Fréttablaðið - 23.05.2009, Page 11
LAUGARDAGUR 23. maí 2009 11
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 31 Velta: 35 milljónir
OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6
260 +0,67% 708 +0,44%
MESTA HÆKKUN
ICELANDAIR 5,00%
ÖSSUR 0,49%
MESTA LÆKKUN
BAKKAVÖR -7,09%
MAREL FOOD SYS. -0,16%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,40 +0,00% ... Atlantic
Airways 167,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 515,00 +0,00% ...
Bakkavör 1,18 -7,09% ... Eik Banki 89,00 +0,00 ... Eimskipafélagið
1,00 +0,00% ... Føroya Banki 119,00 +0,00% ... Icelandair Group
4,20 +5,00% ... Marel Food Systems 61,40 -0,16% ... Össur 103,50
+0,49%
Launavísitala í apríl 2009 er 355,4 stig og
lækkaði um 0,2 prósent frá fyrri mánuði
samkvæmt tölum sem Hagstofan birti
í gær. Kaupmáttur launa er nú sá sami
og var í lok árs 2003 að því er Greining
Íslandsbanka bendir á.
Til samanburðar var launavísitalan í
janúar 2007 311,5 stig. Síðastliðna tólf
mánuði hefur launavísitalan hækkað um
4,4 prósent.
Vísitala kaupmáttar launa í apríl er
108,5 stig og lækkaði um 0,6 prósent frá
fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur
vísitala kaupmáttar launa lækkað um 6,7
prósent.
Tveir kjarasamningar voru gerðir á
tímabilinu sem koma inn í útreikninginn.
Kjararáð lækkaði laun dómara um 5 til 15
prósent. Í samkomulagi Félags prófess-
ora við ríkisháskóla og fjármálaráðherra
var kveðið á um greiðslu sérstaks álags
vegna gildistöku nýrra háskólalaga.
Greining Íslandsbanka bendir á að
kaupmáttur launa hefur nú lækkað um
9,7 prósent frá því að hann náði sögulegu
hámarki í byrjun síðasta árs, en laun
hafi hins vegar hækkað um 0,6 prósent
frá hruni bankanna í október. Verðbólgan
hafi hins vegar étið upp þá hækkun og
vel það.
„Lækkunin undanfarið er meiri og
hraðari en hér hefur mælst síðan á sam-
dráttarskeiðinu um og eftir 1990. Kaup-
máttur launa stendur um 8,9 prósentum
hærra en hann gerði fyrir tíu árum síðan
og 24,9 prósentum hærri en hann gerði
fyrir tuttugu árum,“ segir í umfjöllun
greiningardeildarinnar.
Kaupmáttur launa er því enn sagður
vera nokkuð hár, í það minnsta miðað við
þau gildi sem þá voru. Lítilla launahækk-
ana er hins vegar að vænta næstu mánuði
að mati Greiningar Íslandsbanka, enda
mikill slaki á vinnumarkaði. - vsp/óká
Kaupmáttur eins og í árslok 2003
Í VERSLUNARFERÐ Kaupmáttur launa er enn
fjórðungi meiri en fyrir tuttugu árum, þótt hann
hafi minnkað frá hámarki í byrjun síðasta árs.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Unnið er að endurfjármögnun lána
hjá Nordic Partners sem er í eigu
Íslendinga. Meðal annars er lúxus-
hótelið D‘Angleterre og fleiri hótel
í þeirra eigu sem keypt voru árið
2007. Landsbankinn fjármagnaði
kaupin á hótelunum.
„Þetta er búið að vera í gangi
lengi [endurfjármögnunin]. Það
gengur ekki erfiðlega en það geng-
ur mjög hægt að fá lán,“ segir Jón
Þór Hjaltason, einn eigenda Nord-
ic Partners.
Félagið hefur sérhæft sig í mat-
vælaframleiðslu en á einnig hót-
el fasteignir í Danmörku. Ætlunin
er að leigja út reksturinn á hótel-
unum D‘Angleterre og Kong Fre-
drik og endurskipuleggja þannig
reksturinn. Fyrirgreiðslu hefur
félagið fengið í Tékklandi fyrir
matvælafyrirtækið Hamé. - vsp
Endurfjármögn-
un gengur hægt
D‘ANGLETERRE Hótelið hefur verið í
eigu Íslendinga frá 2007. Gengið hefur
hægt að fá lán til að endurfjármagna
starfsemina.
Austurhöfn-TR, sem er félag í eigu
ríkis og borgar um byggingu Tón-
listarhúss og ráðstefnumiðstöðvar,
hefur skipað nýjar stjórnir í eign-
arhaldsfélaginu Portusi og systur-
félagi þess, Situsi, sem orðin eru
dótturfélög Austurhafnar-TR.
Í stjórn Portusar eru: Pétur J.
Eiríksson, formaður, Björn Ingi
Sveinsson, Björn L. Bergsson,
Svanhildur Konráðsdóttir og Þór-
unn Sigurðardóttir. Portus mun
sjá um framkvæmdir við Tónlist-
arhúsið og ráðstefnumiðstöðina og
einnig um undirbúning reksturs og
starfsemi í húsinu.
Í stjórn Situsar eru: Pétur J.
Eiríksson, Guðrún Valdimarsdótt-
ir og Björn L. Bergsson.
Situs mun eiga aðliggjandi
byggingarreiti og sjá um umsýslu
þeirra reita. - vsp
Portus kaus sér
nýja stjórn
TÓNLISTARHÚSIÐ Dótturfélög Austur-
hafnar-TR hafa kosið sér nýjar stjórnir.
Félögin annast meðal annars byggingu
Tónlistarhússins í Reykjavík.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
bmvalla.is
Söludeild :: Breiðhöfða 3 :: Sími: 412 5050
OPIÐ HÚS HJÁ BM VALLÁ
UM LAND ALLT
Fornilundur
Laugardaginn 23. maí kl. 12 – 16.
Opið hús hjá BM Vallá
Í tilefni sumarkomu bjóðum við alla hjartanlega velkomna til okkar.
Við kynnum garðvörur, byggingalausnir og vörur fyrir viðhald húsa.
TILBOÐ Á BLÓMAKERJUM Í TILEFNI DAGSINS
Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir, landslagsarkitekt heldur erindi um garðinn
og nýtingu hans kl. 14 og 15. í Aðalskrifstofu BM Vallá, Bíldshöfða 7.