Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 66

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 66
virkir. Rannsóknir á Reykjaneshrygg hafa leitt í ljós að hann er samsettur úr ská- stígum hryggjum, byggðum úr gosbergi, sem líkja má við eldstöðvakerfi á Reykja- nesskaga (Sveinn Jakobsson o.fl. 1978). A næsta goshrygg sunnan Reykjaneskerfís- ins trónir nú Eldey. I annálum, við árið 1210/11, er sagt að Sörli Kolsson hafí fundið “Eldeyjar hinar nýju en að hinar hafí horfíð er áður stóðu” (stílfærsla höfundar). Alls er óvíst hvort eða hvemig þessi frásögn tengist þeirri Eldey sem við sjáum í dag, en ekkert útilokar þó að hún sé frá þessum tíma. Til Reykjaneselda hafa verið heimfærð fjögur hraun auk Yngra-Stampahraunsins, sem em: Klofningshraun, Eldvarpahraun, Illahraun og Amarseturshraun, talin frá vestri til austurs (Haukur Jóhannesson 1989, Sigmundur Einarsson og Haukur Jóhannesson 1989). Hvila þau öll næst ofan á miðaldalaginu, frá árinu 1226, og em í ljósi þess talin frá sama tíma (Haukur Jóhannesson 1989). Með í þennan flokk hefur Tjaldstaðagjárhraun á Reykja- nesi jafnan verið tekið en athuganir höf- undar sýna að þar sé um forsögulegt hraun að ræða (Magnús A. Sigurgeirsson 1992a). Aldursafstaða hraunanna bendir til að í Reykjaneseldum hafí hraunrennsli byrjað á Reykjanesi, með myndun Yngra- Stampahraunsins, en síðan færst til austurs eftir því sem á eldana leið. Um framgang Reykjaneselda er enn margt óljóst og frekari athugana þörf áður en heildstæð mynd fæst. Lokaorð I greininni hefur verið dregið saman allt það helsta sem vitað er um Yngra-Stampa- gosið á Reykjanesi til þessa, hætti gossins, gerð gosefna og framgang. Þó að Yngra- Stampagosið verði seint talið til meiri- háttar hamfara er ljóst að um er að ræða lærdómsríkt og sérstætt gos að mörgu leyti. Felst sérstaða þess einkum í legu gosspmngunnar, bæði á landi og í sjó, og þeim fjölbreytileika í gosháttum sem af þvi skapaðist. Endurspeglast þetta vel í gerð og samsetningu gosefnanna. Yngra- Stampagosið er yngst gosa af þessari gerð á Reykjanesi og jafnframt það sem aðgengilegast er til rannsókna. Mikilvægt hlýtur að teljast að þekkja eðli og hætti eldvirkninnar á Reykjanesi vegna hinnar ört vaxandi byggðar og umsvifa manna á Suðumesjum. Víst má telja að komi upp hraun á Reykjanesi í náinni framtíð verða mannvirki þar i verulegri hættu og af gjóskugosi við ströndina getur, auk tjóns á mannvirkjum, orðið vemleg röskun á sam- göngum í lofti, á landi og sjó. Er tjóna- hætta (vá) af eldgosum mjög háð fram- gangi þeirra og háttum, þannig að mikil- vægt er að hafa sem besta vitneskju um gossögu viðkomandi svæðis eigi að bregð- ast rétt við. Minnt skal á að Yngra- Stampagosið var einungis einn þáttur af mörgum í langvarandi eldum, Reykjanes- eldum 1211-1240, sem tóku til alls vestan- verðs Reykjanesskaga. Sambærilegir eldar vom einnig í gangi á Reykjanesskaga á 10. öld, í Brennisteinsíjöllum austast á skag- anum, og á 12. öld urðu Krísuvíkureldar um miðhluta skagans (Sigmundur Einars- son o.fl. 1992). Eru Reykjaneseldar því hinir þriðju í röðinni frá landnámi. Brýnt er að menn séu vel meðvitaðir um þá vá sem af eldgosum stafar á Reykjanesskaga. ■ heimildir Biskupasögur I 1858. Hið íslenska bókmennta- félag, Kaupmannahöfn, 952 bls. Cas R.A.F. & J.V. Wright 1987. Volcanic Successions, modem and ancient. Allan & Unvin, London, 528 bls. Fisher R.V. & H.-U. Schmincke 1984. Pyro- clastic Rocks. Springer-Verlag Berlin, 472 bls. Guðrún Larsen 1984. Recent volcanic history of the Veidivötn físsure swarm, southem Iceland - an approach to volcanic risk as- sessment. J. Volcanol. Geotherm. Res. 22. 33-58. Haukur Jóhannesson 1989. Jarðfræði Reykja- nesskaga. I Náttúmfar á sunnanverðum Reykjanesskaga (ritstj. Kristbjöm Egilsson). Náttúrufræðistofnun íslands, Reykjavík. Bls. 13-22. Haukur Jóhannesson 1990. Afdrifarík eldgos. I 228

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.