Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.05.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 23.05.2009, Qupperneq 6
6 23. maí 2009 LAUGARDAGUR RÍKISVÍXLASJÓÐUR Þér býðst ekki meira öryggi en ríkisábyrgð Kynntu þér Ríkisvíxlasjóð á www.kaupthing.is, hafðu samband við Ráðgjöf Kaupþings í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi. Víxlar og stutt skuldabréf með ábyrgð íslenska ríkisins. Sjóðnum er heimilt að fjárfesta allt að 10% í innlánum. Hentar þeim sem vilja fjárfesta í þrjá mánuði eða lengur. Litlar sveiflur í ávöxtun og enginn binditími. Lágmarkskaup aðeins 5.000 kr. Hægt að vera í mánaðarlegum sparnaði. Ríkisvíxlasjóður er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Rekstrar- félag Kaupþings banka hf. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Fyrri ávöxtun verðbréfasjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarávöxtun þeirra. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum þeirra, má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðanna sem nálgast má á www.kaupthing.is/sjodir. Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta tryggir innlán að lágmarki fjárhæð sem samsvarar EUR 20.887. Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 6. október 2008 eru „innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi tryggðar að fullu“. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er ekki kveðið á um gildistíma, en yrði hún felld úr gildi þá tæki við lágmarksvernd samkvæmt lögum nr. 98/1999, sem greinir frá að ofan. Tryggingarsjóðurinn tryggir ekki tjón sem verður vegna taps á undirliggjandi fjárfestingum verðbréfasjóða s.s. skuldabréfum eða víxlum. Sjá nánar lög nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, og heimasíðu sjóðsins, www.tryggingarsjodur.is. 10% innlán 90% ríkisvíxlar og ríkisskuldabréf Nýr og traustur kostur fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra fjárfesta. ÍRLAND, AP Forsvarsmenn kaþólsku kirkjunnar á Írlandi og stofnunum hennar stóðu í gær fastir á því að ekki kæmi til greina að kirkjan greiddi stærri hluta þeirra bóta sem samið hefur verið um að þær þúsundir Íra eigi tilkall til sem á liðnum áratugum sættu ofbeldi og misnotkun á bak við luktar dyr kirkjuskóla sem reknir voru fyrir ríkisfé. Reiknað er með að írska ríkið muni þurfa að greiða meira en 1,1 milljarð evra, andvirði um 188 milljarða króna, í lögfræðikostn- að og miskabætur til um 14.000 Íra, sem voru beittir kynferðislegu ofbeldi, barðir eða ofsóttir í umsjá kirkjunnar manna á tímabilinu frá því um 1930 til aldamóta. Málið er gamalt hneyksli, sem lengi lá í þagnargildi en er nú í brennidepli umræðunnar á Írlandi í kjölfar birtingar ítarlegrar rann- sóknaskýrslu. Skýrslan sú telur alls 2.600 síður, en hún var birt á miðvikudag. Samkvæmt skilmálum umdeilds samkomulags, sem gert var milli írskra stjórnvalda og kirkjunn- ar árið 2002 – þegar kirkjan vís- aði enn á bug öllum ásökunum um að þjónar hennar hefðu nokkuð til saka unnið – var kveðið á um að setja þak á fjárhagslega ábyrgð kirkjunnar vegna þessara mála við 128 milljónir evra. Nú lítur út fyrir að sú fjárhæð verði aðeins um tíundi hluti heildarreiknings- ins, þegar þessi mannréttindabrot verða gerð upp. Pat Rabbitte, þingmaður írska Verkamannaflokksins sem er í stjórnarandstöðu og hefur lengi gagnrýnt samkomulagið frá 2002, sagði það vera öfugsnúið ef skatt- borgararnir – þar á meðal fórn- arlömb brota kirkjunnar manna – ættu að axla kostnaðinn af áætl- un sem raunar er hönnuð til þess að vernda kirkjunnar menn frá því að verða sóttir til saka fyrir brot sín. Hverju fórnarlambi sem þigg- ur bótagreiðslu er gert að falla frá rétti sínum til að sækja hvort sem er ríkið eða kirkjuna til saka. Meðalbótagreiðslan sem áætlunin gerir ráð fyrir að falli í hlut hvers fórnarlambs nemur um 65.000 evrum, andvirði rúmlega ellefu milljóna króna. Brian Cowen forsætisráðherra hefur sagt að ríkisstjórnin geti ekki neytt kirkjuna til að greiða meira. Um 900 milljónir evra hafa samkvæmt áætluninni frá 2002 nú þegar verið greiddar út til um 12.000 fórnarlamba. Giskað er á að heildarreikningurinn muni áður en upp er staðið ná á bilinu 1,1 til 1,3 milljörðum evra, það er allt að andvirði 225 milljarða króna. audunn@frettabladid.is Kirkjan hafnar kröf- um um bótakostnað Ítarleg skýrsla um ofbeldis- og misnotkunarbrot kirkjunnar manna á Írlandi gegn skólabörnum á liðnum áratugum hefur eflt kröfur um að kirkjan greiði sjálf stærri hluta bóta sem samið var um að fórnarlömbin hlytu. Hún hafnar því. HEITAR TILFINNINGAR Kevin Flannagan (í miðju) og fleiri úr samtökunum Survivors of Child Abuse (SOCA) á blaðamannafundi rannsóknarnefndarinnar sem kynnti lokaskýrslu sína í Dublin á miðvikudag. NORDICPHOTOS/AFP SKÝRSLAN Lokaskýrsla rannsóknarnefnd- arinnar um brot gegn börnum í ríkisfjár- mögnuðum kirkjuskólum 1930-2000 er hátt í 2.600 blaðsíður. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI „Við erum ekki hústökufólk, þetta er ekki þannig. Við viljum hins vegar að allt sé reynt áður en við förum úr herberginu sem hefur fylgt flokknum í áratugi,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þing- flokksformað- ur Framsókn- arflokksins. Flokkurinn hefur verið beðinn að rýma herberg- ið fyrir Vinstri grænum, sem er orðinn stærri flokkur. Gunnar Bragi viðurkennir að um tilfinningamál sé að ræða, en telur að hægt sé að leysa málið á auðveld- an hátt. „Auðvitað er þetta tilfinn- ingamál fyrst og fremst fyrir okkur, við drögum ekki dul á það. Okkur finnst þetta hins vegar óþarfa brölt ef hægt er að leysa málið á annan hátt eins og við teljum að sé.“ Gunn- ar vísar þar til þess að herbergi sé laust í þinghúsinu sem rúmi þing- flokk Vinstri grænna. Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir, forseti Alþingis, segir ekkert herbergi laust í húsinu. Hún segir ákvörðun fyrirrennara síns enn í fullu gildi, en hún muni skoða hvort hægt sé að finna lausn á málinu fyrir haustið þannig að menn geti orðið sáttir. Gunnar Bragi segir að málið verði leyst í rólegheitunum og undrast þá fjölmiðlaathygli sem það hefur fengið. „Okkur finnst merkilegt að stjórnarflokkarnir séu að þvæla um þetta í fjölmiðlum í staðinn fyrir að einbeita sér að þeim stóru málum sem bíða.“ - kóp Þingflokksformaður segir þingflokksherbergi tilfinningamál Framsóknar: Við erum ekki hústökufólk HEFUR ÁÐUR GERST Að minnsta kosti einu sinni áður hefur það gerst að þingflokkur hefur ekki viljað yfirgefa herbergi sitt þrátt fyrir beiðni þar um. Það var líka Framsóknarflokkurinn. Eftir kosningarnar 1999 var 17 manna þingflokkur Samfylkingar í því herbergi sem nú er talið of lítið fyrir 14 þingmenn Vinstri grænna. Þá stóð til að flytja Samfylkinguna í herbergi Framsóknarflokksins, sem neitaði að fara. Lausn fannst ekki fyrr en nýi skálinn var tekinn í notk- un árið 2002 og Samfylkingin fékk herbergi sem ætlað var í fyrirlestra og móttökur. GUNNAR BRAGI SVEINSSON REYKJANESBÆR Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa ákveðið að leggja niður kennslu í pólsku í skólum bæjarins en ríflega 900 Pólverjar voru búsettir í bænum um síðustu áramót, að sögn VF. Ákvörðunin hefur verið harð- lega gagnrýnd. Sveindís Valdi- marsdóttir, bæjarfulltrúi A-lista, spurði hvort lagalega væri heim- ilt að fella niður þessa kennslu. Guðbrandur Einarsson, A-lista, spurði hvaða rök lægju að baki. Garðar Vilhjálmsson, bæjar- fulltrúi sjálfstæðismanna, sagði engin lög skylda bæinn til að sjá erlendum börnum fyrir kennslu í þeirra móðurmáli. - ghs Reykjanesbær: Hættir pólsku- kennslunni ALÞINGI „Breytingarnar allar eru til bóta,“ segir Hannes Sigurðs- son, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um nýtt frumvarp um stofnun eignaum- sýslufélags ríkisins, en Hannes fundaði með efnahags- og skatta- nefnd í gær. Hann segir að með nýju frumvarpi verði það aðeins örfá fyrirtæki sem endi hjá slíku eignaumsýslufélagi. „Þetta er mun betra en var, en við óskum þess að það komi ekki til að þetta félag hafi nokkuð að gera,“ segir Hannes. Meðal athugasemda sem fram komu á frumvarpið var að skýra þurfi hvernig tryggja á virka samkeppni. Þá þurfi að leggja frekari áherslu á að fyrirtæki verði seld úr slíku félagi, meðal annars til að styrkja uppbygg- ingu hlutabréfamarkaðar. Þá var það gagnrýnt að ráðherra væri veitt of mikil heimild til að útfæra lögin í reglugerð. „Breytingar hafa verið gerð- ar á frumvarpinu [um eignaum- sýslufélög] til að mæta ýmissi gagnrýni á fyrra þingi,“ segir Helgi Hjörvar, formaður efna- hags- og skattanefndar. „Þetta er mjög stórt og flókið verkefni sem um ræðir og talsverð vinna í að tryggja gagnsæi og jafnræði,“ segir Helgi. - ss Frumvarp um eignaumsýslufélag til umræðu í efnahags- og skattanefnd: Þarf að tryggja virka samkeppni HANNES SIGURÐSSON Aðstoðarfram- kvæmdastjóri SA segir breytingar á nýju frumvarpi um eignaumsýslufélag allar til bóta. Á að frysta launahækkanir? Já 34,7 % Nei 65,3 % SPURNING DAGSINS Í DAG Er nægt eftirlit með að reglum um gjaldeyri sé fylgt? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.