Fréttablaðið - 16.05.2009, Side 86

Fréttablaðið - 16.05.2009, Side 86
62 16. maí 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Hér færð þú tækifæri til að stýra stærstuhandboltaliðum heims. Stýrðu íslenska landsliðinu til sigurs á Ólympíuleikunum eða í Heimsmeistarakeppninni.Eða taktu við félagsliði stærstu handboltadeildum heimsins, þar á meðal þeirri íslensku. Handball Manager 2009 > Atvik umferðarinnar Andrew Mwesigwa, varnarmaður ÍBV, ákvað að reyna að nota báðar hendurnar til að reyna koma boltanum í mark Blika í leik liðanna á miðvikudagskvöldið. Þar að auki var hann með gult spjald á bakinu og fékk því skiljanlega það rauða. Einkar einkennilegt. > Bestu ummælin „Ég veit nú ekki um vítið sem FH fékk en þú varst ánægður með það. Látum það nægja,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann Stöðvar 2 Sports. Hörður er eins og alkunna er gamall FH-ingur en það hafði lítið með leik FH og Fram að gera og ómaklegt hjá Þor- valdi að vega að Herði með slíkum hætti. TÖLURNAR TALA Flest skot: Valur 17 Flest skot á mark: Stjarnan 10 Fæst skot: Þróttur 4 Hæsta meðaleink.: Fylkir 6,64. Lægsta meðaleink.: Þróttur 3,62. Grófasta liðið: Fylkir 21 brot. Prúðasta liðið: Keflavík, Þróttur og Fram með 8 brot. Flestir áhorfendur: 1287, á leik FH og Fram. Fæstir áhorfendur: 560, á leik ÍBV og Breiðabliks. Áhorfendur alls: 5407 (901). Besti dómarinn: Fjórir dómarar fengu 7 í eink unn fyrir leiki sína í umferðinni. Albert Sævarsson Kristján Valdimarsson Alen Sutaj Halldór Orri Björnsson Valur Fannar Gíslason Steinþór Freyr- Þorsteinsson Atli Sveinn Þórarinsson Jónas Guðni Sævarsson Alfreð Finn- bogason Marel Bald- vinsson Atli Guðnason 3-4-3 FÓTBOLTI Marel Baldvinsson átti sannkallaðan stjörnuleik með Val gegn Fjölni á fimmtudagskvöld- ið. Þar skoraði hann eitt mark og lagði upp annað í 3-1 sigri auk þess sem hann lék varnarmenn Fjölnis oft grátt í leiknum. Marel gekk til liðs við Val skömmu áður en mótið hófst en hann lék áður með Breiðabliki. Hann neitar því ekki að það sé langt síðan hann hafi spilað eins vel og í gær. Ekki dauður úr öllum æðum „Ég var nú kannski ekki dauður úr öllum æðum áður en ég kom til Vals en vissulega var mjög gaman að spila þennan leik. Og klárlega var þetta einn af mínum betri leikjum í langan tíma,“ sagði Marel í samtali við Fréttablaðið. „Það hefur gengið vel að aðlag- ast Valsliðinu. Mér hefur verið tekið vel,“ bætir hann við. Nokkuð var fjallað um félaga- skipti Marels nú á vormánuðum og umræða um að Marel hafi farið til Vals peninganna vegna. Valur var spennandi kostur „Ég gef ansi lítið fyrir þá umræðu enda var ég ekkert að spá í því þegar ég fór í Val. Þarna bauðst mér spennandi kostur enda er Valur með nýtt lið sem hefur burði til að gera góða hluti. Við erum enn að stilla saman streng- ina en það hefur ekk- ert breyst – við höfum enn burði til að ná langt.“ Valur tapaði fyrir Fylki í fyrstu umferð- inni og segir Marel að þeir hafi hreinlega verið lélegir í þeim leik. „Það verður bara að segjast eins og er. En gegn Fjölni stillt- um við upp sóknarsinnuðu liði og ef sá leikur gefur fyrirheit um það sem koma skal erum við í góðum málum.“ Frábært að spila með Helga Marel og Helgi Sigurðsson léku saman í fremstu víglínu Vals- manna í gær. „Við höfum ekki spilað mikið saman í gegnum tíðina þó svo að við vorum oft valdir í landsliðið á sama tíma. En það var frábært að spila með honum í gær og ég held að séum það ólíkar týpur að það henti okkur vel að spila saman,“ sagði Marel. Hann segir góða stemningu ríkja í Valsliðinu. „Það eru mörg ný andlit í hópnum og það tekur auðvitað tíma að kynnast almenni- lega. En samstaðan innan hópsins er góð og sýndi það sig í leiknum þegar við náðum að koma til baka eftir lélega frammistöðu í fyrsta leik. Gegn Fjölni vorum við allir að leggjast á eitt og vinna fyrir hvor annan.“ „En við megum ekki missa okkur. Þetta eru bara þrjú stig og auðvit- að gerum við kröfu á það á heimavelli gegn liði eins og Fjölni – með fullri virðingu fyrir þeim. Nú er bara að halda áfram á sömu braut.“ eirikur@ frettabladid.is Erum enn að stilla strengina Marel Baldvinsson er leikmaður 2. umferðar Pepsi- deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann átti stór- leik í 3-1 sigri Vals á Fjölni á fimmtudaginn. BYRJAR VEL Marel Bald- vinsson er þegar búinn að finna skotskóna sína á Hlíðarenda. Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 4-1 sigri á Fjölni. FÓTBOLTI Hólmar Örn Rúnars- son, fyrirliði Keflavíkur, verð- ur frá keppni næstu 6-8 vikurn- ar þar sem hann ristarbrotnaði í leik sinna manna gegn Fylki í fyrrakvöld. Um álagsmeiðsli er að ræða en atvikið gerðist undir lok fyrri hálfleiks. „Ég steig niður og var að snúa mér þegar ég heyrði smell,“ sagði Hólmar Örn í samtali við Frétta- blaðið. „Þetta er mikið áfall fyrir mig enda missi ég þar með af meirihluta tímabilsins. Ég hef verið heppinn í gegnum tíðina og aldrei verið svo lengi frá vegna meiðsla áður.“ Hólmar Örn skoraði sigurmark sinna manna í 1-0 sigri á Íslands- meisturum FH í fyrstu umferð- inni. Keflvíkingar söknuðu hans greinilega eftir að þeir misstu hann af velli í hálfleik í Árbæn- um og skoruðu heimamenn tvö mörk í síðari hálfleik. Hann gegndi mikilvægu hlut- verki í liði Keflavíkur á síðustu leiktíð og kom alls við sögu í 20 deildarleikjum á tímabilum. Hann skoraði í þeim þrjú mörk. Hólmar tók við fyrirliðaband- inu af Guðmundi Steinarssyni fyrir þetta tímabil. Keflvíkingar spila átta deild- arleiki næstu átta vikurnar en sá fyrsti af þeim verður á móti Vals- mönnum á heimavelli á mánu- dagskvöldið. - esá Keflvíkingar verða án fyrirliðans síns sem ristarbrotnaði í fyrradag: Hólmar Örn frá í tvo mánuði Það er óhætt að segja að nýliðar Stjörnunnar hafi hafið þetta Íslandsmót með látum. Þeir unnu 6-0 stórsigur á lánlausum Þrótturum en nýliðar hafa aldrei byrjað svo vel í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni, í það minnsta hvað markatölu varðar. Stjarnan hefur skorað níu mörk í þessum tveimur leikjum og aðeins feng- ið á sig eitt. Stjörnumenn eiga tvo fulltrúa í liði umferðarinnar, rétt eins og Fylkir og Valur. Fylkir er eina liðið sem á enn eftir að fá á sig mark en Árbæingar hafa lagt sterka andstæðinga að velli í fyrstu tveim- ur leikjunum – Val og Keflavík. Báðir þessir sigrar hafa þó komið á heimavelli og því áhugavert að sjá hvort að góða gengið haldi áfram á útivelli. Alls eiga átta lið fulltrúa í liði umferðarinnar að þessu sinni og tveir leikmenn eru nú valdir í liðið í annað skiptið í röð. Það eru þeir Jónas Guðni Sævars- son, KR og Keflvíkingurinn Alen Sutej. Auk Stjörnunnar og Fylkis eru KR og Breiða- blik einnig með fullt hús stiga. PEPSI-DEILD KARLA: ÚRVALSLIÐ 2. UMFERÐAR Sjóðandi heitir Stjörnumenn Í LEIKNUM AFDRIFARÍKA Hólmar Örn Rúnarsson sést hér í baráttu við Fylkis- manna í leiknum á fimmtudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.