Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 62

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 62
180 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Jón Jónsson: Sandfellsklofagígir og Hraunhóll Vestan við norðurendann á Sveifluhálsi gengur dálítill dalur til suðurs. Hann er að nokkru leyti myndaður við misgengi og má vel greina sprungurnar vestan megin dalsins þar, sem þær hafa náð að brjóta hraun, sem runnin eru á nútíma. Austan megin dalsins er móberg, sem mjög heiur veðrast og er því erfiðara að greina sprung- urnar þar. Dalur þessi heitir Sandfellsklofi og tekur nafn af mó- bergshnúk, sem raunar að nokkru er með grágrýtisþekju og er vest- an megin dalsins syðst. Á þessu svæði og raunar víða á Reykjanesskaga má sjá hversu náið samband er milli sprungumyndana og eldvirkni því syðst í Sandfellsklofa og þar suður af hefur gos orðið á sprungu, vafalaust þeirri sömu, sem átti sinn hlut í myndun dalsins. Nyrstu gígirnir tveir eru í brekkunni fyrir stafni dalsins og hef ég því nefnt gíga- röðina í heild Sandfellsklofagígi, en um nafn á þeim er mér ekki kunnugt og ekki eru þeir merktir á neinu korti fram að þessu. Engum efa er bundið, að megin hraunrennslið hefur verið úr þessum nyrstu gígum, enda eru þeir á þeim hluta gígaraðarinnar, sem lægst liggur. Þaðan hefur hraunið runnið norður dalinn og þekur dalbotninn hlíða milli. Hafa þar myndast hrauntraðir mikl- ar, sem nú eru að mestu sandorpnar, en sem þó má rekja norður eftir öllum Sandfellsklofa. Þar sem sandur hefur nýlega verið tek- inn úr hrauntröðunum kemur í ljós, að þær hafa verið óvenjulega djúpar. Nyrsti hluti þeirra og þar með hraunið sjálft hverfur inn undir Kapelluhraun vestur af Vatnsskarði. Suður af Sandfellsklofa eru gosstöðvarnar vestan í Sveifluhálsi og þar hafa gígir hlaðist upp utan í móberginu. Vestan við gígina er móbergið á köflum brynjað hrauni, sem fallið hefur í þrem foss- um frá gígnum og niður á sléttuna vestan við hálsinn, en ekki verður það rakið úr því, vegna þess að sandur hylur nú það svæði að mestu. Ljóst er hins vegar, að það hefur ekki runnið norður af meðfram Sveifmhálsi. Hraunrennsli virðist hafa verið mjög lítið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.