Fréttablaðið - 23.05.2009, Síða 23
LAUGARDAGUR 23. maí 2009 23
170 milljarða á þremur árum?
Við höfum reyndar verið að
vinna með aðeins aðrar tölur. En
það er gat sem þarf að loka með
annaðhvort niðurskurði eða aukn-
um tekjum …
Hvaða tölur eru það?
… og þótt þetta sé erfitt ástand
og við höfum dregið saman um
fjörutíu milljarða í fyrra, frá upp-
haflegum áætlunum, þá höfum við
ekki sparað inn að beini. Það segir
sig sjálft að það eru matarholur
síðan á árunum 1995 til 2008, sem
voru þrettán uppgangsár.
En á meðan við höfum ekki
aðrar tölur en 170 milljarða, getur
þú nefnt mér einn einasta milljarð
þar sem á að skera niður?
Við erum að hugsa út í marga
kosti, en ég ætla nú ekki að byrja
að telja fram milljarðana hér, með
fullri virðingu fyrir Fréttablaðinu.
Við þurfum að vinna þetta fyrst á
vettvangi ríkisstjórnar og líka í
samráði við aðila vinnumarkað-
arins. Þeir eru að leggja grunn að
kjarasamningum þar sem tekið
er tillit til helstu hagstærða. Þá
er mikilvægt að við komum að
borðinu til að verja kjör og mynda
umgjörð á vinnumarkaðnum.
Skuldir heimila og fyrirtækja
Hvernig svarar þú því að það sé
ósanngjarnt að verið sé að fella
niður margra milljarða skuldir í
viku hjá fyrirtækjum en í staðinn
lengja skuldir hjá einstaklingum
til æviloka?
Þetta er á nokkrum misskiln-
ingi byggt. Það eru ekki felldar
niður skuldir á fyrirtæki almennt.
Þau fara í þrot og þá leysa bank-
arnir þau til sín og koma þeim
í hendur nýrra eigenda. Það er
aldrei þannig að fyrri eigendur
fái að halda fyrirtækjum og að
skuldir séu skrifaðar niður. Það
hefur hvergi gerst á undanförn-
um mánuðum.
En nýir eigendur kaupa fyrir-
tækin án skulda og bankinn tekur
á sig tjónið.
Já, þeir kaupa þau þá og spreyta
sig á að reka þau. Og það er alveg
eins með fólk sem fer í þrot, að
bankinn mun sitja uppi með það
tjón. Aðgerðir okkar miða að því
að greiða leið almennings til að
halda lánum í skilum og standa
undir skuldbindingum sínum.
Blessunarlega er það ekki þannig
að þorri heimila geti ekki stað-
ið í skilum, þótt skuldabyrði
hafi aukist. Ef þú horfir á verð-
tryggðu lánin, þá er næstum eng-
inn að verða fyrir meiri hækkun
afborgana en sem nemur fimm-
tíu þúsund krónum. En auðvitað
eru heimili þar sem önnur fyrir-
vinnan eða báðar hafa misst vinn-
una, og geta ekki borgað. Það þarf
að greiða þessu fólki leið. Með
greiðsluaðlögun fasteignaveð-
lána sköpum við leið fyrir fólk til
að halda lánum í skilum á meðan
á slíku erfiðleikatímabili stend-
ur. Jafnframt hefur þú fyrirheit
um að hægt verði að afskrifa það
sem stendur út af í lok tímans. Þú
borgar eins og þú getur á fimm
ára tímabili. Ef skuldir eru þá
meira en 110 prósent af mark-
aðsvirði eignarinnar, þá er opnuð
heimild til að fella þær niður.
Þetta er bara fyrir þá allra verst
stöddu …
Í rauninni ekki. Ef annar aðil-
inn missir vinnu og fólk á í erf-
iðleikum, þá dugar þessi leið vel,
sem og greiðslujöfnunarvísital-
an. Hún getur tryggt tuttugu til
fimmtíu prósenta lægri afborg-
anir.
Já, en það er sama skuldin. Það
er talað um þetta sem réttlætis-
mál, að þið hafið klúðrað öllu og
ekki sagt frá því í hvað stefndi
snemma 2008 og nú eigi almenn-
ingur að borga brúsann. Þið feng-
uð þessar eignir úr gömlu bönkun-
um ódýrt. Af hverju eigum við að
borga fullt verð?
Þegar ríkið tekur yfir eign-
irnar úr gömlu bönkunum, þá er
miðað við að allir borgi eftir getu.
Eina afskriftin sem þar fer fram
er áætlað tap. Þetta er útbreidd-
ur misskilningur að þarna verði
til eitthvað fitulag. Og það er ekki
þannig að það sé hægt að láta
erlenda kröfuhafa borga fyrir
allsherjar skuldaafléttingu.
Við þyrftum að leggja byrðar
á skattborgara, sem ekki mynd-
uðu eignir, til að létta skuldum af
þeim, sem tóku lán til að mynda
eignir. Ég er alveg sammála því
að það er ekki gott að lenda í þess-
ari stöðu, en ég held að það yrði
aldrei samfélagslegur friður um
það ef ég losnaði við hluta þeirra
skulda sem ég stofnaði til í eigna-
kaupum og í staðinn eigi aldraðir
eða ungt fólk að borga þetta, en
ég haldi eignunum. Sama á við um
breytingu vísitölu, hún kæmi úr
ríkissjóði líka.
Það fólk sem keypti eignir og
stofnaði til skulda 2005 til 2008
er í sérstaklega vondri stöðu en
fólk sem keypti eignir sínar áður
er auðvitað fyrst og fremst að sjá
pappírshagnað hverfa. Svo fremi
sem það tók það ekki út í aukinni
skuldsetningu, eins og mörg okkar
gerðu. Í því fólst auðvitað áhætta,
sem ég tók að hluta eins og aðrir.
En margir gerðu þetta af illri
nauðsyn. Verðtryggingin gerði
ómögulegt að greiða niður inn-
lend lán. Það var ónýt hagstjórn
sem fékk marga út í þetta.
Já, en af hverju voru vextir
svona háir? Það var af því að mark-
mið og skilaboð Seðlabankans voru
að menn ættu ekki að taka lán.
Þegar við tókum erlend lán vorum
við að flýja hagstjórnarvald Seðla-
bankans og tókum áhættu með því.
Ég ætla ekki að fara að bera í bæti-
fláka fyrir bankana eða þeirra
vitlausu lánastefnu, en ég man nú
samt eftir bankastjórum sem vör-
uðu við því að fólk tæki lán í mynt
sem það hafði ekki tekjur í. Við
vorum ekki einhver sárasaklaus
þjóð sem var troðið ofan í nauð-
uga viljuga erlendum lánum. Hins
vegar höfðum við byggt upp skuld-
sett óheilbrigt samfélag, sem er nú
komið að leiðarlokum. Nú verðum
við að hefja efnahagslega viðreisn
á traustari stoðum og traustum
gjaldmiðli, þannig að verðmætin
sem við sköpum skolist ekki út á
haf með reglulegu millibili. Því
það er lærdómurinn af íslensku
krónunni. Hún kemur okkur allt-
af í öngstræti og kallar yfir okkur
kreppur. Sveiflurnar eru fylgifisk-
ur þessarar veiku stoðar.
Alþjóðasamningar og VG
Nú erum við að brjóta EES með
gjaldeyrishöftunum …
Já, og það er eitt sem fór fram
hjá hinum flokkunum í kosninga-
baráttunni. Það er alltaf talað um
hvað Samfylkingin sé upptekin
af ESB, en það var aldrei nefnt í
heilli kosningabaráttu annað en
að það væri allt fínt í samskipt-
um okkar við útlönd.
En við erum ekki að uppfylla
EES og þess vegna er ekki hægt
að tala þannig að óbreytt ástand
sé valkostur. Það að hér hafi verið
eðlilegt að kaupa bíl á erlendu
láni sýnir þetta betur en nokkuð
annað. Við vorum öll að fara fram
hjá krónunni, hvort sem það var
með myntkörfu eða verðtrygg-
ingu, því það er ekki hægt að
nota hana. Við höfum alltaf verið
að flýja.
Heldurðu að VG sé þér sam-
mála um þetta?
Ég held að í VG séu sífellt fleiri
að skilja að gjaldmiðillinn hefur
áhrif á atvinnustefnuna. Með
krónu byggjum við ekki upp smá-
iðnað og þjónustu. Krónan krefst
þvert á móti stórtækra ríkis-
styrktra lausna á borð við stór-
iðju. Áframhald íslenskrar krónu
er ákall um endalaus álver.
Sjálfbær atvinnustarfsemi
verður reist með lágum vöxtum,
stöðugleika og viðskiptum við
önnur lönd. Þannig byggjum við
upp heilbrigt atvinnulíf jafnt á
höfuðborgarsvæðinu sem á lands-
byggðinni. Enginn myndi græða
jafn mikið á þessu og landsbyggð-
in. Ég held að vinir mínir í VG séu
að átta sig á þessu.
FYRIR EFTIR
FYRIR EFTIR
FagMennt
www.opnihaskolinn.is
VILT ÞÚ STYRKJA STÖÐU ÞÍNA?
KYNN T U Þ ÉR SÓ K N ARF ÆRI Á WWW.OPNI HAS KOLI NN. I S
FagMennt Opna háskólans býður öflug og fjölbreytt námskeið sem hjálpa til við
að styrkja stöðu þína. Kynntu þér námsframboð Opna háskólans.
DIPLÓMANÁM
Mannauðsstjórnun
Hefst í ágúst
Mannauðsstjórnun – Akureyri
Hefst í ágúst
Stjórnun og rekstur fyrirtækja
Hefst í ágúst
Markaðssamskipti og
almannatengsl
Hefst í ágúst
Alþjóðaviðskipti
Hefst í september
Matstækni
Hefst í september
Markþjálfun (Coaching)
Hefst í október
Orkumál, auðlindastjórnun og
loftlagsbreytingar
Hefst í október
LENGRI NÁMSKEIÐ
Stök námskeið til eininga
Hefjast í ágúst
Viðurkenndir bókarar
Hefst í ágúst
Grunnur fyrir háskólanám með
vinnu
Hefst í september
Nám til prófs í verðbréfa-
viðskiptum
Hefst í september
Professional English Online
Hefst í september
Rekstrar- og fjármálanám
Hefst í september
Gerð fjárhagsáætlana
Hefst í október
Kínversk menning og
viðskiptahættir
Hefst í september
STYTTRI NÁMSKEIÐ
Professional Spanish Online
Hefst í september
Verkefnastjórnun
Hefst í september
Samruni fyrirtækja
Hefst í september
Samningatækni
Hefst í október
Siðferðið og viðskiptin?
Hefst í október
Excel – framhaldsnámskeið
Hefst í október
Basic Spoken English
Hefst í október
Lykilatriði í útflutningi
Hefst í október
Skráðu þig núna á www.opnihaskolinn.is
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Opna háskólans
í síma 599 6360 eða í gegnum tölvupóst á fagmennt@opnihaskolinn.is.
OPNI HÁSKÓLINN
í háskólanum í reykjavík