Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 37
4. mynd. Einu sinni voru DC3-flugvélar, eins og sú sem send var eftir bláfiskinum til
Dzaoudzi, með algengustu flutninga- og farþegaflugvélum. Myndin sýnir Gunnfaxa, DC3-
vél Flugfélags íslands, á Akureyrarflug\’elli en hún var notuð í innanlandsflugi til 1974.
Þessi sama flugvél er nú einn síðasti fiulltrúi þessarar tegundar. Hún heitir nú Páll
Sveinsson og er í eigu Landgræðslu ríkisins. Ljósm. Mats Wibe Lund, Myndasafn
Flugleiða.
■ ÞRISTUR í
FISKFLUTNINGUM
Síðdegis á þriðja degi jóla var hringt í
Smith og honum sagt að Douglas DC3-
flugvél frá Suður-Afríkuher yrði send eftir
honum. Hann var kominn eldsnemma
næsta morgun út á herflugvöll og flugvélin
fór á loft klukkan 7.10. Flugferðin til
Dzaoudzi tók á annan sólarhring. Þar tók
Hunt á móti þeim ásamt landstjóra Frakka
á eyjunum. Fiskurinn reyndist vera
bláfiskur, en Smith hafði undir niðri
kviðið því að Hunt hefði ekki greint
fiskinn rétt og þeir Malan yrðu sér báðir til
skammar fyrir að senda herflugvél eftir
einhverjum ósköp venjulegum sjófíski.
Tveir heimamenn veiddu fiskinn við
austurströnd Anjouaneyjar, sem er í miðj-
um Kómoreyjaklasanum. Þeir fóru svo
með hann á markað þar sem innfæddur
kennari vakti athygli þeirra á auglýsing-
unni. Skip Hunts lá við akkeri norðan við
eyna og mennimir báru þennan þunga fisk
þvert yfír hana, 40 kílómetra leið um
ógreiðfært kjarri vaxið hálendi undir
steikjandi hitabeltissól. Slíkur er máttur
peninganna, skrifar Smith. Fiskurinn var
farinn að skemmast í hitanum þegar Hunt
tók við honum. Hann komst ekki strax yfír
formalín og greip því til þess ráðs að salta
bláfískinn. Hann spurði innfæddu veiði-
mennina hvort þeir hefðu áður séð svona
fisk. Þeir játtu því; hann væri að visu
sjaldséður en fengist þó annað veifíð. Þeir
sögðu að fískurinn, sem þeir kölluðu
kombessa, væri nær óætur nýr en ágætur
saltaður. Hreisturflögumar væru notaðar
til að sverfa sprungnar reiðhjólaslöngur
svo að bætur tylldu á þeim.
Smith hafði skamma viðdvöl á Dzao-
udzi, enda óttaðist hann hálft í hvoru að
Frakkar sæju sig um hönd og kyrrsettu
fískinn handa sínum eigin vísindamönn-
199