Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 39
6. mynd. Kort af sviði þessarar sögu. Örvarnar sýna leið herflugvélarinnar (Smith 1956).
■ eftirmáli
Eftir að Smith sótti bláfískinn til Kómor-
eyja upphófst mikil áróðursherferð gegn
honum í frönskum blöðum. Hann var kall-
aður ræningi sem fært hefði á brott fransk-
an þjóðardýrgrip og þess var krafíst að
fiskinum yrði skilað til réttmæts eiganda,
frönsku þjóðarinnar. Smith bauðst til að
afhenda frönskum fiskifræðingum næsta
bláfísk sem næðist í franskri landhelgi og
fól Hunt að annast það. Frakkar svöruðu
með því að banna Smith og raunar öllum
útlendingum að leita bláfíska við Kómor-
eyjar. Frakkar fengu þar síðan allmarga
bláfíska. Hinn fyrsti veiddist í september
1953 við Anjouaney, á sömu slóðum og
fiskurinn sem Hunt keypti fyrir Smith.
Nú er ljóst að náttúrleg heimkynni þess-
ara físka eru hafíð kringum Kómoreyja-
klasann. Rúmlega 150 bláfískar höfðu
veiðst þar þegar yngsta heimild mín var
skráð (Pough o.fl. 1989) og sjálfsagt hafa
allmargir bæst við síðan. Fiskamir vom frá
80 cm til liðlega tveggja metra langir og
vógu 13 til 80 kg. Þeir náðust flestir á 260
til 300 metra dýpi, nærri hrjúfum botni.
Sitthvað hefur komið í ljós um líkamsgerð
þeirra en margt er enn á huldu um lífs-
hættina. Nýlega fékkst staðfest að þeir
eignast lifandi unga.
Árið 1987 fóru þýskir fiskifræðingar í
köfunarhylki niður með strönd Grande
Comore, einnar af Kómoreyjum, og náðu
myndum af bláfískum á 180 metra dýpi.
Gagnstætt því sem margir höfðu haldið
gengu þeir ekki á botninum á fótlaga ugg-
um en beittu þeim á sundi i sama takti og
201