Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 4
1995 - Náttúruverndarár Evrópu
í leiðara síðasta heftis Náttúrufræðingsins
gat ritstjóri þess að um 1970 hefðu raddir
um að mannkynið væri á hættulegri braut í
umgengni sinni við náttúruna gerst
háværari en verið hafði frá stríðslokum. Á
þessum árum var Evrópuráðið að stíga sín
fyrstu skref og nýbúið að stofna sérstaka
upplýsingamiðstöð á sviði umhverfís- og
náttúruvemdarmála (Centre Naturopa).
Hlutverk hennar er að miðla upplýsingum
um umhverfísmál, náttúmna og vemdun
hennar, milli aðildarlandanna.
Árið 1970 stóð Evrópuráðið fyrir sínu
fyrsta kynningarátaki á sviði umhverfís-
og náttúruvemdarmála undir nafninu
Náttúmvemdarár Evrópu 1970. Megin-
tilgangurinn var, eins og Eyþór Einarsson
greindi frá í Árbók Ferðafélags Islands
1970 „...að glæða skilning fólks á þeirri
staðreynd, að maðurinn sjálfur, þrátt
fyrir allan sinn mikilleik og tæknimátt,
er aðeins hluti af náttúrunni á hverjum
stað...“. Umræðan um hnignun um-
hverfisins í Evrópu, mengunina, hnignun
skóga, fækkun dýra, útrýmingu tegunda og
sívaxandi úrgang, náði loksins út fýrir hóp
„sérviturra náttúmvemdarsinna“ til stjóm-
málamanna og inn á vettvang alheims-
stjómmála. Á þessum ámm var talið að
auk þess að draga úr verstu menguninni
myndi nægja að taka frá landsvæði sem
þjóðgarða, friðlönd eða náttúmvætti
til þess að vemda og viðhalda tegundum
plantna og dýra og að þar fyrir
utan mættum við nánast haga okkur að
vild.
I tilefni þess að nú em 25 ár liðin frá
fyrsta kynningarátakinu á sviði náttúm-
vemdar ákvað Evrópuráðið að standa á ný
fyrir Náttúmvemdarári Evrópu 1995. Til-
gangurinn er sem fyrr að opna augu fólks
fyrir því að við þurfum að vemda um-
hverfíð og náttúr-
una. Megináhersl-
an nú er hins vegar
lögð á það að ekki
er nægjanlegt að
vemda náttúmna á
ákveðnum friðlýst-
um svæðum heldur
þurfum við einnig
að gera það utan
þeirra, í okkar nán-
asta umhverfi og nágrenni byggðar.
Vemdun náttúrunnar byggist fyrst og
fremst á skilningi og þekkingu á náttúr-
unni, vistkerfum og ferlum náttúmnnar og
því að fólk geri sér grein fyrir samhengi
gjörða sinna og áhrifum þeirra á náttúruna.
Gmndvöllur þess að almenningur öðlist
skilning á þessu er að hann fái fræðslu á
þessu sviði og að upplýsingar og niður-
stöður rannsókna vísindamanna séu að-
gengilegar almenningi á auðskiljanlegu
formi.
1 tilefni Náttúruvemdarárs Evrópu 1995
hvet ég vísindamenn og aðra sem starfa á
sviði umhverfismála að leggja á þessu ári
sérstaka áherslu á að veita almenningi
fræðslu um umhverfið, náttúruna og
mikilvægi umhverfis- og náttúruvemdar.
Höfum í huga að þekking leiðir til
virðingar og virðing til vemdunar.
Hyggjum að framtíðinni - hlúum að
náttúrunni.
Sigurður Á. Þráinsson
Höfundur er deildarstjóri Náttúrufræði- og vís-
indadeildar í umhverfisráðuneytinu. Hann er
fulltrúi Islands í undirbúningsnefnd Evrópu-
ráðsins fyrir Náttúruvemdarár Evrópu 1995 og
í stjórnarnefnd náttúruvemdamefndar ársins.
166