Fréttablaðið - 23.05.2009, Síða 17

Fréttablaðið - 23.05.2009, Síða 17
Rio Tinto Alcan Straumsvík Pósthólf 244 222 Hafnarfjörður Sími 560 7000 www.riotintoalcan.is I S A L – S T R A U M S V Í K Álverið í Straumsvík notar vatn til að kæla rafspenna, en um þá fer allt rafmagn sem álverið notar við framleiðslu sína. Kælivatnið kemur úr Kaldá, vatnsmikilli á sem rennur til sjávar undir hrauninu við verksmiðjuna. Enda þótt Ísland sé auðugt af hreinu vatni er mikilvægt að umgangast þá auðlind af sömu virðingu og aðrar gjafir landsins. Vatnið sem við notum til kælingar á rafspennum fer jafnhreint frá okkur og það kemur til okkar. Þess vegna má nota það aftur á Hvaleyrarvelli, golfvelli Keilis, sem þarf mikið vatn til vökvunar. Álverið opnaði á dögunum vatnslögn frá Straumsvík að golfvellinum, þar sem vatnið okkar safnast í þessa fallegu tjörn. Úr henni er vatnið leitt um fullkomið vökvunarkerfi og úðað yfi r fagurgrænar fl atir og teiga þessa skemmtilega vallar. Þannig er verðmæt auðlind nýtt ekki einu sinni, heldur tvisvar. Til hamingju Keilir og takk fyrir ánægjulegt samstarf!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.