Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 16
16 23. maí 2009 LAUGARDAGUR
AF NETINU
UMRÆÐAN
Kjartan Örn Sigurðsson
skrifar um samkeppni
Yfirtaka ríkisbankanna á Pennanum og A4
hefur leitt til þess að ríkið
er komið með markaðs-
ráðandi stöðu á ritfanga-
skrifstofuvörumarkaði á
Íslandi. Bæði Penninn og
A4 hafa verið tekin til gjaldþrota-
skipta og nýjar kennitölur stofn-
aðar um rekstur þeirra. Ríkið er
orðið markaðsráðandi, ekki aðeins
vegna yfirtökunnar á félögunum
tveimur, heldur einnig vegna þess
að það hefur stofnað ný fyrirtæki
á samkeppnismarkaði.
Mikil umræða hefur skapast
undanfarið um samkeppnisstöðu
þeirra sem eftir standa í einka-
eigu á markaði eftir að ríkið hefur
tekið félög yfir og lúshreinsað þau
með þessum hætti. Sam-
keppniseftirlitið hefur
lagt nýju ríkisbönkun-
um línurnar og álykt-
að að sú ráðstöfun skuli
valin sem raski sam-
keppni sem minnst og
að ekki sé stofnað til
aukinnar fákeppni held-
ur leitast við að draga úr
slíku ástandi.
Skuldbinding eða val
Umræðan undanfarið hefur fyrst
og fremst snúist um niðurfellingu
skulda yfirteknu félaganna sem
standa eftir hóflega skuldsett
og tilbúin í grimma samkeppni.
Það er hinsvegar einnig mikil-
vægt að skoða annan rekstrar-
kostnað þessara nýju félaga, t.d.
launakostnað, húsnæðiskostnað
og rekstur flutningatækja, sem
stjórnendur nýju „ríkisfyrirtækj-
anna“ hafa að markmiði að lækka
verulega til að hagræða í rekstr-
inum.
Það er samdráttur í verslun og
eðlilegt að reynt sé að draga saman
seglin t.d. með því að segja upp
fólki, fækka verslunum, bifreið-
um o.s.frv. Þetta eru allt annað en
auðveldar aðgerðir hjá venjulegu
rekstrarfélagi sem er t.d. með
fimm til tíu ára húsaleigusamn-
inga eða þriggja ára rekstrarleigu-
samninga á flutningatækjum. En
hjá nýju ríkisreknu fyrirtækjunum
er þetta val. Þau ráða hvaða bíla-
samninga þau taka yfir, þau ráða
hvaða húsaleigusamninga þau taka
yfir. Nýi Penninn hefur ekki endur-
nýjað leigusamning í Holtagörðum
né á Glerártorgi á Akureyri. Nýi
A4 hefur ekki endurnýjað samn-
inga sína í Borgartúni, Smiðjuvegi
og Köllunarklettsvegi. Þá hefur
leigusölum verið boðin allt að 50%
lægri leiga fyrir þau leiguhúsnæði
sem þessi félög vilja halda. Leigu-
salarnir hafa ekki marga kosti.
Það er engin biðröð af fyrirtækj-
um fyrir utan hjá þeim sem vilja
leigja verslunarhúsnæði í dag.
Jafnræði?
Það verður erfiðara og erfiðara
fyrir þau félög sem eftir eru einka-
rekin á markaði að taka þátt í eðli-
legri samkeppni þegar búið er að
breyta rekstrarforsendum með
þessum hætti. Það hefur aldrei
verið mikilvægara að jafnræði sé
tryggt. Á sama tíma framselur Rík-
iskaup ríkiskaupasamning um rit-
föng og skrifstofuvörur frá gamla
Pennanum og gamla A4 yfir á nýja
Pennann og nýja A4. Office 1 var
einnig aðili að þeim samningi og
hefði auðveldlega getað fullnægt
þörfum kaupenda enda fordæmi
fyrir því að gerðir séu samningar
við eitt fyrirtæki eftir samkeppn-
isútboð sbr. rammasamning um
byggingavörur við Húsasmiðjuna.
Ríkiskaup hefur með þessu lagt
blessun sína yfir kennitöluflakk
ríkisbankanna og valið að hygla
nýju „ríkisfyrirtækjunum“ á kostn-
að einkaframtaksins.
Markmið ríkisbankanna er skilj-
anlega að hámarka eignir sínar í
þessum yfirteknu félögum. Við sem
eftir stöndum getum ekki ætlast til
þess að þeir sem stjórna þessum
félögum taki slæmar ákvarðanir
sem gangi gegn hagsmunum nýrra
eigenda en við getum að sama skapi
ekki sætt okkur við að menn sýni
ekki samfélagslega ábyrgð eða
hagi sér á annan óábyrgan hátt.
Það verður líklega seint hægt að
skilgreina óeðlilega lágan rekstr-
arkostnað en það verður að koma í
veg fyrir að fyrirtækjum sé skapað
samkeppnisforskot við það að lenda
í höndum nýju ríkisbankanna.
Höfundur er forstjóri
Egilsson hf./Office 1
Forskot eftir kennitöluflakk
KJARTAN ÖRN
SIGURÐSSON
UMRÆÐAN
Þórhallur Hákonarson skrifar
um efnahagsmál
Frá því að efnahagshrunið varð hefur margt verið sagt og
margir komið með áhugaverðar
tillögur til lausnar á vanda heim-
ilanna. Ein áhugaverðasta tillag-
an var tillaga framsóknarmanna
um 20% afskriftir á íbúðarlánum.
Sýnist sitt hverjum um þær. Ég tel
að þó að tillögur Framsóknar séu
góðar virðist þær ekki hafa verið
hugsaðar nógu heildstætt.
Ein grundvallarregla stjórnsýslu
er jafnræði borgaranna og er ekki
tekið nægjanlegt tillit til þess. Það
sem gengur upp í tillögum Fram-
sóknar er að yfirgnæfandi líkur
eru á því að lánin sem nýju bank-
arnir taka yfir af gömlu bönkun-
um verði afskrifuð umtalsvert. Ef
við segjum að afskriftirnar verði
50% þá verður svigrúm þar til að
afskrifa fyrir almenning og það
kostar ríkissjóð ekki krónu. Eig-
infjárstaða almennings batnar og
neysla þeirra sem ekki þurfa leið-
réttinguna eykst, sem síðan eykur
neyslu í þjóðfélaginu með tilheyr-
andi snjóboltaáhrifum.
Gætt að jafnræði
Það sem ekki hefur
komið nægilega vel
fram er hvað á að
gera fyrir lánþega
Íbúðalánasjóðs og
lífeyrissjóðanna?
Það getur ekki verið
að það eigi aðeins
að leiðrétta lán hjá
þeim sem fengu
lánað hjá bönkunum.
Ef það á að leiðrétta lánin hjá þeim
sem fengu lánað hjá Íbúðalána-
sjóði og Lífeyrissjóðunum myndi
það kosta langt yfir 100 milljarða
króna. Útlán Íbúðalánasjóðs voru í
árslok 2008 um 680 milljarðar sam-
kvæmt ársskýrslu sjóðsins fyrir
2008. Afskriftir um 20% á þeim
hluta myndu kosta ríkissjóð um 140
milljarða. Íbúðalánasjóður myndi
ekki þola slíkar afskriftir, svo ekki
sé minnst á íbúðalán lífeyrissjóð-
anna þar sem margir yrðu ósáttir
við að þannig yrði farið með lífeyri
þeirra.
Möguleg leið
Fátt er svo með öllu illt að ei boði
gott. Til er leið sem hægt er að fara
og kostar ríkissjóð ekki krónu.
1) Byrjað verði á því að setj-
ast með erlendum kröfueigendum
gömlu bankanna og þeim sagt að
þeir fái í mesta lagi 10-15% af kröf-
um sínum greiddar. Þeir erlendu
aðilar sem lánuðu íslensku bönk-
unum eru búnir að afskrifa lánin
sín og selja áhættufjárfestum
sem keyptu kröfurnar á 2-6 krón-
ur hverjar 100 krónur (samkvæmt
frétt á vísi.is 6. nóvember 2008).
Með því að bjóða þeim strax 10-
15% upp í kröfurnar þá fá þeir 200-
1000% ávöxtun (sem er enn hærri á
ársgrundvelli og þætti mörgum það
ansi gott í dag). Að sjálfsögðu munu
þessir aðilar hafa hátt og tala um
að lánstraust Íslands muni aldrei
ná sér o.s.frv. Dæmin sanna að t.d.
bæði Argentína og Rússland fengu
sitt lánstraust aftur og að núver-
andi kröfueigendur skipta ekki
höfuðmáli (eftir því sem ég kemst
næst eru þetta helst vogunarsjóð-
ir og tryggingafélög og ekki í eig-
inlegri lánastarfsemi, og því ekki
framtíðarlánveitendur Íslands).
Með þessu myndi ríkissjóður spara
sér um 205 milljarða. Heildarí-
búðalán bankanna voru samkvæmt
Seðlabanka Íslands 605 milljarðar
og 50% afskriftir þýðir að greiða
verður um 300 milljarða en 85%
afskriftir þýðir að greiða verður
um 95 milljarða og mismunur er
205 milljarðar.
2) Öll íbúðalán fengin úr bönk-
unum eru færð inn í Íbúðalána-
sjóð á bókfærðu virði frádregið
því sem á að afskrifa yfir línuna.
Dæmi: Ef ákveðið er að afskrifa öll
íbúðalán um 30% eru íbúðalánin
færð til Íbúðalánasjóðs á bókfærðu
virði með 30% afskriftum. Með því
myndast mikið eigið fé hjá Íbúða-
lánasjóði, yfir 400 milljarðar. Með
þessari miklu aukningu eigin fjár
gæti Íbúðalánasjóður í raun greitt
fyrir íbúðalán gömlu bankanna,
lífeyrissjóðunum fyrir íbúðalánin
þeirra, verðbólguleiðrétt öll lánin og
að öllum líkindum gefið þeim sem
eru með erlend íbúðalán kost á að
færa þau yfir í íslenskar krónur á
því gengi sem lánið var tekið ásamt
því að fá sömu afskriftir og aðrir.
Kostirnir eru:
■ Jafnræði allra er tryggt
■ Kostar ríkissjóð ekki neitt
■ Fjöldagjaldþrotum heimila forð-
að
■ Neysla fer aftur af stað
■ Atvinnuleysi ætti að minnka
■ Tekjuskattur eykst, veltuskattar
aukast og fjárlagagatið minnkar
hjá ríkissjóði.
■ Álag á heilbrigðiskerfið minnkar
(atvinnuleysi og fjárhagsáhyggj-
ur auka álag á heilbrigðiskerfið)
Ókostir eru:
■ Fjármagnseigendur missa verð-
bætur á innstæðum sínum
■ Erlendir kröfuhafar verða fúlir
■ Lánafyrirgreiðsla erlendis gæti
orðið erfiðari til skamms tíma
Spurningin er hve háa prósentu
er hægt að afskrifa yfir línuna. Það
er líka hægt að hugsa sér að ákveð-
in prósenta verði afskrifuð yfir lín-
una en þó fari afskriftin ekki yfir
ákveðna upphæð (ef einhver sér
ofsjónum yfir því að þeir sem eiga
einbýlishús fái hærri afskriftir í
krónum talið en aðrir).
Þessi aðferðafræði ætti líka að
duga fyrir fyrirtækin sem nú eru að
bugast. Svipuð leið fyrir fyrirtæk-
in myndi leiðrétta samkeppnisstöðu
fyrirtækja og ríkið yrði hugsanlega
ekki eini atvinnurekandi landsins.
Ríkisstjórnin stendur frammi
fyrir einni lykilspurningu: ber hún
aukna ávöxtun erlendra fjárfesta
meira fyrir brjósti en hag íslenskra
heimila og fyrirtækja?
Höfundur er fjármálastjóri.
Hvernig á að bjarga heimilunum?
ÞÓRHALLUR
HÁKONARSON
Silkináttföt í Alþingishúsinu
Fáeinir þingmenn neita að yfirgefa
gamalt þingflokksherbergi Framsókn-
arflokksins í Alþingishúsinu.
Herbergið er allt of stórt fyrir
þingflokk Framsóknar sem skroppið
hefur saman.
Hef einu sinni komið þar inn.
Til að kaupa silkináttföt af alþing-
ismanni sem drýgði tekjurnar með
innflutningi á slíkum varningi frá Asíu.
Eiríkur Jónsson
dv.is/blogg/eirikur-jonsson
Alvarlegur doði í ríkisstjórn
Atburðarásin frá kosningum vekur
upp spurningar hvort ekki sé brýn
þörf fyrir neyðarstjórn. Gamlir jálkar
í stjórnmálum hafa tekið völdin og
hafa engan skilning á mikilvægi þess
að takast á við þær hörmungar sem
blasa nú við fjölskyldum í landinu.
… Atvinnupólitíkusar eru samdauna
þeirri venju að segja eitt og gera
annað. … Ráðaleysið birtist í orðræðu
þeirra sem felur í sér að almenningur
sé ekki að skilja ástandið en í raun
skilja þeir það ekki sjálfir og eru ekki
innréttaðir til þess að koma auga á
raunveruleg úrræði.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
kreppan.blog.is
Græna hagkerfið
Ég fór á fund um grænt hagkerfi í gær
og fræddist heilmikið. Það var samt
eitt sem fór í taugarnar á mér og það
var orðræðan. Náttúra var tæplega
náttúra heldur aðallega auðlind (og
við vitum öll að auðlindir ber að nýta
samkvæmt ríkjandi hugmyndum, ekki
satt?)
Íris Ellenberger
freestylefrekja.blogspot.com
FÆRÐUBRJÓSTSVIÐAEÐA
SÚRT BAKFLÆÐI?...
...Nú færðu Losec Mups* án lyfseðils í næsta apóteki!
Nýtt!
annt um líf og líðan
Notkunarsvið: Losec Mups sýruþolnar töfl ur innihalda efnið omeprazol sem hemur magasýruframleiðslu. Losec Mups er notað við tilfallandi
brjóstsviða og súru bakfl æði. Ekki má nota lyfi ð ef þú ert með ofnæmi fyrir omeprazoli eða einhverju öðru innihaldsefnanna eða samhliða lyfjum sem innihalda atazanavir. Gæta
skal varúðar ef þú færð einhver af eftirtöldum einkennum: Verulegt þyngdartap, endurtekin uppköst, kyngingarerfi ðleika, blóðuppköst eða blóð í hægðum. Þá skal hafa samband
við lækni. Látið lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð. Meðganga og brjóstagjöf: Losec Mups má nota á meðgöngu. Konur með barn á brjósti
eiga að leita ráða hjá lækni áður en notkun hefst. Skömmtun: Ein Losec Mups 20 mg tafl a ekki oftar en einu sinni á sólarhring. Ef einkennin hafa ekki horfi ð eftir 14 daga stöðuga
notkun skal hafa samband við lækni. Gleypa á töfl urnar heilar með ½ glasi af vökva. Hvorki má tyggja þær né mylja. Töfl urnar má leysa upp í vatni eða einhverjum súrum vökva
(t.d. ávaxtasafa) og taka þannig inn. Það skiptir ekki máli hvort Losec Mups er tekið inn með eða án matar. Algengustu aukaverkanir eru: Höfuðverkur, niðurgangur, ógleði/
uppköst, kviðverkir, hægðatregða og aukinn vindgangur. Lesið vandlega allan fylgiseðilinn sem fylgir lyfi nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Mars 2009.
*Omeprazol