Fréttablaðið - 16.05.2009, Side 42

Fréttablaðið - 16.05.2009, Side 42
● heimili&hönnun 1. Hof á Höfðaströnd í Skaga- firði er hannað af Studio Granda sem stofnað var af Margréti Harðardóttur og Steve Christer árið 1987. Húsið hefur hlotið at- hygli víða og var í ár tilnefnt til hinna virtu Mies van der Rohe- verðlauna. Staðsetning þess og efnisval er úthugsað til að bygg- ingin falli að umhverfinu í kring. 2. Skrauti er kertastjaki eftir vöruhönnuðinn Stefán Pétur Sól- veigarson og er hann hluti af tví- eykinu Skrauta og Fjanda, sem urðu til þegar hönnuðurinn fann eitt sinn engan kertastjaka sem honum líkaði. Þeir eru skornir með leisergeisla og rafhúðaðir á Íslandi og til í takmörkuðu upplagi. 3. Nafn ruggustólsins Rocky Tre er sambland úr ensku og dönsku en hönnuðurinn Dögg Guðmundsdóttir býr og starfar í Danmörku. Formið er undir áhrif- um frá lampahönnun Daggar þar sem þríhyrningsform kemur fram. Hugmyndin vaknaði þegar Dögg var barnshafandi og vant- aði góðan stól fyrir brjóstagjöf. Efniviður og útlit eru undir áhrif- um frá Alvar Aalto en Dögg var R údolf kallast sniðug blaða-karfa á hjólum og kemur úr smiðju vöruhönnuðarins Önnu Þórunnar Hauksdóttur. Hugmyndin að Rúdolf kviknaði hjá Önnu Þórunni þegar hún var við nám í Iðnskólanum í Hafnarfirði en hún útskrifaðist þaðan af list- námsbraut vorið 2004. „Ég hafði setið fyrirlestur um Philip Starck meðan á náminu stóð, en mörg verka hans einkenn- ast af miklum húmor. Þá kom ein- hver púki í mig og ég sá fyrir mér að búa til blaðagrind á hjólum sem væri eins konar heimilisdýr sem fylgdi manni um íbúðina,“ segir Anna Þórunn glettin en hugmynd- ina að formi blaðakörfunnar fékk hún af íslensku trogi. Haustið eftir útskrift skráði Anna Þórunn sig í vöruhönnun við Lista- háskóla Íslands en þaðan útskrifaðist hún árið 2007. Síðan hefur hún starfað sem sjálfstæður vöruhönnuður auk þess sem hún hefur unnið verkefni í samvinnu við aðra hönnuði. Frumútgáfan af Rúdolfi varð til í Iðnskólanum og lét Anna Þórunn framleiða nokkur stykki af blaðakörfunni hér á landi sem flest hafa selst. Hún stefnir nú á að framleiða fleiri eintök. „Rúdolf var til sölu í Saltfélaginu en nú er hægt að panta hann í gegnum vef- síðuna mína www.annathorunn. is,“ segir hún og tekur fram að hvert eintak sé númerað og engin tvö bönd séu eins, en Rúdolf er hægt að teyma á eftir sér. Anna Þórunn tók þátt í Hönnun- arMarsi á dögunum og var ánægð með það framtak hjá Hönnunar- miðstöð Íslands. Hún á einnig góðar minningar frá þeim tíma. „Þá kom til mín útlendingur og sagði að hann yrði að eignast Rúdolf, því hann fengi sig til að brosa. Það fannst mér gaman að heyra.“ - sg Rúdolf færir bros á vör Anna Þórunn með heimilisvininn góða. Rúdolf má einnig fá í hvítu og glæru. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Íslenskt í brennidepli á Kjarvalsstöðum ● Sýning á íslenskri hönnun stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum. Hún er unnin í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands og er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. ● SÍMI EÐA LJÓS Hönnunarfyrirtækið Jericho Hands þykir eitt það skemmtilegasta á sviði ljósahönnunar í Bretlandi, eins og sést kannski ágætlega af þessum skífusíma sem hefur öðlast nýtt hlutverk eftir yfirhaln- ingu starfsmannanna. Sjá www.jericho- hands.com. Smávægileg breyting getur gert gæfumuninn,“ segir Katrín Guðmundsdóttir innanhússarkitekt, sem hvet- ur veitinga- og kaffihúsaeigendur til að vera opna fyrir því að breyta og betrumbæta staðina sína fyrir sumarið. „Allt snýst þetta um að skapa aðdráttarafl,“ út- skýrir hún. „Lausnin er ekki alltaf fólgin í því að moka öllu út. Í mörgum tilfellum nægir að mála í nýjum og fallegum litum, yfirdekkja stóla og færa til húsögn. Einn hlutur eða veggur í nýjum lit getur gert það að verkum að allt lifnar við.“ Katrín sem starfaði um tíma í Hollandi segir að hollenskir veitinga- og kaffihúsaeigendur séu af- skaplega sniðugir í að endurnýta hluti; þar hafi hún séð rótgrónustu staði ganga í endurnýjun lífdaganna án þess að öllu væri þar umbylt. - vg Kreppuráð fyrir kaffihúsaeigendur Katrín innanhússarkitekt í góðri stemningu á veitinga- og kaffihúsinu Gló. Um Katrínu má lesa á www.katrindesign.com. ● Forsíðumynd: Stefán Karlsson tók mynd í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. heimili&hönnu n LAUGARDAGU R 16. MAÍ 200 9 HÚSGÖGN Á FA CEBOOK Við Fac ebook hefur bæst ske mmtileg síða. Vinirnir Jökull Jóhannsson og Sævar Eyjólfs son halda úti síðu þar sem u ppgerð húsgög n og munir eru til sölu. SÍÐA 4 MEÐ HORN OG HJÓL Rúdolf er sérstök blaðak arfa úr smiðju vöru- hönnuðarins Ö nnu Þórunnar Hauksdóttur. F yrirmyndin er íslenskt trog. SÍÐA 2 Allt til rafhitun arOlíufylltir ra fmagnsofnar t ing á vegg ÍSLENSKT Í ÖNDVEGI Sýning á íslens kri hönnun sten dur yfir í Listasafni Reyk javíkur á Kjarva lsstöðum. BLS. 2 FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G VA 1 2 3 beðin að taka þátt í sýningu með vísun í hann sem ekki varð úr. Aalto gerði marga viðarstóla en aldrei ruggustól og átti að bæta um betur. 4. Fluga er hönnuð af Tinnu Gunnarsdóttur 2006 og er garðhúsgagnasería sem samanstendur af fimm hlutum, kollum eða borðum. Í borðinu er leikið með þá hugmynd að stór býfluga hafi lent á borðinu og að hún endurspegli himininn. Önnur lendir á borðfætinum og endur- speglar jörðina. 4 Laugavegi 87 • sími: 511-2004 16. MAÍ 2009 LAUGARDAGUR2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.