Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 21
hann enn í dag sá íslendingur sem oftast er
vitnað til þegar ijallað er um þessi fræði.
Ekki leikur vafí á að Ólafur var gjör-
kunnugur rannsóknum Jakobs Líndal og
má að mörgu leyti kalla Ólaf sporgöngu-
mann Jakobs í þessum fræðum. Þá sýnist
mér að Sigurður Þórarinsson hafí mjög
orðið til að hvetja og styrkja Ólaf í rann-
sóknum á berghlaupunum og í að koma
þeim á framfæri.
GrJÓTJÖKLAR NEFNDIR TIL SÖGUNNAR
Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur
fjallaði um Berghlaup Ólafs Jónssonar í
tímaritinu Týli 1980, tæplega fjórum árum
eftir að bókin kom út. Helgi nefnir meðal
annars að honum fmnist þar „nokkuð á
skorta að næg grein sé gerð fyrir mismun
(eða skyldleika) berghlaupa við ýmis
önnur skriðfyrirbæri, einkum hina svo-
nefndu grjótjökla, sem algengir eru í dal-
botnum og skálum í fjallahlíðum norðan-
lands.“ Helgi segir einnig „mér fínnst
Ólafur veigra sér við að ræða þetta fyrir-
bæri, sem stafar líklega af því að hann
hefúr ekki haft tök á að kanna þau að
gagni. Mín skoðun er sú að flestar jökul-
skálar séu að uppruna berghlaupsskálar, en
síðan hafí jöklar sest að i þeim og um-
myndað framhlaupsefnið."
Guðmundur Kjartansson
Á áratugnum frá 1960-1970 gaf Menn-
ingarsjóður út jarðfræðikort í mælikvarða
1:250.000 eftir Guðmund Kjartansson
jarðfræðing. Ná kortin yfír suður- og vest-
urhluta landsins. Á þessum kortum er
sýndur mikill ljöldi berghlaupa og eru
flest þeirra á blágrýtissvæðum landsins.
Eftirtektarvert er að bera saman loftmynd-
ir og ofangreind jarðfræðikort þar sem
mjög mörg berghlaup (urðartungur með
sambærileg skriðform) er að sjá á loft-
myndum umfram það sem Guðmundur
hefúr sett á jarðfræðikort sín.
Saga bergs og lands
Árið 1968 kom út bókin Jarðfrœði, saga
bergs og lands eftir Þorleif Einarsson og er
það rit sú „móðurmjólk“ sem flestir hafa
(1954) á myndun berghlaupa á blágrýtis-
svœðunum.
íslenskir jarðfræðingar hafa drukkið frá
því er hún kom út enda tók hún langt fram
öðrum ritum sem komið höfðu út um
almenna jarðfræði á íslensku og gerir
líklega enn. I umræddri bók gerir Þorleifur
berghlaupum góð skil og notar þar
m.a. skýringarmynd sem Sigurður Þór-
arinsson hafði birt í grein sinni árið 1954
(5. mynd).
í bók Þorleifs segir: „Bergskriður nefn-
ast samvöðlaðir haugar af brotnu og möl-
uðu bergi, sem myndast hafa þegar heilar
fjalla- eða hamrahliðar hrundu fram í einu
vetfangi." I framhaldi af þessu er að finna
nánari lýsingu á hvemig þessi fyrirbæri
verða til og nefnd dæmi um nokkur slík.
Ekki þarf að efa að bergskriður Þorleifs
eru sama fyrirbæri og það sem Ólafur
Jónsson nefnir berghlaup.
183