Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 34
34 16. maí 2009 LAUGARDAGUR Ú rslitin réðust í raun í prófkjörinu okkar 7. apríl. Eftir það var alveg ljóst að brugðið gæti til beggja vona. Þess vegna varð ég ekki fyrir stór áfalli á kosninganótt,“ svarar Kolbrún spurð hvort hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með að ná ekki endurkjöri til þings. Við drekkum saman morgun- kaffið á Gráa kettinum við Hverfis- götu, tveimur dögum eftir að hún skilaði lyklunum að umhverfis- ráðuneytinu til flokkssystur sinn- ar Svandísar Svavarsdóttur. En hvers vegna náðir þú ekki betri árangri í forvalinu en raun ber vitni? „Tvær ungar og öflugar konur ruddu tveimur eldri öflugum konum aftur fyrir sig,“ svarar Kolbrún og á þar við Svandísi og Lilju Mósesdóttur sem hlutu betri kosningu en Kolbrún og Álfheið- ur Ingadóttir. „Það var mikil krafa um endurnýjun og fólk kannski sást ekki fyrir í þeim efnum. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé hæfilegt hvort með öðru, endur- nýjun og reynsla. Ég var hluti af endurnýjun fyrir tíu árum en það er líka mjög dýrmætt að varðveita reynsluna. En þetta sem sagt gerðist; þessar ungu og hressu konur fóru í mikla kosningabaráttu eins og nýtt fólk þarf að gera en ég taldi mig ekki þurfa þess. Ég var ráð- herra og hélt að ég fengi að njóta þess.“ Vikuna áður en forvalið fór fram sinnti Kolbrún embættisskyldum í útlöndum og gat því lítið beitt sér í forvalsbaráttu. Hún hafði þó í hyggju að senda samflokksmönn- um hvatningu en eftir að hafa spurt kjörstjórn var henni tjáð að slíkt bryti í bága við reglur. „Það varð uppi fótur og fit og þótti ekki við hæfi að skrifa svona bréf, sem mér fannst mjög miður. Þetta var leyft í öðrum kjördæmum en regl- urnar voru greinilega ekki eins alls staðar.“ Hugsi um hið græna í VG Niðurstöður forvalsins voru Kol- brúnu ekki bara vonbrigði heldur komu þær henni á óvart. Hún hafði nefnilega fundið fyrir talsverð- um fögnuði meðal flokkssystkina þegar hún varð umhverfis ráðherra hinn 1. febrúar. „Þetta kom mér mjög á óvart og ég velti fyrir mér hvort þetta væri til marks um að grænu gild- in væru farin að dofna meðal flokksfélaga. Það hefur fjölgað gríðarlega í flokknum og kannski ástæða til að óttast að brotthvarf mitt verði til þess að grænu gild- in falli í skuggann. Það finnst mér mjög miður.“ Náttúruvernd eða umhverfis- málin almennt hafa ekki verið í kastljósinu frá bankahruninu í október og Kolbrún óttast að þau geti orðið út undan í viðreisn sam- félagsins, ef ekki verði haldið rétt á spilunum. „Líklega hefur aldrei verið meiri þörf á að gefa umhverfismálun- um góðan gaum heldur en núna. Mér finnst ríða á að við opnum augun fyrir samhengi hlutanna og heildar sýninni. Ef við ætlum mannkyninu gæfuríka framtíð í sambýli við móður jörð verð- um við að endurhugsa umgengni okkar við náttúruna og hverfa frá þeirri ágengu auðlindanýtingu sem stunduð er í dag.“ Kolbrún segir íslensk stjórnvöld sjaldnast hafa sýnt málaflokknum nægilegan áhuga og umhyggju. „Menn hefur skort skilning á því hvernig vistfræði, samfélag og efnahagur spila saman í öllum mikilvægum ákvörðunum. Opin- ber stefnumörkun í þessum efnum hefur verið veik og margt af því sem stjórnvöld hafa sent frá sér verið útúrsnúningur úr hug- myndafræði sjálfbærrar þróunar. Stundum dettur manni í hug að ráðamenn hafi lítið meint með undirskrift sinni undir alþjóða- samninga á þessu sviði.“ Brjálæðisleg viðbrögð Í opinberri umræðu hefur nátt- úruvernd stundum verið afgreidd sem kverúlans og Kolbrún og aðrir talsmenn náttúruverndar mátt þola skít og skömm. „Það er undarlegt hve þessi mál sem ég Hætt en ekki farin Kolbrún Halldórsdóttir setti sér háleit markmið þegar hún varð þing- maður fyrir tíu árum. Hún varð oft fyrir vonbrigðum en lýkur stjórnmála- ferlinum sátt við sig og sitt. Í samtali við Björn Þór Sigbjörnsson talar Kol- brún um lífið og tilveruna utan þings og innan. SKRIFAÐ Í SANDINN Kolbrún Halldórsdóttir ætlar ekki að sitja þegjandi og hljóðalaus þó að hún sitji ekki lengur á þingi. Hún býst við að finna hugsjónum sínum nýjan farveg og kveðst örugglega geta orðið að liði við mótun nýja Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég fór á þing, beint af Austur- velli, með krepptan hnefann og hélt í alvöru að mér tæk- ist á fjórum árum að breyta við- horfinu í samfélaginu. hef barist fyrir; náttúruverndin og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar annars vegar og svo kvenfrelsismál- in hins vegar, hafa vakið brjálæðisleg viðbrögð. Ég hugsa að ef leitað er að mest hötuðu manneskjunum í blogg- heimum síðustu tíu árin komist ég á topp tíu.“ Og hvernig hefur það verið? „Bara ofboðslega erfitt. Fyrst var ég hissa á þessum tryllingslega neikvæðu viðbrögðum en það er bara ein leið til að komast í gegnum þetta og það er að lesa þetta ekki. Ég hef valið hana,“ segir hún. Á þing með krepptan hnefann Kolbrún kom með hvelli inn í stjórn- málin fyrir kosningarnar 1999. Hún hafði árið áður staðið framarlega í hópi fólks sem barðist fyrir náttúru- vernd með reglulegum uppákomum á Austurvelli og fjölmennum borgara- fundi í Háskólabíói til verndar hálendi Íslands. „Ég held að sumarið 1998 hafi Guð- mundur Páll Ólafsson vakið náttúru- verndarann í ansi mörgum Íslend- ingum. Vendipunkturinn hjá mér var þegar vatni var hleypt á Hágöngulón og jökulvatnið sökkti íslenska fánan- um. Þá skráði ég mig í Náttúruverndar- samtök Íslands og ákvað að verða að liði.“ Það var svo fyrir orð og hvatningu Hjörleifs Guttormssonar og Kristínar Halldórsdóttur sem hún gaf kost á sér til setu á lista fyrir VG. Hún lítur á þau sem guðföður sinn og guðmóður í pól- vonbrigði. Flokkurinn missti einn þingmann og það setti mark sitt á kjör- tímabilið sem í hönd fór. „Kosningabaráttan var rosalega erfið. Heilu stjórnmálaflokkarnir umturnuðust og mér fannst á stundum eins og allt snerist upp í baráttu gegn VG, fyrst og fremst út af umhverfis- verndarstefnunni okkar og baráttunni fyrir femínisma.“ Kolbrún segir flokkinn hafa verið beygðan framan af kjörtímabilinu og sjálfri fannst henni ekki eins gaman á þingi og áður. En þegar leið að kosn- ingunum 2007 fór landið að rísa á ný, flokkurinn fékk góða útkomu úr skoð- anakönnunum og bjartsýnin jókst. Draumurinn um vinstristjórn „Okkur fannst við hafa staðið okkur vel og settum stefnuna á að mynda meirihluta með Samfylkingunni. Við sáum öll tormerki á því að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum eða Fram- sókn, sem höfðu verið okkar höfuð- andstæðingar í stóriðjumálunum. Sáum meira ljós í krötunum og gerð- um okkur von um að það yrði hægt að mynda vinstristjórn í landinu.“ Draumurinn um slíka ríkisstjórn var driffjöðrin í kosningabaráttu Kol- brúnar og hún sá hlutverk fyrir sjálfa sig í þeirri stjórn. „Ákvörðun mín um að fara í fram- boð 2007 helgaðist einna helst af því af því að ég eygði raunverulegan mögu- leika á að ég gæti orðið umhverfisráð- herra. Ég hugsaði sem svo að árin fjög- ur sem ég ætlaði að taka í að bjarga hálendinu yrðu kannski tólf en síðustu fjögur árin af því tímabili yrði ég þó í ráðandi stöðu og gæti komið einhverj- um af öllum mínum hugðarefnum í framkvæmd.“ Enn ein vonbrigðin Svo fór þó að glimrandi skoðanakann- anirnar gengu ekki eftir og niðurstað- an var að VG fékk tæp tíu prósent í kosningunum, sem þó þýddi talsverða fjölgun í þingflokknum, eða úr fimm í níu. Kolbrún segir Samfylkinguna hafa leikið tveimur skjöldum í kosninga- baráttunni og það hafi haft sín áhrif á fylgi VG. Samfylkingin hafi til dæmis laðað að sér umhverfisverndarsinnaða kjósendur með stefnuplagginu Fagra Íslandi. Kosninganiðurstöðurnar og ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins voru því enn ein pólitísku vonbrigðin fyrir Kolbrúnu. Hún hlær. „Já, þetta hefur verið erf- itt en það hefur líka gerst heilmargt jákvætt og ég hef fengið gríðarmikla reynslu og lærdóm út úr störfum mínum í pólitík,“ segir hún. Einnig hafi verið afar ánægjulegt að fylgjast með hve ungliðahreyfing VG hefur styrkst með árunum. „Við höfum mikið fylgi hjá ungu fólki og það er ekki síst út af málum sem ég hef barist fyrir,“ segir hún. Saltkjöt Á dögunum sendi ungliðahreyfingin frá sér yfirlýsingu þar sem Kol- brúnu voru þökkuð frábær hugsjóna- störf í þágu náttúrunnar, kvenfrelsis, félagslegs jafnréttis og friðar. Henni þykir vænt um þetta. Ekki síst að vera sögð hugsjónakona. Það eru ekki allir hugsjónamenn í pólitík. Sumir eru atvinnustjórnmálamenn. En Kolbrún hefur haldið í hugsjónirnar og staðið á sínu. „Það rifjast stundum upp fyrir mér að þegar ég var um þrítugt og stóð í stéttarbaráttu leikara var ég spurð í viðtali við Þjóðviljann hvort ég hefði aldrei hugleitt að fara út í pólitík. Ég svaraði nei, og að ástæðan væri sú að ef ferskur kjötbiti væri settur í pækil þá yrði hann saltkjöt. Ég er að átta mig á því núna að ég hef varið tíu árum í að verða ekki saltkjöt. Og ætli þetta Drekasvæðismál sé ekki til marks um að ég breyttist aldrei í saltkjöt.“ VG hlynnt olíuleit Með Drekasvæðismálinu á Kolbrún við fræga frétt á Stöð 2 örfáum dögum fyrir kosningar sem, með öðru, er talin hafa fælt kjósendur frá VG. Sjálf telur hún að það hafi allt eins verið staðhæf- ingar fréttamannsins sem fóru fyrir brjóstið á fólki. „Ég var illa undir- búin fyrir þetta viðtal, hafði raunar alls ekki ætlað að veita það, en ég kýs að dvelja ekki við það. Þing málið um útboð leyfa til olíuleitar og olíu- vinnslu var afgreitt undir mikilli tíma- pressu rétt fyrir jól og ég gagnrýndi það óðagot sem var á afgreiðslu þess, FRAMHALD Á SÍÐU 36 itíkinni; náttúruverndarsinnann og femínistann. En markmið hennar með framboði 1999 var skýrt; að bjarga hálendinu og snúa almenningsálitinu í átt til náttúruverndar. „Ég fór á þing, beint af Austurvelli, með krepptan hnefann og hélt í alvöru að mér tækist á fjórum árum að breyta viðhorfinu í samfélaginu. Þá var talað um lón á Eyjabökkum og miklu minna álver en á kjörtímabilinu bólgnuðu áformin út og Kárahnjúkavirkjun var getin, fædd og fóstruð í óðagoti á innan við fjórum árum. Ég lagði opineyg og græn í þennan leiðangur og eftir mikla baráttu var lokakrafa mín að málið yrði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en kæmi að kosningunum 2003. En það gekk nú ekki eftir. Allt var kyrfilega innsiglað og undirskrifað fyrir kosn- ingar. Þetta voru stóru vonbrigðin í mínu pólitíska lífi og eftir þetta lang- aði mig mest til að hætta.“ Lempuð til Kolbrún hugsaði með sér að orrustan hefði tapast og að nú myndi hún snúa aftur til síns fyrra lífs. Hún tjáði Stein- grími J. Sigfússyni flokksformanni hug sinn en hann og aðrir í forystunni töldu henni hughvarf. „Þau komu í veg fyrir að ég hætti. Það þótti veik- leikamerki fyrir flokkinn ef ég sem málsvari umhverfismálanna hyrfi af vettvangi, það væri mikilvægt að hafa mína rödd áfram. Ég var því lempuð til og ákvað að fara fram aftur.“ Kosningarnar 2003 voru Kolbrúnu og öðrum vinstri grænum nokkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.