Fréttablaðið - 16.05.2009, Side 8

Fréttablaðið - 16.05.2009, Side 8
8 16. maí 2009 LAUGARDAGUR 1. Hvað heitir strákafélagið íslenska sem skipað er sam- kynhneigðum knattspyrnu- og sundmönnum? 2. Hversu mörg mörk skoruðu Stjörnustrákarnir gegn lánlaus- um Þrótturum í Pepsi-deildinni í fyrrakvöld? 3. Hver er fangelsismálastjóri? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 70 VERÐMUNUR HJÁ TANNLÆKNUM Skoðun nýs sjúklings LÆGSTA VERÐ 2.500 kr. Hafsteinn Ingvarsson 2.625 kr. Ásta Björt Thoroddsen 2.660 kr. Haukur Þorsteinsson HÆSTA VERÐ 6.000 kr. Jónas Már Björgvinsson 5.500 kr. Kristín Gígja Einarsdóttir 5.125 kr. Klemens S. Anoniussen Verð í opinberri gjaldskrá 2.660 kr. Viðgerð 1 flötur LÆGSTA VERÐ 2000 kr. Jónas Geirsson* 5.390 kr. Haukur Þorsteinsson 5.500 kr. Hrafn G. Johnsen HÆSTA VERÐ 13.450 kr. Vilhelm Grétar Ólafsson 13.112 kr. Þorsteinn Scheving Thor- steinsson 13.000 kr. Karl Guðmundsson** Verð í opinberri gjaldskrá 5.390 kr. Tannhreinsun LÆGSTA VERÐ 1000 kr. Jónas Geirsson*** 2.000 kr. Jónas B. Birgisson 2.315 kr. Hartmann Ásgrímsson HÆSTA VERÐ 5.340 kr. Haukur Þorsteinsson 5.000 kr. Þórir Gíslason. 5.250 kr. Ásta Björt Thoroddsen**** Verð í opinberri gjadlskrá 1.780 kr. * Þessi tannlæknir gefur upp verðið 2.000 til 11.000 kr. ** Þessi tannlæknir gefur upp verðið 6.000 til 13.000 kr. *** Gefur upp verð á bilinu 1.000 kr. til 3.800 kr. **** Gefur upp tvær tímaeiningar. FR IGG NEWPORT H2 ANDVAR I Léttur fl ísfatnaður úr Polartec® Power Stretch®, efni sem teygist á fjóra vegu og heldur vægum hita á líkamanum. Flottir barnasandalar með táavörn, frönskum rennilás og mjög góðu gripi. Vindheldur ullarjakki með mjúku fl ísfóðri, sérmótuðu sniði á olnbogum og hettu sem hægt er að smella af. bolur og buxur Keen barnasandalar vindheldur ullarjakki Verð bolur: 7.800 kr. Verð buxur: 6.800 kr. Verð: 6.200 kr. Verð jakki: 16.500 kr. NEYTENDUR Margfaldur verðmunur er á hæsta og lægsta verði í þjón- ustu tannlækna fyrir aldurshópinn átta til tólf ára, samkvæmt nýrri könnun Neytendasamtakanna. Kannað var verð á nítján verk- þáttum tannlækna og er munur- inn á hæsta og lægsta verði ætíð margfaldur. Sem dæmi þá kostar ódýrasta röntgenmynd ekki neitt hjá einum tannlækni á meðan sá dýrasti tekur 2.580 krónur; skorufylling kostar 2.330 hjá ódýrasta tannlækninum en 7.310 hjá þeim dýrasta. Alls tóku 107 tannlæknar þátt í könn- uninni eða innan við helmingur starfandi tannlækna. Það er léleg þátttaka að mati Jóhannesar Gunn- arssonar, formanns Neytendasam- takanna. „Mér finnst mjög gagn- rýnivert að þeir vilji ekki allir gefa okkur upp sitt verð. Ég vonast til að þegar við endurtökum könn- un þá sjái fleiri sóma sinn í því að svara,“ segir Jóhannes. Foreldrar barna fá 75 prósent endurgreitt af tannlæknakostnaði en verð miðast þá við gjaldskrá heilbrigðisráðherra sem gefin var út árið 2004. Vegna misræmis milli gjaldskrárinnar og verðs hjá tann- læknum er endurgreiðslan þó oft mun lægra hlutfall. Til dæmis eru tæpar 2.000 krónur endurgreidd- ar fyrir skoðun á nýjum sjúklingi, sem eru 75 prósent af 2.660. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu er hæsta verð slíkrar skoðunar 6.000 krónur og myndi kostnaður for- eldra í því tilviki vera um 4.000 krónur í stað tæplega 700 króna. Töflu með verði þeirra tann- lækna sem tóku þátt er að finna á heimasíðu Neytendasamtakanna www.ns.is. - sbt Margfaldur verðmunur Verðmunur á tannviðgerðum barna hleypur á þús- undum króna samkvæmt nýrri verðkönnun. Innan við helmingur tannlækna tók þátt í henni. BANDARÍKIN, AP Ákvörðun Bar- acks Obama Bandaríkjaforseta um að endurvekja sérstaka dóm- stóla Bandaríkjahers á Kúbu hefur fengið misjafnar viðtökur. Þessir sérdómstólar, sem ríkis- stjórn George W. Bush kom á lagg- irnar, hafa það eitt hlutverk að dæma í málum fanganna í Guant- anamo, sem grunaðir eru aðild að hryðjuverkastarfsemi. Obama hefur lofað því að fanga- búðunum verði lokað í byrjun næsta árs. Enn er 241 fangi þar í haldi hersins, en sérdómstólarn- ir fá væntanlega mál 20 þeirra til meðferðar. Réttarstaða fanganna verður bætt verulega þegar dómstólarn- ir taka á ný til starfa, frá því sem áður var. Meðal annars verður óheimilt að nota upplýsingar sem fengust með því að beita fangana grimmilegri, ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð við yfir- heyrslur. Mannréttindasamtök, sem fögn- uðu ákvörðun Obama um að loka búðunum, gagnrýna hann nú fyrir að endurverkja sérdómstólana. „Það eru vonbrigði að Obama ætli að endurvekja frekar en að ljúka þessari misheppnuðu til- raun,“ segir Jonathan Hafetz hjá bandarísku borgararéttarhreyf- ingunni ACLU. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að hefðbundn- ir bandarískir dómstólar fái mál fanganna til meðferðar. - gb Obama vekur sérdómstólana í Guantanamo til lífs á ný: Umdeild ákvörðun Obama FANGAR Í GUANTANAMO Mál tuttugu fanga af nærri 250 koma væntanlega til kasta hinna endurreistu dómstóla. NORDICPHOTOS/AFP EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Samdrátt- urinn í efnahagslífi evruríkj- anna sextán nam 2,5 prósentum á fyrsta fjórðungi ársins. Greini- legt er að heimskreppan hefur tekið verulegan toll af þessum ríkjum. Samdrátturinn í Þýskalandi, sem er stærsta hagkerfi evru- svæðisins, varð 3,8 prósent, sem er mesti samdráttur þar í landi síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Stjórnvöld ríkjanna sextán vonast til þess að miklar vaxta- lækkanir og aukin ríkisútgjöld komi efnahagslífinu af stað, svo annar eins samdráttur sjáist ekki aftur. - gb Evruríkin sextán: Verulegur sam- dráttur á árinu VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.