foss- um frá gígnum og niður á sléttuna vestan við hálsinn, en ekki verður það rakið úr því, vegna þess að sandur hylur nú það svæði að mestu. Ljóst er hins vegar, að það hefur ekki runnið norður af meðfram Sveifmhálsi. Hraunrennsli virðist hafa verið mjög lítið

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.