Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2009, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 16.05.2009, Qupperneq 28
28 16. maí 2009 LAUGARDAGUR F átt þótti meiri firra en kúreki norður á Fróni árið 1981 þegar Hallbjörn Hjartarson skaust fram á sjónar- sviðið í kúrekaklæð- um árið 1981 og gaf út sína fyrstu kántrýplötu; Kántrý 1. „Menn héldu að ég væri eitthvað klikk- aður, sem ég kannski er,“ segir Hallbjörn sjálfur þegar hann rifjar þetta upp. En nú þegar ferðamaður kemur til Skaga- strandar stendur Kántrýbær þar eins og musteri manns sem lét drauma sína rætast. Í Útvarpi Kántrýbæ hljómar svo rödd hans þar sem hann kynnir kántrýslag- arana sem þar eru spilaðir. Þetta hefði jafnvel þótt ankannalegt fyrir árið 1981 en Hallbjörn hefur kennt þjóðinni að það getur verið stutt í kúrekann þó það sé langt til Nashville. Ekki slegið nótu í fjögur ár En nú situr Hallbjörn á friðarstóli enda búinn að skila sínu, eins og einn Skagstrendingur komst að orði við blaðamann þegar hann skrapp þangað norður. Dóttir hans Svenný Helena og maður hennar Gunnar Sveinn Halldórsson hafa tekið við rekstri og umstangi við veitingastaðinn Kántrýbæ en Hallbjörn sér um útvarpið. Nótu hefur hann hins vegar ekki sleg- ið í fjögur ár. „Flygillinn er hérna inn í stofu en ég finn bara ekki hjá mér nokkra þörf til að setjast við hann,“ segir Hallbjörn og bendir inn í stofuna heima hjá sér þar sem flygillinn er í horninu þakinn myndarömmum. Á píanóstólnum eru bækur og möppur og ljóst að þar hefur enginn tyllt sér lengi. „Síðast þegar ég spilaði eitthvað var þegar hann Jón Ársæll kom hingað og gerði þátt um mig. Þá bað hann mig um að spila og ég gerði það. Síðan hef ég bara ekki fundið löngun eða þörf til að spila eitt né neitt. Ég er líka þannig að ef ég færi að spila kæmist allt á fullt og lögin kæmu hvert af öðru en þetta er bara orðið gott. Lögin mín, sem eru orðin 136 talsins, eða börnin mín eins og ég kalla þau nú stundum, eru orðin vel þroskuð og þau yngstu um ferm- ingu svo ég uni sáttur við mitt. Þau eru öll komin út á plötum og ekkert geymt í handraðanum hjá mér þannig að ég er búinn að hlúa vel að öllum börnunum.“ Kúrekinn er ágætur líka Hallbjörn hefur átt við þunglyndi að etja alveg frá því hann lenti í bílslysi árið 1985 en þá höfuð- kúpubrotnaði hann og hlaut aðra alvarlega áverka. „Ég gleymi því aldrei þegar ég var fyrst lokaður inni á geðdeild, þá hugsaði ég með mér „héðan fer ég aldrei“. Það var verulega erfitt. En núna held ég þessu niðri með lyfjum, ég er í rauninni gangandi apótek.“ En Hallbjörn á líka nokkuð annað sem bítur á þunglyndið. „Það er bara þannig að þegar ég er kominn í gallann og búinn að setja á mig hattinn og hansk- ana þá er ég bara orðinn annar maður. Ég get ekki útskýrt þetta en þá er ekkert þunglyndi og ekki neitt.“ Spurður hvort ekki sé þá freistandi að vera meira og minna í kúrekahlutverkinu svarar hann: „Nei, ég kýs nú Hallbjörn frek- ar með öllum þeim djöflum sem hann hefur að draga. En kúrekinn er ágætur líka.“ Stundum þegar hann fær góða gesti til sín í útvarpið fær Hallbjörn þó frí og kúrekinn tekur yfir. Hann segist handviss um að líf sé eftir þetta eins og það voru önnur áður en þetta hófst. Teng- ingin við menningu kúrekanna telur hann eiga sér rætur sem ná lengra en þetta líf. Þegar kúrekinn dettur af baki Hallbjörn á fjölmarga aðdáend- ur og velgjörðarmenn. Oftsinnis hefur hann fengið staðfestingu á því. Til dæmis þegar Kántrýbær brann árið 1997. „Þá hélt ég að þetta væri allt búið,“ segir hann. „En svo lét fólk mig ekki í friði, hafði samband og sagðist myndu styðja mig til að koma Kántrýbæ af stað aftur. Svo ég ákvað einn daginn að athuga hversu djúpt væri á meiningunni; var þetta bara í nösunum á fólkinu eða var það virkilega að meina þetta?“ Eins og endurbyggður Kántrýbær er til vitnis um var hugur bak við orðin enda fjölmargir tilbúnir að leggja sitt af mörkum svo kúrekinn kæm- ist á bak aftur eftir að vera af baki dottinn. En hvaða lag þykir honum vænst um af þeim sem hann hefur samið? „Maður gerir nú ekki upp á milli barna sinna. Ég veit vel hvaða lög fólki finnst best. En mér þykir ákaflega vænt um lagið Sannur vinur.“ Hann segir það hafa verið mikinn heiður þegar marg- ir af þekktustu tónlistarmönnum landsins gáfu út plötu þar sem þeir sungu valin lög Hallbjarnar. En það er þó nokkuð annað sem yljar kúrekanum meira um hjartarætur. „Fólk hefur haft samband við mig og sagt að lögin mín hafi hjálpað því á erfiðum stundum og veitt því mikla gleði. Þetta er mér mjög mikils virði.“ Kýs Hallbjörn með öllum þeim djöflum sem hann dregur Hann hefur samið 136 lög sem öll hafa verið gefin út. Nú hefur hann ekki slegið nótu í árabil. Hallbjörn Hjartarson sagði Jóni Sigurði Eyjólfssyni frá sjálfum sér og kúrekanum sem gefur honum frí frá þunglyndinu sem tónskáldið glímir við. HALLBJÖRN VIÐ FLYGILINN Á þennan flygil sló Hallbjörn síðasta tóninn fyrir fjórum árum. Mörg laganna 136 hafa orðið til við hann og mörg þeirra hafa hjálpað fólki við að létta lundina en hún getur verið býsna þung hjá tónskáldinu sjálfu. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR 1975 Hallbjörn sendir frá sér sína fyrstu plötu. Hún ber titilinn „Hallbjörn syngur eigin lög“. 1981 Fyrsta kántrýplata hans „Kán- trý 1“ kemur út en þær urðu tíu talsins. 1984 Hallbjörn stendur fyrir fyrstu Kántrýhátíðinni á Skaga- strönd. Friðrik Þór Friðriksson gerði kvikmynd um hana. Um svipað leyti lokar Hallbjörn verslun sinni og breytir henni í Kántrýbæ. 1992 Hallbjörn stofnar Útvarp Kántrýbæ sem rekið hefur verið með hléum síðan. Sama ár kemur „Kántrý 6“ út en Hallbjörn tók hana upp í Nashville í Bandaríkjunum með þarlendum tónlistar- mönnum. 1997 Kántrýbær brennur en er endurbyggður og opnaður aftur ári síðar. 2002 Gefinn er út hljómdiskurinn „Kúrekinn“ þar sem þekktir tónlistarmenn flytja úrval af lögum hans. AF FERLI HALLBJARNAR Sálfræðingurinn og sjónvarpsmaður- inn Jón Ársæll Þórðarson þekkti Hall- björn lítillega þegar hann fór norður með Steingrími Jóni Þórðarsyni til að gera þátt um hann í röðinni um Sjálf- stætt fólk. Kúrekinn atarna hafði mikil áhrif á sálfræðinginn í þeirri dvöl. „Ég minnist þessa íslenska kúreka baksa til hrossa sinna í norðlenskri stórhríð svo ekki sá út úr augum,“ rifjar Jón Ársæll upp. „Ég sá hann líka velta sér á stofugólfinu heima með köttinn í fanginu þar sem hann táraðist yfir slæmsku heimsins. Þar var ljóðið íslenskt, hreint og tært. Þar var kominn hinn eini og sanni kúreki norðursins. Hann er líka réttnefndur konungur sveitasöngvanna. Maðurinn sem ruddi brautina og það á svo eftir- minnilegan hátt að því verður aldrei gleymt. Þegar ég horfi til baka man ég að ég vissi ekki hvaðan á mig stóð garrinn þegar Hallbjörn mætti eins og fullskapaður til borgarinnar á sínum tíma, alklæddur kúrekadressinu, sveiflandi svipu, hljóðnema og hatti og söng um mann og gresju, snöru og háls og blámann sem býr með okkur öllum. Hallbjörn hefur allt til að bera: Þunglyndið, tregann og stóra hjartað. Jafnvel trúin er þarna einhvers staðar innst inni og svo þessi rödd og þessi taktur. Allt saman of gott til að vera satt. Og svo býr Hallbjörn Hjartarson yfir hugsjónum. Hann sér langt, langt út yfir drullupollinn sem okkur hinum þykir svo vænt um að svamla í. Hann á sér vængi sem lyfta honum hátt yfir jökulklædda tinda upp í forsal vindanna. Harpa hans býr yfir tóni sem aldrei má þagna.“ ➜ HARPA HANS BÝR YFIR TÓNI SEM ALDREI MÁ ÞAGNA JÓN ÁRSÆLL ÞÓRÐARSON Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri Skaga- strandar, segir framlag Hallbjarnar til samfélagsins alveg ómetanlegt. „Hann hefur alltaf smitað þessum frumkvöðlaanda út í samfélagið hérna,“ segir Magnús. „Hann var ekki gamall maður þegar hann setti ásamt góðu fólki upp kvikmyndasýningar hér í bænum og þá var reyndar Skaga- strandarbíó sjálfstæð rekstrareining sem hann bar að einhverju leyti. Hann var verslunarmaður hér og var þá ófeiminn við að brydda upp á nýjungum. Orðið „nýlenduvöruverslun“ var fyrst ritað á húsið þar sem hann rak sína verslun. Hann hefur einnig tekið þátt í leiksýningum hér og óþarft er að rifja upp feril hans sem kántrýtónlistar- manns en þar markaðssetti hann sig á bás sem enginn hafði verið á áður.“ Magnús lýsir Hallbirni sem góðhjörtuðum manni. En hann á einnig erfitt með að sitja á strák sínum þegar honum mislíkar, segir sveitarstjórinn. „Hann hefur stunduð verið óvæginn við þetta samfélag sem hefur ekki alltaf skilið hann. Þannig að hann hefur oft sagt samfélaginu og sveitarstjórnendum til syndanna og það er bara allt í lagi. En þegar hann minnist hins fornkveðna að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi og telur það eiga við í sínu tilfelli hef ég bent honum á að hér syngur fólk lög og ljóð eftir hann hvenær sem það kemur saman og ef það er ekki að vera spámaður þá er spámaður líklega ekki til.“ SPÁMAÐUR JAFNVEL Í EIGIN FÖÐURLANDI MAGNÚS B. JÓNSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.