Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 60
2. tafla. Helstu einkenni gjóskugíganna. - Some characteristic features of the Vatnsfell
and Karl tuff-cones.
Einkenni Vatnsfellsgígur Karlsgígur
Fjarlægð frá ströndu Við íjöruborð 500 m
Sjávardýpi v. gosrás < 20 m 20-40 m
Þvermál gígs 650 m 1600 m
Hæð gígs (áætluð) Um 60 m Um 150 m
Halli laga 0-18° » Oreglulegur 2)
Lagskipting Bylgjulaga/regluleg Regluleg
Komagerð Basaltgler, gjall og bergbrot Basaltgler
Kornastærð gjósku Mjög breytileg, 0,1-8,0 mm Fremur einsleit,
Bygging (meðalkomastærð) Gróf lög i efri hluta gígsins, 0,15-3,0 mm Öskubaunir og hörð lög
gjall efst Halli fer vaxandi upp á við í gígrimanum 2)Vegna mikils rofs áberandi
gert ráð fyrir að áðurnefnd hlutföll gildi.
Hefur Vatnsfellsgígurinn samkvæmt því
verið um 60 m hár en Karlsgígurinn um
150 m hár. Hafa ber í huga að hæð gíganna
ræðst mjög af aðstæðum á gosstað, s.s.
sjávardýpi og aðgangi sjávar að gosrás.
Telja verður líklegt að hæð gíganna hafí
verið nokkru minni en tölurnar gefa til
kynna þar sem gígamir mynduðust á
minna en 40 m dýpi og að sundrun kvik-
unnar með tilheyrandi gufusprengingum
hafi því orðið mjög nærri yfirborði. Háir
gígrimar hlaðast tæplega upp við þær
aðstæður. I 2. töflu eru dregin saman
helstu einkenni gíganna tveggja.
Upphleðsla Vatnsfellsgígsins
Með nákvæmri könnun á byggingu gíg-
anna og textúr gjóskunnar, þ.e. kornastærð
og kornagerð, var unnt að gera grein fyrir
upphleðslu þeirra og þróun.
Gígrima Vatnsfellsgígsins má skipta í
tvennt út frá ásýnd og gerð gjóskunnar.
Neðri hlutinn er mjög flnkoma og fínlag-
skiptur og er bylgjulaga lagskipting (sand-
wave bedding) einkennandi. I efri hlutan-
um eru gróf lög með miklu gjalli og berg-
brotum mest áberandi. Efsta lag gígrimans
er úr gjalli (snið 4 á 8. mynd). Breyti-
leikinn sem fram kemur í Vatnsfells-
gígnum bendir til að gosrásin hafi smám
saman einangrast frá sjó eftir því sem á
gosið leið og hættir gossins því breyst.
Bylgjulaga lagskipting og mjög fínkoma
gjóska í neðri hluta gígsins bendir til að
sundmn kvikunnar hafi verið í hámarki og
að gjóskan hafi flust frá gosmiðju í gust-
hlaupum (base surge). í slíkum hlaupum
berst gjóska í iðustreymi með jörðu út frá
gosmiðju og myndar þunn, fínlagskipt lög
þegar hún sest til (Cas & Wright 1987).
Mikið magn bergbrota og gjalls í efri hluta
gígrimans gefur til kynna að gjóskan þar
sé að stórum hluta loftborin, hafi fallið úr
gosmekki og gosstrók. Gjallið efst í gíg-
rimanum bendir til að í lok gossins hafi
strombólsk virkni0 með gjallmyndun verið
ráðandi. Sjór hefur þá ekki lengur átt
greiðan aðgang að gosrásinni.
Ekki er útilokað að hraun hafi runnið frá
Vatnsfellsgígnum í lok gossins. Dálítil
hraunspilda sem tengst gæti gígnum kem-
ur fram í flæðarmálinu þegar lágsjávað er,
en tengslin eru óljós vegna fjöruurðarinn-
ar. Gjóskulag frá Vatnsfellsgígnum er ekki
11 Strombólsk gosvirkni cinkcnnist af kvikustróka-
virkni þar sem gjallmyndun cr ráðandi, yfirleitt sam-
hliða hraunrennsli. Gjallgígar eru einkennandi gíg-
gerð. Útbreiðsla gjósku í strombólskum eldgosum,
gjalls og klepra, er ávallt meiri en í hawaiískum
gosum. Vel þekkt dæmi um þessa gosgerð er Heima-
eyjargosið 1973.
222