Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 16.05.2009, Qupperneq 12
12 16. maí 2009 LAUGARDAGUR 4 10 4 0 0 0 | l an ds ba nk in n. is Við vinnum með þér að lausnum fyrir heimilið L A U S N I R F Y R I R H E I M I L I Ð Landsbankinn býður upp á nokkur úrræði fyrir heimili sem eiga við greiðsluerfiðleika að etja. Við aðstoðum þig við að velja lausn sem kemur til móts við þínar þarfir. Hafðu samband við þjónustufulltrúa í útibúinu þínu. FRÉTTAVIÐTAL: Auðunn Arnórsson höfundur bókar um aðildarviðræður við Evrópusambandið Af 35 köflum sem semja þarf um í aðildarviðræðum við Evrópusambandið eru einungis fjórir eða fimm kaflar sem ættu að vera erfiðir, segir Auðunn Arn- órsson í nýrri bók sinni sem fjallar um hvernig aðildar- viðræður fara fram. „Það kom þannig til að ég átti gam- alt handrit í tölvu sem fjallaði um nýju aðildarríkin sem gengu í Evr- ópusambandið 2004 og 2007, þannig að ég átti kafla um aðildarsamninga þessara ríkja og vissi heil mikið um hvernig þeir höfðu farið fram,“ segir Auðunn Arnórsson, blaða- maður á Fréttablaðinu, sem nýverið sendi frá sér bók sem nefnist Inni eða úti? Aðildarviðræður við Evr- ópusambandið, þar sem farið er yfir aðildarferlið. „Þegar Evrópuumræðan breyttist í kjölfar hrunsins í október, þá rann mér blóðið til skyldunnar að leggja mitt af mörkum til að gera Íslend- ingum kleift að nálgast aðgengi- legar upplýsingar um það hvernig þetta aðildarferli er,“ segir Auðunn og bætir við að ferlið sé mjög skýrt, vegna þess hversu mörg lönd hafa gengið í sambandið á síðustu árum. „Það sem ég tók mér fyrir hendur var að máta Ísland inn í þetta ferli, lið fyrir lið.“ Fjórir erfiðir kaflar af 35 Auðunn segir aðildarviðræður skiptast upp í 35 efniskafla, sem byggi á því hvernig lagasafn og stefnumið Evrópusambandsins eru skipt upp. „Frá bæjardyrum ESB séð þá snúast aðildarviðræður fyrst og fremst um það hvernig umsóknarríki tekur upp gildandi löggjöf og stefnumið sambandsins. Ísland hefur í gegnum EES-sam- starfið, Schengen og annað Evr- ópusamstarf tekið upp mjög stór- an hluta þessa regluverks. Hátt í 20 kafla af þessum 35 er mín niður- staða.“ Af þessum 35 köflum segir Auðunn vera fjóra eða fimm sem gætu reynst erfiðir í samningum, þar sem mikið veltur á því hvernig um semst. Mikið hefur verið rætt um sjávar- útvegs- og landbúnaðarkaflann, sem gætu reynst erfiðir um að semja. Að auki segir Auðunn að aðild að efnahags- og myntbanda- laginu og hvernig Ísland verði skil- greint í byggðastefnu sambandsins gæti orðið erfitt í samningum. „Það hversu fljótt Ísland gæti tekið upp evruna er atriði sem hugsan lega byðist í tengslum við aðildarsamning. Það er opin spurning sem miklu varðar fyrir Ísland.“ Hvað varðar byggðastefnuna segir Auðunn það velta mikið á því hvernig landsbyggðin verður skil- greind inn í kerfið, þar sem það ræður úrslitum um hversu háar fjárhæðir er hægt að sækja úr sjóð- um ESB, til dæmis til framkvæmda í sveitarfélögum. Byggðastefnan byggist á því að öll héruð innan aðildarríkjanna eru flokkuð niður eftir ýmsum skilyrð- um á borð við meðaltekjur á mann, strjálbýli, fjarlægð frá mörkuðum og fleiru og ræður sú flokkun því hversu háa styrki hægt er að sækja í byggða- og þróunarsjóði sam- bandsins. Eitt af aðalskilyrðunum fyrir því að fá hæstu styrkina, er að meðaltekjur á íbúa séu lægri en 70 prósent af meðaltali ESB. „En það eru frávik frá þessari reglu, sérstaklega þegar um er að ræða héruð sem eru einangruð, eða búa við aðrar aðstæður sem gera þeim erfiðara fyrir að halda sinni sam- keppnishæfni sem byggð í Evrópu- sambandinu. Þessi sjónarmið eiga tvímælalaust við landsbyggðina á Íslandi, jafnvel allt landið.“ Undirbúningur skiptir öllu „Aðildarviðræður eru að forminu til tvíhliða ríkjaráðstefna milli allra aðildarríkjanna annars vegar og umsóknarlandsins hins vegar,“ segir Auðunn. Aðildarríkin skipta með sér formennsku í sex mánuði hverju sinni og er það formennsku- ríkið sem stýrir viðræðunum, með framkvæmdastjórn ESB sér til aðstoðar. Í bók Auðuns er mest fjallað um hvernig aðildarferli fer fram í gegnum stofnanir ESB, en til hliðar við það er einnig að finna pólitískt ferli í helstu höfuðborgum Evrópu. „Við vitum að sérstaklega í sjávar- útvegsmálum stöndum við frammi fyrir því að Íslendingar skilgreina fiskimiðin sem þjóðarauðlind, en sameiginleg sjávarútvegsstefna sambandsins byggir á þeirri hug- mynd að fiskistofnar í lögsögu aðildarríkjanna séu sameigin- leg auðlind. Til að skapa skilning meðal viðsemjenda á okkar rökum þarf að tala við ráðamenn aðildar- ríkjanna. Það skiptir meira máli en framkvæmdastjórnin í þessu til- viki, því þetta er pólitísk spurning, sem er leysanleg eins og allar aðrar pólitískar spurningar.“ Heppilegt að hafa Spánverja Um það hefur verið rætt að það sé heppilegt að sækja um í sumar, því þá verða Svíar með formennsku í Evrópusambandinu, en um ára- mót munu Spánverjar taka við því hlutverki. Auðunn segir það gott að hafa þjóð okkur vinveitta þegar ferlið fer í gang, því Svíar muni geta sett aðild Íslendinga í pólit- ískan forgang og flýtt þannig fyrir því að ferlið komist á rekspöl. „Það sem getur sett svolítið strik í reikn- inginn er að skipt verður um fram- kvæmdastjórn nú í haust. Það sem fyrst gerist í ferlinu eftir að búið er Þekking á sérlausnum mikilvæg AUÐUNN ARNÓRSSON Segir mikilvægt að sinna undirbúningsvinnu og þekkja sérlausnir fyrri aðildarsamninga til að ná fram sem bestum samningi við Evrópu- sambandið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.