Fréttablaðið - 16.05.2009, Síða 78
utlit@frettabladid.is
DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA
Anna Margrét Björnsson
OKKUR
LANGAR Í
…
> PENELOPE CRUZ Í CHANEL
Spænska fegurðardísin Penelope Cruz er á
kvikmyndahátíðinni í Cannes að kynna nýjustu
mynd sína, Broken Embraces úr smiðju Pedro
Almodovar. Cruz klæðist einungis fötum frá
Chanel í myndinni og má sjá bæði „vintage“ og
nýjar línur frá tískuhúsinu. Almodovar er sjálfur
mikill aðdáandi merkisins.
Geggjaða rauða hælaskó frá
Kron by Kronkron.
Dásamlega
fallegan bláan
sundbol frá
merkinu
Myla.
Fæst hjá
Systrum,
Laugavegi.
Nýja ilminn
frá Puma sem
er frísklegur
og sportlegur,
fullkominn fyrir
sumarið.
Hönnun hins unga Stefano Pilati hefur verið
umdeild. Það voru til dæmis ekki allir sáttir við
víðu kvennabúrs-buxnasniðin, sem hann inn-
leiddi síðasta vetur, né kubbslega víða jakka
sem þóttu ekki klæðilegir fyrir konur. En
ljóst er að Pilati fer ekki troðnar slóðir og
lína hans fyrir næsta vetur vakti mikla
athygli. Fötin voru aðallega svört og mjög
einföld en þó lék hann sér með form sem
minntu á japanska hönnun ásamt skóm
sem minntu helst á einhvers konar galdra-
gripi. Nóg var líka um klassíkina sem konur
hafa ætíð dáð hjá þessu fræga tískuhúsi: alls
konar fallegir svartir kjólar með mitti, smók-
ingjakkar við buxur og klassískar buxnadrag-
tir. Notkun hans á leðri var líka mjög töff, en
fyrirsætur voru í jökkum, kápum og jafnvel
korselettum úr svörtu leðri. - amb
STEFANO PILATI MEÐ FRAMÚRSTEFNULEGA
HÖNNUN FYRIR YVES SAINT LAURENT
Japönsk form og
einföld snið
SVART Stefano
Pilati notar svartan lit
óspart, sem og leður.
SIXTÍS Hár-
greiðsla sem
minnir bæði
á gamaldags
hárgreiðslur í
anda Catherine
Deneuve og
japanskar
geishur.
KLASSÍSKT
Fallegur
gamaldags
kjóll með
aðsniðnu
mitti.
ELEGANT
Svartur
kjóll við
klassískan
jakka.
SÍTT
Skósíður
leðurkjóll
frá Yves St
Laurent.
SEXÍ
Leður-
korselett
frá YSL.
HVÍTT Dömu-
legur kjóll með
svörtu belti.
Það er ákveðið útlit sem er akkúrat andstæðan við bronslitaðar gyðjur
sem geisla af heilbrigði með fullkomnar hvítar tennur, glansandi húð
og glossaðar varir. Slíkt útlit er það sem kalla mætti „trashy chic“
og tengist gjarnan rokktónlist og töffheitum. „Trashy“ útlit-
ið er dálítið erfitt meðferðar og krefst vissulega ákveðinnar
kúnstar. Hvað er trashy lúkk kunna sumir að spyrja, en
þá á ég við þær konur sem komast upp með það að ganga
um með klessta augnmálningu og úfið hár sem gefur til
kynna að þær hafi ekki verið að rísa úr rekkju einsam-
lar. Þó að þetta hljómi við fyrsta lestur eins og óæski-
legt útlit er það fjarri lagi því margar konur hafa
orðið frægar á slíku útliti. Kate Moss, þrátt fyrir að
vera oft glæsileg og vel tilhöfð, sést oftast úti á götu
í þröngum gallabuxum með sjúskað hár og ælæner
og er samt töff. Edie Sedgwick á sjöunda áratugnum
þreif aldrei af sér augnmálninguna og bætti bara
meiri við. Partídýr og rokkaradætur eins og Peaches
Geldof og Georgia Jagger eru auðvitað með þetta á
hreinu og kunna að vera töff þegar þær hrynja út
úr næturbúllum og börum. Síðastliðið haust var
eins og tískuhönnuðir hefðu líka hrifist af þessu
útliti því sokkabuxur með lykkjufalli voru vinsælar á
tískupöllunum og augnmálning í anda „trash“-gyðjunnar
ógurlegu Amy Winehouse sást í franska Vogue. Ég býst
við að maður verði annaðhvort að vera á táningsaldri eða
útlítandi eins og Kate Moss til að ná stílnum því annars
gæti maður virkað eins og róni eða vændiskona. Ég á til
dæmis hryllilega bágt með lykkjuföll og finnst eins og
það standi á enninu á mér „kona til sölu“ bara vegna smá
saumsprettu á næloninu. Að sama skapi er eitthvað skelfi-
lega rangt við mikinn og klesstan svartan augnblýant í
íslensku morgunbirtunni, málningu sem þó leit svo vel út
hálftíma fyrr á Kaffibarnum. Sennilega er þetta eitthvað
sem er sérlega útpælt og á að einskorðast við tískupallana.
Kynlífshár og klesstur ælæner