Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 62

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 62
15. mynd. Hér má sjá Yngra-Stampahraun þar sem það hefur runnið ofan í sigdæld skammt sunnan við Valahnúk. í baksýn er Reykjanesviti á Bœjarfelli. - The Younger- Stampar lava-flow south of Valahnúkur. In the background the Reykjanes lighthouse points to the sky. Mynd/photo Magnús A. Sigurgeirsson. Ytri aðstæður Sá munur sem er á byggingu gjóskugíg- anna tveggja hefur að öllum líkindum skapast af ólíkum ytri aðstæðum á gosstað. Hefur sjávardýpi og fjarlægð frá ströndu skipt meginmáli í því sambandi. Gosrás Vatnsfellsgígsins var nálægt fjöruborði og náði að einangrast frá sjó áður en gosi lauk. Telja verður víst að sjór hafi átt mun greiðari aðgang að gosrás Karlsgígsins þar sem gígmiðja hans var íjær ströndu, á meira dýpi. Aukin tjarlægð frá ströndu hefur leitt til meiri þunga úthafsöldunnar og sjávarstrauma. Eins og vel er þekkt er mjög brimasamt við Reykjanes og sjávar- straumar þar sterkir. Skarð kann að hafa verið í vestanverðum gígrima Karls- gígsins, þar sem rofkraftur öldunnar var mestur, líkt því sem sjá mátti á fyrstu mánuðum Surtseyjargossins. Hélst þá jafnan skarð í suðvestanverðum gígrima Surts, á móti ríkjandi vindátt. Þetta auð- veldaði mjög aðstreymi sjávar að gosrás- inni og stuðlaði að áframhaldandi sprengi- virkni í stað hraunrennslis (Sigurður Þór- arinsson 1968). Aldursmunur Eftir því sem næst verður komist er aldursmunur gíganna tveggja ekki mik- ill. Engin merki eru um að rofíst hafi að neinu ráði ofan af Vatnsfellsgígnum áður en Karlsgígurinn lagðist yfír hann, þannig að dregin er sú ályktun að um samtímamyndanir sé að ræða. Sé tekið mið af veðurfari á Reykjanesi í dag getur aldursmunur gíganna varla verið meiri en nokkrir mánuðir, í mesta lagi. Atgangur rof- aflanna, vinds og sjávar, við ströndina er slíkur að þau myndu engu eira þar til lengdar, síst óhörðn- uðum gjóskumyndunum. Afstaða og tengsl gíg- anna við Yngra-Stampa- hraunið eru skýr við ströndina. Gigrimar þeirra liggja inn undir hraunið og eru því myndaðir fyrr. Lega gígmiðjanna í beinu framhaldi af Yngri-Stampagígaröðinni bendir til að sama gossprungan eigi hér hlut að máli. Upp af ströndinni fylgir hraunjaðar Yngra-Stampahraunsins útlín- um Karlsgígsins sem bendir til að hraunið hafí runnið upp að gígnum skömmu eftir að hann hlóðst upp. Hníga öll rök að því að um sé að ræða myndanir frá sömu elds- umbrotum, Yngra-Stampagosinu. ■ hvenær brunnu YNGRI-STAMPAR ? Aldur Yngra-Stampagossins má nálgast með þrennu móti: 1. Með 14C-aldursgreiningum. 2. Ut frá afstöðu til þekktra gjóskulaga. 3. Með samanburði við ritaðar heimildir. I4C-aldursgreiningar Aldursgreiningar á koluðum gróðurleifum voru gerðar á tveimur sýnum úr sniði I 224
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.