Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 13
7. mynd. Sœdjöfulshrygna með áfastan hæng á kviðnum. Hrygnan er 119 cm löng. Ljósm.
Halldór Dagsson.
en kynkirtlar og þeffæri. Vöxtur stöðvast
t.d. fljótlega hjá langflestum kjaftagelgju-
hængum og þeir eru yfírleitt agnarsmáir.
Lúsíferahængar cru þannig um einn tíundi
af lengd hrygna, þ.e. 4-5 cm langir á móti
40-50 cm löngum hrygnum. Að þyngd til
getur munurinn orðið allt að fimm-
þúsundfaldur, þ.e. 0,8 g á móti 4000 g.
Sviljasekkir hænga vaxa aftur á móti
mikið og fylla nær allt kviðarholið við
kynþroska. Enda má segja að eina hlutverk
hænganna sé að frjóvga egg hrygnanna.
Hjá sumum tegundum kjaftagelgna, t.d.
sædjöflinum, gengur þetta hlutskipti
hænganna svo langt að þeir lifa áfastir
hrygnunni nær alla ævina (7. mynd).
Aðlögun hænga að slíku lífl felur m.a. í sér
að þeir bíta sig fasta við hrygnuna með
sérstökum griptönnum sem eru einu tennur
þeirra. Jafnframt gróa vefír kynjanna
saman þannig að blóðrásin verður sam-
eiginleg. Meltingarvegur hænga sem haga
sér þannig hverfur einnig og þeir þiggja
alla næringu frá hrygnunni. Augu
hænganna eru jafnframt engin, enda er
erfítt að koma auga á hlutverk sjónar við
lifnað af þessu tagi.
Hængar lúsífers eru öllu sjálfstæðari og
ekki eins sérhæfðir og hængar sædjöfuls-
ins. Lúsíferahængamir lifa „frjálsir", éta
upp á eigin spýtur og verða að fínna sér
maka af eigin rammleik þegar sá gállinn er
á þeim. En til að æxlast þarf hrygnan einn-
ig að vera reiðubúin. Ekki er talið að
lúsíferinn styðjist mikið við sjón í æxlun-
inni frekar en aðrar kjaftagelgjur. Helst er
talið að hrygnan seyti kynæsandi lyktar-
efni út í sjóinn, sem gefi til kynna að hún
sé tilbúin að æxlast, og að hængurinn nemi
boðin með einstaklega þefnæmum nösum.
Þetta er m.a. byggt á athugunum á þeffær-
um lúsíferahænga, en þau eru fyrirferðar-
mikil og vel þroskuð (Bertelsen 1951).
Hin nánu kynni hænga og hrygna meðal
margra kjaftagelgna, sem réttara er að
kalla samlíf en sníkjulíf, svo og dverg-
vöxtur hænganna, á sér ekki hliðstæðu
meðal annarra hryggdýra á jörðinni.
Óneitanlega leitar á hugann i þessu
sambandi að náttúmvalið feli í sér „full-
komnar lausnir“, eða hvemig er hægt að
hugsa sér betri lausn á „samlífsvandamáli“
kynjanna við hinar sérstöku kringum-
stæður sem kjaftagelgjumar búa við í
undirdjúpunum? Hugsið ykkur t.d. hvemig
það væri að leita að maka í svartamyrkri á
svæði þar sem að jafnaði má búast við
einum einstaklingi á hverjum eitt hundrað
ferkílómetrum! En svo má heimfæra
mældan þéttleika á lúsíferum í úthafs-
175