Fréttablaðið - 16.05.2009, Page 80
56 16. maí 2009 LAUGARDAGUR
folk@frettabladid.is
> KOMINN MEÐ BÍLPRÓF
Ástralski leikarinn Hugh Jackman
getur loksins þeyst um götur Banda-
ríkjanna á eigin bíl eftir að hann tók bíl-
próf á dögunum. Jackman fann lausa
stund í dagskrá sinni og tók prófið í
New York. Samkvæmt fréttum fjöl-
miðla vestanhafs stóðst hann það
með glans.
Söngleikjamógúllinn Andrew Lloyd Webber
hefur lofað Susan Boyle, sem uppgötvuð var
í Britain‘s Got Talent, hlutverki í söngleik.
Lloyd Webber hitti Boyle nýlega í upptöku-
veri í London og segist ætla að finna hlutverk
fyrir hana. „Hún er frábær og mikill aðdáandi
sýninganna minna. Ef hana langar til að
vera í einni þeirra, þá gæti það vel gerst.
Það yrði að vera rétta hlutverkið. Hún á
bjarta framtíð,“ segir hann.
Susan Boyle er 48 ára og býr í Skot-
landi. Frami hennar hefur verið
með miklum ólíkindum síðan hún
kom fram í Britain‘s Got Talent.
Þar heillaði hún dómarana, Simon
Cowell með talinn, þegar hún söng I
Dreamed a Dream úr söngleiknum
Vesalingunum.
Susan Boyle boðið
hlutverk í söngleik
SUSAN BOYLE Hitti Andrew Lloyd Webber
og hann bauð henni hlutverk í söngleik.
Bandaríska leikkonan Jenni-
fer Aniston hefur ekki átt
sjö dagana sæla hvað ástar-
málin varðar. Fyrst var hún
með Brad Pitt og taldi sig
vera komna til himna-
ríkis. Sú dvöl breyttist
hins vegar fljótt í mar-
tröð þegar Pitt gerði
sér dælt við Angelinu
Jolie og á nú með
henni heilt hand-
boltalið af krökk-
um. Síðan kom til
skjalanna Vince
Vaughn en hann
þótti of mikil karl-
remba og hafði lítinn
áhuga á rómantíkinni.
Loks var það John Mayer
en Aniston hafnaði honum í
það minnsta tvisvar.
Nú hefur komið í ljós að
þetta á sér allt skýringar því
Aniston þykir nokkuð harð-
brjósta. Í það minnsta fannst
henni lítið athugavert við að
hafna fyrrverandi kærasta
sínum á veitingastað. „Við
vorum hætt saman og hann
mætti með mömmu sína á
veitingastað sem ég vann á
í þeirri veiku von um að ég
myndi taka hann aftur. Hann
skellti sér á skeljarnar og bað
mig um að giftast sér. Allur
staðurinn trylltist af fögn-
uði en ég bað hann vinsam-
legast um að standa á fætur
og hypja sig út.“
Aniston er harðbrjósta
EKKI RÓMANTÍSKT Jennifer Aniston sagði nei við mann á veitingastað
þegar hann bað hana um að giftast sér. NORDICPHOTOS/GETTY
Fyrirsætan Jordan hefur sent eigin-
manninum Peter Andre fjölda smá-
skilaboða þar sem hún grátbiður
hann um að taka við sér aftur. Bresk
dagblöð greina frá því að Jordan
hafi lofað bóndanum villtum ból-
förum ef hann hleypi henni aftur í
hjónasæng þeirra. Jordan, sem heit-
ir réttu nafni Katie Price, og Andre
ákváðu að skilja í byrjun vikunnar.
Fram að skilnaðinum hafði Jordan
sett Peter í fjögurra mánaða kyn-
lífsbann.
„Katie hefur sent Pete ótal skila-
boð en hann hefur ekki svarað henni.
Hún vill fá hann aftur en hann vill
ekki sjá hana. Hún er sannfærð um
að kynlífsbannið var mistök og segir
að allt muni breytast,“ sagði vinur
hjónanna við The Sun.
Pete dvelur um þessar mundir
á heimili hjónanna á Kýpur. Hann
hefur rætt við börn sín í síma en
hefur neitað því að ræða við Jor-
dan. Kornið sem fyllti mælinn hjá
Pete, en það var hann sem fór fram
á skilnað, var þegar myndir birt-
ust í fjölmiðlum af Jordan að faðma
annan mann. Hann hefur lengi verið
afbrýðisamur og segja vinir hjón-
anna að Jordan hafi notið þess að
kvelja hann af þeim sökum.
Jordan sér eftir kynlífsbanninu
N
O
R
D
O
C
PH
O
TO
S/
G
ET
TY
MEÐAN ALLT LÉK
Í LYNDI Jordan
og Peter Andre
ætla að skilja.
Fyrirsætan reynir
hvað hún getur
til að fá Peter
til að skipta um
skoðun.
Framhaldsskóladeild nemar fæddir 1993:
Mánudaginn 18. maí, kl 18:00 – 20:00
Eldri nemendur mega mæta í prufutíma
17. ágúst – 15. september 2009
Ath. Ekki eru teknir inn nýjir
nemendur eftir 15. september
Skólaárið 2009 – 2010
Inntökupróf
Listdansskóli Íslands hefur viðurkenningu
menntamálaráðuneytisins sem einkaskóli
á framhaldsskólastigi.
Nám við Listdansskóla Íslands er samkvæmt
aðalnámskrá á grunn- og framhaldsstigi
Skólinn er rekinn af Dansmennt ehf,
sem er í eigu Listaháskóla Íslands
Staður:
Engjateigur 1
105 Reykjavík
Nánari upplýsingar:
www.listdans.is
588 91 88